Elísabet II leiddi Breta í gegnum súrt og sætt í 70 ár Heimir Már Pétursson skrifar 8. september 2022 20:31 Elísabet II, Bretlandsdrottning 1926 - 2022. The Royal Family Elísabet II Bretlandsdrottning hefur leitt bresku þjóðina í gegnum súrt og sætt í sjötíu ár. Hún gerði sér grein fyrir að hún varð drottning fyrir tilviljun örlaganna og yrði að ávinna sér ást og virðingu þjóðarinnar. Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III. Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Sjá meira
Fyrstu merki þess að mikilla tíðinda væri að vænta bárust klukkan hálf tólf í morgun þegar birt var tilkynning á vef konungsfjölskyldunnar þar sem greint var frá því að læknar Elísabetar drottningar hefðu áhyggjur af hrakandi heilsu hennar. Mælst væri til þess að hún yrði áfram undir eftirliti lækna. Það færi vel um drottninguna í Balmoral kastala. „Ég held ekki að slík yfirlýsing hefði verið gefin út, vegna þess óróleika sem hún myndi valda hjá þjóðinni og reyndar um allt samveldið, ef ekki væri raunveruleg ástæða fyrir áhyggjum lækna drottningarinnar,“ sagði Matthew Dennison sagnfræðingur um hádegisbil í dag. Drottningin ásamt Vigdísi Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Íslands í miðbæ Reykjavíkur 25. júní 1990.Getty/Tim Graham Fréttin fór sem eldur í sinu um breska samfélagið og barst fljótlega inn í þingsal þar sem umræður stóðu yfir. Sir Lindsay Hoyle forseti breska þingsins stoppaði umræðurnar og lauk þeim með þessum orðum: „Ég veit að ég tala fyrir munn alls þingsins þegar ég segi að við sendum bestu óskir okkar til hennar hátignar drottningarinnar og að hún og konungsfjölskyldan eru í huga okkar og bænum á þessari stundu,“ sagði þingforsetinn. Með Elísabetu II er genginn einn merkasti og virtasti þjóðarleiðtogi heims sem fylgdi þjóð sinni frá efnahagslægð eftirstríðsáranna í gegnum súrt og sætt allt til dagsins í dag. Hún var þjóðhöfðingi 14 annarra ríkja auk Bretlands og leiðtogi samstarfs 54 samveldisríkja sem henni tókst að halda einingu innan. Elísabet náði að setja Liz Truss, sinn fimmtánda forsætisráðherra, í embætti áþriðjudag og Truss tísti í dag að öll þjóðin hefði miklar áhyggjur af tíðindunum af heilsufari drottningar. Á ljósmyndum af fundi þeirra mátti sjá að drottningin var marin á handabaki, að öllum líkindum eftir nál fyrir næringu og lyfjagjöf í æð. Drottningin með núverandi forsætisráðherra Bretlands, Liz Truss í Balmoral kastala þann 6. september síðastliðinn.Getty/Jane Barlow Það eru 101 ár á milli fæðingardags Winston Churchills fyrsta forsætisráðherra hennar og Liz Truss þess síðasta Bretar fögnuðu því í byrjun júní að 70 ár voru liðin frá því Elísabet varð drottning hinn 6. febrúar 1952 þá aðeins 25 ára gömul. Drottningin treysti sér ekki til að taka þátt í öllum hátíðarhöldunum en lét sig þó ekki vanta þegar herþotur flugu henni til heiðurs yfir Buckinghamhöll. Karl ríkisarfi og hin þrjúbörn drottningar ásamt Vilhjálmi og Harry komu til Balmoral fljótlega eftir tíðindin af heilsufari hennar bárust. Karl varð konungur á þeirri stundu sem móðir hans lést. Hann hefur ákveðiðað vera kallaður Karl III.
Bretland Andlát Elísabetar II Bretadrottningar Kóngafólk Elísabet II Bretadrottning Tengdar fréttir Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44 Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31 Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55 Mest lesið Hefnd Ingu kom í bakið á Einari Innlent Grunaður morðingi staldraði stutt við í dómsal Innlent Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Innlent Sagðist á leið í Hallgrímskirkju fyrir guð eða djöfulinn Innlent Lögregla stöðvaði 195 í Ofurskálareftirliti Innlent Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Erlent Aðkoman vægast sagt ekki fögur Innlent Kýldu dreng í Mjóddinni og reyndu að stela úlpu Innlent Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Erlent Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Erlent Fleiri fréttir Kölluðu Páfagarð „siðspilltan“ og „barnaníðs“ ríki Nasistadýrkun og gyðingaandúð: Ye hættur á Twitter Bandaríkin og öfgahægrið efst á baugi hjá þýsku kanslaraefnunum Selenskí segir nauðsynlegt að tryggja varanlegan frið Ísraelsher hverfur frá Netzarim en framhaldið óljóst Hótar 25 prósent tollum á allt stál og ál Rannsaka andlát breskra hjóna í Frakklandi Tilfinningarík stund þegar Taílendingarnir komust heim Tilfinningarnar réðu för þegar fjölskyldur hittu gíslana Afturkallar öryggisheimildir Biden Myrti sjö konur og þrjá karla Sagði upp hjá DOGE vegna rasískra ummæla Götubörn útsett fyrir kynferðisofbeldi: „Það er engin miskunn“ Sjónvarpskokkur ásakaður um áralanga óviðeigandi hegðun Sóttu fimm kílómetra inn fyrir varnir Rússa Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Sjá meira
Verður Karl III Bretlandskonungur Karl Bretakonungur, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, verður þekktur sem Karl III Bretlandskonungur. Hann er tekinn við sem konungur Bretlands eftir að móðir hans lést í dag. 8. september 2022 18:44
Elísabet II Bretlandsdrottning er látin Elísabet önnur, drottning Bretlands er látin. Hún var 96 ára gömul. Heilsu drottningarinnar hafði hrakað hratt á undanförnum mánuðum en hún lést í kastala sínum í Skotlandi. 8. september 2022 17:31
Vaktin: „Guð bjargi konunginum“ Elísabet II Bretlandsdrottning er látin. Karl, sonur hennar, er nú orðinn konungur Bretlands. 8. september 2022 13:55