Síðasta nótt drottningarinnar í Buckingham-höll Vésteinn Örn Pétursson skrifar 13. september 2022 23:31 Kista Elísabetar verður í Buckingham-höll í nótt. Wiktor Szymanowicz/Anadolu Agency via Getty Kista Elísabetar II Englandsdrottningar er komin í Buckingham-höll, þar sem hún verður þar til á morgun. Börn drottningarinnar og barnabörn tóku á móti henni í höllinni, sem var heimili hennar frá því hún tók við embætti og til ársins 2020. Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði. Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira
Kistan var flutt frá kirkju heilags Giles í Edinborg í dag í Buckingham-höll. Á morgun verður hún síðan færð í Westminster, þar sem almenningi mun gefast færi á að votta drottningunni virðingu sína fram að útförinni á mánudag, sem mun fara fram í Westminster. Drottningin verður hins vegar borin til grafar í Windsor, nánar tiltekið í kapellu kenndri við Georg VI, föður hennar. Þar mun hún hvíla ásamt Filippusi, eiginmanni sínum, sem lést á síðasta ári. Anna prinsessa fylgdi kistu móður sinnar frá Edinborg og þúsundir fylgdust með bílalestinni. Á flugvellinum í Edinborg var þjóðsöngurinn leikinn þegar flugvélin sem flutti drottninguna til Lundúna tók á loft. Þá var fjöldi fólks kominn saman við Buckingham-höll þegar ekið var með kistu drottningarinnar inn um hallarhliðið. Breska ríkisútvarpið hefur eftir Lundúnabúanum Alex Myers að andrúmsloftið við höllina þegar líkfylgd drottningarinnar kom á svæðið hafi verið magnað. „Mér finnst að þessi bylgja kærleiks hafi verið ótrúleg,“ sagði hún, áður en hún bjó sig undir að fara heim að athöfninni lokinni. Þá hafði hún beðið í nokkrar klukkustundir við höllina. Vilja tryggja þögn yfir London Á morgun verður kistan flutt úr höllinni og í Westminster. Flutningarnir munu hefjast á slaginu 14:22 aða staðartíma. Greint hefur verið frá því að flugferðir frá Heathrow gætu raskast lítillega til að tryggja að þögn verði í lofthelgi Lundúna meðan kistan verður flutt á milli staða. Í Westminster mun kistan liggja þar til á mánudag, en almenningi mun gefast kostur á að koma þangað og votta drottningunni sálugu virðingu sína. Búist er við því að yfir 400.000 manns muni leggja leið sína þangað. Bjó í Buckingham í áratugi Buckingham-höll var heimili drottningarinnar frá því hún var krýnd formlega árið 1953 og allt til upphafs kórónuveirufaraldursins í mars 2020. Eftir það varði hún tíma sínum í hinum ýmsu fasteigum krúnunnar eða sínum eigin. Heimili hennar frá þeim tíma var þó Windsor-kastali. Drottningin er þó sögð hafa haft efasemdir um ágæti þess að búa í Buckingham-höll. Breska ríkistúvarpið greinir frá því að Penny Junior, ævisöguritari konungsfjölskyldunnar, segi frá því í bók sinni, The Firm, að drottningin hafi viljað búa í Clarence House í London. Þar hafði hún búið ásamt Filippusi eiginmanni sínum frá því þau giftu sig árið 1947. Eftir að hafa verið krýnd árið 1953 hafi þáverandi forsætisráðherra Bretlands, Winston Churchill, hins vegar ráðlagt drottningunni að flytja í Buckingham-höll, sem hún og gerði.
Kóngafólk Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Elísabet II Bretadrottning Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins 2024 Innlent Fleiri fréttir Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sjá meira