Deila um milljónir í húsaleigu í Sjálandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. september 2022 13:31 Sjáland fær að vera áfram í Garðabænum. Vísir/Vilhelm Eigendum húsnæðisins þar sem veitingastaðurinn Sjáland er rekinn í Garðabæ var ekki heimilt að rifta leigusamningi við rekstraraðila veitingastaðarins. Landsréttur sneri við úrskurði Héraðsdóms Reykjaness þess efnis á dögunum. Aðilar deila um húsaleigu. Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað. Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness úrskurðaði 24. júní síðastliðinn að Arnarnesvogi ehf., eigandi húsnæðisins við Ránargrund 4 í Garðabæ, hafi verið heimilt að rifta leigusamningi við Gourmet ehf sem rekur Sjáland. Eigendur húsnæðisins vildu ekki una þeirri niðurstöðu og skutu henni til Landsréttar. Rétturinn sneri við niðurstöðu héraðsdóms á föstudaginn. Landsréttur sneri við úrskurði héraðsdóms og mat það svo að með riftun leigusamningsins hafi Arnarnesvogur hafi ekki uppfyllt tillitsskyldu við Gourmet, sem kveðið er á í kröfurétti. Arnarnesvogur hefði að mati dómsins átt að bera ríkara tillit til Gourmet vegna tekjumissis, sem rekja mætti til sóttvarnaaðgerða stjórnvalda vegna Covid-19. Arnarnesvogur er í eigu Páls Þórs Magnússonar, Gabríelu Kristjánsdóttur og Símons Sigurðar Sigurpálssonar auk annarra smærri eigenda. Gourmet er í eigu Stefáns Magnússonar, sem rekur meðal annars Mathús Garðabæjar. Fékk riftunartilkynningu tíu mínútum eftir greiðslu skuldarinnar Fram kemur í úrskurðinum að Gourmet hafi átt eftir að greiða húsaleigu fyrir desember 2020 og janúar til febrúar 2022. Samtals hafi vangoldin húsaleiga numið rúmum 9,2 milljónum króna fyrir mánuðina þrjá. Arnarnesvogur hafi sent Gourmet greiðsluáskorun 21. febrúar síðastliðinn um að greiða ógreidda húsaleigu fyrir mánuðina þrjá. Ýmis samskipti hafi átt sér stað milli starfsmanns Gourmet og starfsmanns innheimtuaðila Arnarnesvogs á tímabilinu 23. febrúar til 15. mars 2022. Gourmet hafi greitt þrjár milljónir inn á skuldina þann 8. mars síðastliðinn en með yfirlýsingu sem barst Gourmet 23. mars síðastliðinn hafi Arnarnesvogur rift leigusamningnum. Riftunaryfirlýsing hafi borist Gourmet klukkan 10:30 þann dag en skömmu áður, eða klukkan 10:20, greiddi Gourmet upp eftirstöðvar skuldarinnar. Aðgerðum vegna Covid-19 kennt um Samkvæmt lögum um húsaleigu hefur leigusali heimild til riftunar samnings vegna vangreiddrar leigu þó svo að úr vanefnd sé bætt áður en til riftunar kemur. Þá var Arnarnesvogi heimilt að rifta leigusamninginn að gefnum fjórtán daga greiðslufresti, sem kveðið var á um í leigusamningnum milli Arnarnesvogs og Gourmet sem var undirritaður 1. maí 2020. Fram kemur í niðurstöðukafla Landsréttar að samkvæmt almennum reglum kröfuréttar hvíli sú óskráða skylda á samningsaðilum að taka innan ákveðinna marka tillit til hagsmuna gagnaðila síns. Þá hafi Gourmet með greiðslu vanskilanna 23. mars sýnt samningsvilja og getu til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt leigusamningi. Erfiðar rekstraraðstæður vegna aðgerða sóttvarnayfirvalda í tilefni Covid-19 hafi gert Gourmet erfitt fyrir en Gourmet hafi ítrekað sýnt samningsvilja, meðal annars með þriggja milljóna inngreiðslu á skuldina 8. mars. Þurftu að taka meira tillit Að mati dómsins beri gögn málsins ekki annað með sér en að sóttvarnaaðgerðir hafi átt umtalsverðan þátt í að Gourmet lenti í vandræðum með að gera upp skuldbindingar sínar árin 2020 og 2021 en aðgerðum hafi lokið 25. febrúar síðastliðinn. Tekjur hafi aukist umtalsvert frá því að aðgerðum var aflétt þar til vangoldin leiga var greidd og ekki séu efni til að ætla annað en að Gourmet sé að óbreyttu í stakk búinn að efna skuldbindingar sínar. Ekki sé því talið að fyrirsjáanlegt sé að Arnarnesvogur verði fyrir teljandi kostnaði, áhættu eða óhagræði þótt riftun leigusamningsins gangi ekki eftir. Arnarnesvogi hafi ekki verið heimilt að rifta leigusamningnum á grundvelli reglu kröfuréttar um tillitsskyldu. Auk þess að fá ekki að rifta leigusamningnum úrskurðaði Landsréttur að Arnarnesvogi bæri að greiða Gourmet 1,5 milljónir króna í málskostnað í héraði og kærumálskostnað.
Veitingastaðir Dómsmál Garðabær Mest lesið Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Viðskipti innlent Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Viðskipti innlent Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Viðskipti erlent Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Viðskipti innlent Strava stefnir Garmin Viðskipti erlent Gamalt ráðuneyti verður hótel Viðskipti innlent AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Viðskipti erlent Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Viðskipti innlent Einar hættir af persónulegum ástæðum Viðskipti innlent Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Nú er ekki hægt að afskrá flugvélar nema að greiða gjöldin Telur um dulda launahækkun skrifstofufólks að ræða Davíð Ernir til liðs við Athygli Netvís tekur við af SAFT Bein útsending: Er gervigreindin alvöru tækifæri fyrir Ísland? Ísland verði leiðandi í þróun varna og viðskipta á Norðurslóðum Segja falda launauppbót hjá níu af hverjum tíu stofnunum ríkisins „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Sjá meira