Skýrslan um söluna á Íslandsbanka á lokametrunum Jakob Bjarnar skrifar 5. september 2022 10:42 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra ásamt Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra. Þingið er nú í sumarfríi en búast má því að veturinn hefjist með látum; umræðu um skýrslu ríkisendurskoðunar þar sem fjallað er um umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. vísir/vilhelm Skýrsla ríkisendurskoðunar um afar umdeilda sölu ríkisins á hluta sínum í Íslandsbanka, er væntanleg innan tíðar. Mikil eftirvænting ríkir innan sem utan þings vegna skýrslunnar. Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi greindi frá því fyrir mánuði í samtali við Vísi að hann reiknaði með því að skýrslan yrði lögð fram í þeim mánuði. Útkoma hennar hafði þá frestast von úr viti en Guðmundur Björgvin sagði frá því að eitt og annað hefði sett strik í reikninginn svo sem Covid og sumarfrí starfsfólks. Skýrslan væntanleg á næstu dögum „Það er rétt að mánuðurinn sé á lokametrunum; við teljum skýrslugerðina reyndar vera það líka,“ segir Guðmundur Björgvin í samtali við Vísi í síðustu viku, þegar hann var rukkaður um skýrsluna. „Við reiknum með að senda forseta Alþingis skýrsluna fljótlega, en ég er ekki reiðubúinn til að binda mig við einhvern tiltekinn dag í því sambandi. Ég geri ráð fyrir að skýrslan verði tekin fyrir af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um leið og hún liggur fyrir. Eins og gildir um allar okkar skýrslur til þingsins munum við birta skýrsluna á heimasíðu okkar sama dag og við kynnum efni hennar fyrir nefndinni,“ segir Guðmundur Björgvin. Vart ætti að þurfa að rifja upp heita umræðu sem varð á Alþingi vegna þessa gjörnings, en meðal þess sem þótti orka tvímælis við framkvæmdina var hverjir fengu að kaupa hlut á vildarkjörum og svo hverjir ekki. Hver á fætur öðrum fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og kröfðust þess að á fót yrði sett sérstök rannsóknarnefnd Alþingis sem færi í saumana á sölunni. Þeir héldu því fram að ríkisendurskoðandi, sem væri undir fjármálaráðherra í stjórnsýslulegum skilningi, gæti vart af þeim sökum talist hæfur til að skila hlutlægri skýrslu um málið. „Sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er meðal fjölmargra sem gagnrýndi söluna harðlega, að hlutur ríkisins væri ekki seldur á markaðsvirði. Hann taldi málið þannig vaxið að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra bæri að segja af sér vegna málsins, þarna væri verið að úthluta gæðum almennings í valda vasa. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru þau að leggja bankasýsluna, sem hafði framkvæmd sölunnar á sinni könnu, niður. Stjórnarandstæðingar töldu blasa við að með því væri verið að slá ryki í augu almennings, fjármálaráðherra hlyti að bera ábyrgð á hinni undeildu sölu. Ódýrt væri að gera bankasýsluna að blóraböggli í málinu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er þeirrar skoðunar: „... spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ sagði Sigmar í grein undir yfirskriftinni „Bankasýslan krossfest“. Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. 15. ágúst 2022 10:16 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi greindi frá því fyrir mánuði í samtali við Vísi að hann reiknaði með því að skýrslan yrði lögð fram í þeim mánuði. Útkoma hennar hafði þá frestast von úr viti en Guðmundur Björgvin sagði frá því að eitt og annað hefði sett strik í reikninginn svo sem Covid og sumarfrí starfsfólks. Skýrslan væntanleg á næstu dögum „Það er rétt að mánuðurinn sé á lokametrunum; við teljum skýrslugerðina reyndar vera það líka,“ segir Guðmundur Björgvin í samtali við Vísi í síðustu viku, þegar hann var rukkaður um skýrsluna. „Við reiknum með að senda forseta Alþingis skýrsluna fljótlega, en ég er ekki reiðubúinn til að binda mig við einhvern tiltekinn dag í því sambandi. Ég geri ráð fyrir að skýrslan verði tekin fyrir af stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um leið og hún liggur fyrir. Eins og gildir um allar okkar skýrslur til þingsins munum við birta skýrsluna á heimasíðu okkar sama dag og við kynnum efni hennar fyrir nefndinni,“ segir Guðmundur Björgvin. Vart ætti að þurfa að rifja upp heita umræðu sem varð á Alþingi vegna þessa gjörnings, en meðal þess sem þótti orka tvímælis við framkvæmdina var hverjir fengu að kaupa hlut á vildarkjörum og svo hverjir ekki. Hver á fætur öðrum fóru þingmenn stjórnarandstöðunnar í pontu og kröfðust þess að á fót yrði sett sérstök rannsóknarnefnd Alþingis sem færi í saumana á sölunni. Þeir héldu því fram að ríkisendurskoðandi, sem væri undir fjármálaráðherra í stjórnsýslulegum skilningi, gæti vart af þeim sökum talist hæfur til að skila hlutlægri skýrslu um málið. „Sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar“ Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er meðal fjölmargra sem gagnrýndi söluna harðlega, að hlutur ríkisins væri ekki seldur á markaðsvirði. Hann taldi málið þannig vaxið að Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra bæri að segja af sér vegna málsins, þarna væri verið að úthluta gæðum almennings í valda vasa. Viðbrögð ríkisstjórnarinnar voru þau að leggja bankasýsluna, sem hafði framkvæmd sölunnar á sinni könnu, niður. Stjórnarandstæðingar töldu blasa við að með því væri verið að slá ryki í augu almennings, fjármálaráðherra hlyti að bera ábyrgð á hinni undeildu sölu. Ódýrt væri að gera bankasýsluna að blóraböggli í málinu. Sigmar Guðmundsson, þingmaður Viðreisnar, er þeirrar skoðunar: „... spratt upp einhver hugmyndabastarður sem fer í sögubækurnar sem sérkennilegasta smjörklípa stjórnmálasögunnar. Einni ríkisstofnun var útrýmt til að komast undan pólitískri ábyrgð,“ sagði Sigmar í grein undir yfirskriftinni „Bankasýslan krossfest“.
Salan á Íslandsbanka Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Alþingi Íslandsbanki Tengdar fréttir Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. 15. ágúst 2022 10:16 Mest lesið „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna Viðskipti innlent Fordæmalaus skortur á skötu Neytendur „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Viðskipti innlent Kalla inn silung og bleikju vegna listeríu Neytendur Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur Fleiri fréttir Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin Sjá meira
Skýrslunni skilað um næstu mánaðamót Búist er við að Ríkisendurskoðun skili skýrslu sinni um sölu á rúmlega 22 prósenta hlut ríkisins í Íslandsbanka um næstu mánaðamót. 15. ágúst 2022 10:16