Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Bjarki Sigurðsson skrifar 5. september 2022 14:21 Myndin þykir afar góð og gæti Fraser unnið til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn. Getty/Franco Origlia Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. Fraser hefur verið fjarlægur sviðsljósinu síðustu ár en hann hafði ekki fengið stórt hlutverk í Hollywood síðan árið 2013. Hann greindi frá því árið 2018 að honum hafi verið bolað úr Hollywood eftir að hafa greint frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association. Fraser fékk aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Darren Aronofsky, The Whale, þar sem hann leikur hinn 270 kílóa Charlie sem er í hjólastól og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni. Myndin sló í gegn og klöppuðu áhorfendur stanslaust í átta mínútur eftir að sýningunni lauk. Það virtist sem að Fraser væri afar ánægður að vera mættur aftur á hvíta tjaldið og felldi hann tár. The standing ovation for #TheWhale was so enthusiastic, Brendan Fraser tried to leave the theater but the crowd s applause made him stay. #Venezia79 pic.twitter.com/ZZ0vbFX7Rl— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) September 4, 2022 Von er á The Whale í kvikmyndahúsum í desember á þessu ári en talið er að myndin gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd og að Fraser gæti einnig fengið verðlaun á hátíðinni fyrir leik sinn. Kvikmyndin Tár eftir Todd Field var einnig frumsýnd á hátíðinni en Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og gerði Hildur Guðnadóttir tónlistina. Talið er að Hildur gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir myndina. Hollywood Bíó og sjónvarp Ítalía Tengdar fréttir Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. 27. júlí 2022 14:10 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Fraser hefur verið fjarlægur sviðsljósinu síðustu ár en hann hafði ekki fengið stórt hlutverk í Hollywood síðan árið 2013. Hann greindi frá því árið 2018 að honum hafi verið bolað úr Hollywood eftir að hafa greint frá kynferðislegri áreitni sem hann varð fyrir af hendi Philip Berk, forseta Hollywood Foreign Press Association. Fraser fékk aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Darren Aronofsky, The Whale, þar sem hann leikur hinn 270 kílóa Charlie sem er í hjólastól og á í erfiðleikum með að tengjast sautján ára dóttur sinni. Myndin sló í gegn og klöppuðu áhorfendur stanslaust í átta mínútur eftir að sýningunni lauk. Það virtist sem að Fraser væri afar ánægður að vera mættur aftur á hvíta tjaldið og felldi hann tár. The standing ovation for #TheWhale was so enthusiastic, Brendan Fraser tried to leave the theater but the crowd s applause made him stay. #Venezia79 pic.twitter.com/ZZ0vbFX7Rl— Ramin Setoodeh (@RaminSetoodeh) September 4, 2022 Von er á The Whale í kvikmyndahúsum í desember á þessu ári en talið er að myndin gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir bestu mynd og að Fraser gæti einnig fengið verðlaun á hátíðinni fyrir leik sinn. Kvikmyndin Tár eftir Todd Field var einnig frumsýnd á hátíðinni en Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og gerði Hildur Guðnadóttir tónlistina. Talið er að Hildur gæti unnið Óskarsverðlaun fyrir myndina.
Hollywood Bíó og sjónvarp Ítalía Tengdar fréttir Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. 27. júlí 2022 14:10 Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22 Mest lesið „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið Losnaði við alla fíkn á augabragði: „Því Guð er með skyndilausnir líka“ Áskorun Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum Lífið Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Lífið Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Lífið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Lífið Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Lífið Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Lífið Fleiri fréttir Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Brendan Fraser nær óþekkjanlegur sem Hvalurinn Endurkoma leikarans Brendan Fraser í Hollywood heldur áfram. Í vikunni birtist fyrsta myndin af Fraser í hlutverki hins 270 kílóa Charlie í myndinni The Whale eftir Darron Aronofsky. Hlutverkið er fyrsta aðalhlutverk Fraser í kvikmynd frá 2013. 27. júlí 2022 14:10
Hildur Guðna orðuð við Óskarsverðlaun Kvikmyndin Tár var í dag frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Cate Blanchett fer með aðalhlutverk myndarinnar og samdi Hildur Guðnadóttir tónlistina. Hildur er sögð líkleg til að vinna Óskarsverðlaun fyrir myndina. 1. september 2022 23:22
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Lífið
Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Bíó og sjónvarp