„Ég er bara hress núna, fyrstu þrír mánuðirnir voru svona já, eins og þeir eru stundum og fylgir þessu,“ segir Ástrós og hlær í samtali við Vísi. Parið er komið í smá frí á Grikklandi þar eru þau að njóta þess að vera saman og slaka á og mætti jafnvel segja að um „babymoon“ ferð sé að ræða.
Parið tilkynnti um komu barnsins á Instagram miðlum sínum með undirskriftinni „ Helmingurinn af mér, helmingurinn af þér.“ Adam á dóttur úr fyrra sambandi og eru þau spennt að stækka fjölskylduna enn frekar.