Gera ráð fyrir 6,2 milljónum í gegnum flugvöllinn á árinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 6. september 2022 16:27 Búist er við að á sjöundu milljón farþega leggi leið sína um Keflavíkurflugvöll áður en árið er úti. Vísir/Vilhelm Gert er ráð fyrir því að 6,2 milljónir farþega fari í gegnum Keflavíkurflugvöll í ár. Það er um hálfri milljón fleiri farþegar en farþegaspá Isavia frá því í maí gerði ráð fyrir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur jafnframt fram að hin uppfærða farþegaspá geri ráð fyrir 1,6 milljón fleiri farþegum en sú spá sem gefin var út í upphafi árs. Þrátt fyrir mikla fjölgun hafi starfsfólki vallarins tekist að tryggja að þjónusta við farþega hafi gengið greiðlega í sumar. „Sumarið fór fram úr væntingum okkar. Nú í vetur stefna tuttugu flugfélög að því að heimsækja okkur, sem er mesti fjöldi sem hingað hefur flogið að vetri til. Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ er haft eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá Isavia. Fleiri í ágúst 2022 en 2019 Samkvæmt tilkynningunni gera bráðabirgðatölur ráð fyrir því að rúmlega 841 þúsund farþegar hafi farið í gegnum völlinn í ágúst, sem eru fleiri farþegar en í ágúst 2019, síðasta ágústmánuði fyrir faraldurinn. „Það eru tæplega 2,4 milljónir farþega í júní, júlí og ágúst í sumar samanborið við tæplega 2,5 milljónir sömu mánuði ársins 2019. Flogið var til 76 áfangastaða í ágúst og voru vinsælustu áfangastaðirnir Kaupmannahöfn, París, Boston, New York og Frankfurt,“ segir þá í tilkynningunni. „Þökk sé okkar frábæra starfsfólki hefur gengið vel að takast á við þessa hröðu fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og við höfum haldið okkar þjónustustigi uppi. Farþegatölur í júlí fóru fram úr sama mánuði fyrir heimsfaraldur, rétt eins og bráðabirgðatölur benda til að hafi verið í ágúst. Meðalbiðtími í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli hefur haldist í eða undir því viðmiði sem við setjum okkur og innritun hefur heilt yfir gengið vel þrátt fyrir miklar framkvæmdir á vellinum. Þannig skapaðist ekki það krefjandi ástand sem sagt hefur verið frá á flugvöllum víða annar staðar í heiminum. Öflugur og samhentur hópur starfsfólks á Keflavíkurflugvelli á hrós skilið fyrir vaska framgöngu við að þjónusta ferðafólk,“ er haft eftir Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia. Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Isavia. Þar kemur jafnframt fram að hin uppfærða farþegaspá geri ráð fyrir 1,6 milljón fleiri farþegum en sú spá sem gefin var út í upphafi árs. Þrátt fyrir mikla fjölgun hafi starfsfólki vallarins tekist að tryggja að þjónusta við farþega hafi gengið greiðlega í sumar. „Sumarið fór fram úr væntingum okkar. Nú í vetur stefna tuttugu flugfélög að því að heimsækja okkur, sem er mesti fjöldi sem hingað hefur flogið að vetri til. Það er greinilegt að Ísland heldur áfram að vera vinsæll áfangastaður fyrir ferðalanga,“ er haft eftir Grétari Má Garðarssyni, forstöðumanni flugfélaga og leiðarþróunar hjá Isavia. Fleiri í ágúst 2022 en 2019 Samkvæmt tilkynningunni gera bráðabirgðatölur ráð fyrir því að rúmlega 841 þúsund farþegar hafi farið í gegnum völlinn í ágúst, sem eru fleiri farþegar en í ágúst 2019, síðasta ágústmánuði fyrir faraldurinn. „Það eru tæplega 2,4 milljónir farþega í júní, júlí og ágúst í sumar samanborið við tæplega 2,5 milljónir sömu mánuði ársins 2019. Flogið var til 76 áfangastaða í ágúst og voru vinsælustu áfangastaðirnir Kaupmannahöfn, París, Boston, New York og Frankfurt,“ segir þá í tilkynningunni. „Þökk sé okkar frábæra starfsfólki hefur gengið vel að takast á við þessa hröðu fjölgun farþega á Keflavíkurflugvelli frá því í vor og við höfum haldið okkar þjónustustigi uppi. Farþegatölur í júlí fóru fram úr sama mánuði fyrir heimsfaraldur, rétt eins og bráðabirgðatölur benda til að hafi verið í ágúst. Meðalbiðtími í öryggisleit á Keflavíkurflugvelli hefur haldist í eða undir því viðmiði sem við setjum okkur og innritun hefur heilt yfir gengið vel þrátt fyrir miklar framkvæmdir á vellinum. Þannig skapaðist ekki það krefjandi ástand sem sagt hefur verið frá á flugvöllum víða annar staðar í heiminum. Öflugur og samhentur hópur starfsfólks á Keflavíkurflugvelli á hrós skilið fyrir vaska framgöngu við að þjónusta ferðafólk,“ er haft eftir Önnu Björk Bjarnadóttur, framkvæmdastjóra þjónustu og rekstrar hjá Isavia.
Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira