Karl III sór þegnum sínum hollustueið Heimir Már Pétursson skrifar 9. september 2022 19:20 Karl III nýr konungur Bretlands og þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja ávarpaði þegna sína í fyrsta sinn seinnipartinn í dag. AP/Yui Mok Í fyrsta ávarpi sínu til þjóðarinnar í dag þakkaði Karl III nýr konungur Bretlands Elísabetu II móður sinni fyrir þá ást og umhyggju sem hún sýndi fjölskyldu sinni og óbilandi trúnað hennar og skyldurækni í störfum og samskiptum við þegna hennar. Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan. Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Karl III vaknaði í morgun í Balmoral kastala til fyrsta heila dagsins í konungsembætti. Hann og Kamilla eiginkona hans flugu um hádegisbil frá Aberdeen til Lundúna meðal annars til skrafs og ráðagerða við forsætisráðherra Bretlands og fleiri um undirbúning útfarar Elíabetar II drottningar sem lést síðdegis í gær. Nokkur fjöldi fólks safnðist saman fyrir fram Buckinghamhöll í dag og margir lögðu blóm og kort við girðingu hallarinnar. Karl heilsaði upp á fólkið við komuna til hallarinnar og ræddi við marga. Breskir þingmenn minntust drottningar með einnrar mínútna þögn á þingfundi í dag. Liz Truss forsætisráðherra rifjaði upp þegar Elísabet sór þess í afmælisávarpi þegar hún varð 21 árs að hvort sem líf hennar yrði stutt eða langt að tileinka lif sitt þjónustu við þegna konungsríkisins. „Allt þingið mun vera sammála því að aldrei hefur loforð verið svo fullkomlega efnt," sagði forsætisráðherrann við góðar undirtektir þingheims. Karl III hitti nýjan forsætisráðherra sem móðir hans setti í embætti á þriðjudag í fyrsta sinn sem konungur í dag.AP/Yui Mok/ Karl verður 74 ára í nóvember og á erfitt verk fyrir hönum að sameina bresku þjóðina og þjóðir 14 annarra ríkja þar sem hann er nú orðinn þjóðhöfðingi að baki sér sem og við að halda samveldi 54 ríkja saman. Ekki er hægt að saka Karl um óþolinmæði til konungdóms því hann stóð alla tíð fast við bak drottningarinnar. Hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta skipti sem Karl III konungur seinnipartinn í dag. Hann sagði fjölskyldu drottningar fulla þakklætis fyrir gjöfult líf hennar og deildi sorginni yfir dauða hennar með svo mörgum þegnum hennar. Konungurinn tilkynnt að Vilhjálmur sonur hans, nú krónprins, erfi alla hans fyrri titla og verði nú prinsinn af Wales. Líf hans sjálfs muni taka miklum breytingum við að setjast á konungsstól. Konungurinn kom til Buckingham hallar í Lundúnum frá Balmoral kastala um hádegisbil þar sem fjöldi fólks beið hans.AP/Yui Mok „Eins og drottningin sjálf gerði af svo óbifanlegri tryggð heiti ég því nú hátíðlega að allan þann tíma sem guð gefur mér muni ég halda í heiðri grundvallarreglur stjórnarskrárinnar sem er þungamiðja þjóðríkis okkar. Og hvar sem þið kunnið að búa í Bretlandi, eða öðrum ríkjum konungdæmisins og svæðum, og hver sem bakgrunnur ykkar og trú kann að vera mun ég kappkosta að þjóna ykkur af trúmennsku, virðingu og ást," sagði Karl III. Hann þakkaði fjölmargar samúðarkveðjur og sagði þær snerta hann meira en hann gæti komið í orð. Að lokum þakkaði hann móður sinni fyrir ást hennar og trúnað til fjölskyldu sinnar og fjölskyldu þjóðanna sem hún þjónaði. Konungurinn endaði ávarp sitt á þessum orðum til móður sinnar: „Megi englaskarar syngja þig í svefn.“ Ávarp Karls í heild sinni má sjá hér að neðan.
Karl III Bretakonungur Elísabet II Bretadrottning Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Bretland Kóngafólk Tengdar fréttir Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00 Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Sjá meira
Bresk framamenni minnast drottningarinnar Karl III Bretlandskonungur mun ávarpaði bresku þjóðina í fyrsta skiptið sem konungur klukkan 17. Ræðan var sýnd í beinni útsýningu en hluta athafnarinnar í St. Paul dómkirkjunni má sjá hér fyrir neðan ásamt ræðu konungs. 9. september 2022 16:00
Karl og Kamilla heilsuðu upp á fólkið fyrir utan Buckingham-höll Karl Bretakonungur og Kamilla, eiginkona hans, heilsuðu upp á fólk sem hafði safnast saman fyrir utan Buckingham-höll í Lundúnum um klukkan 13. 9. september 2022 13:49