Boðar fleiri tugi þúsunda í sparnað með debetkortum Snorri Másson skrifar 1. september 2022 07:01 Fleiri þúsund manns eru á biðlista, en tvö hundruð manns hafa þegar tekið í notkun greiðslukort frá nýja samfélagsbankanum - eða sparisjóðnum - Indó. Greiðslukortunum fylgja ekki færslugjöld og framkvæmdastjóri sparisjóðsins segir viðskiptavini hæstánægða. „Venjulegur einstaklingur myndi spara svona í kringum 30.000 á ári í færslugjöld og árgjöld. Og þessir hærri vextir sem við erum að borga ef fólk er hjá okkur er það tekjuaukning um 40.000 á ári,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Indó. Við þetta bætist að Indó tekur út gengisálagningu þegar verslað er hjá erlendum netverslunum, þannig að allt í allt segir Haukur að einstaklingur geti fengið til baka allt að 72.000 krónur á ári. Hér að ofan má sjá viðtal við Hauk sem sýnt var í Íslandi í dag í gær. Þar var einnig fjallað um ýmislegt annað ofarlega á baugi í íslensku samfélagi, en viðtalið við Hauk hefst á mínútu fjögur. „Ég er vongóður um að þetta verði banki eða sparisjóður sem fólk vill eiga viðskipti við. Ef það þýðir að við verðum stærst þá er það fínt, en við viljum fyrst og fremst bara gera okkar viðskiptavini ánægða,“ segir Haukur Skúlason, meðstofnandi og framkvæmdastjóra samfélagsbankans Indó.Vísir/Vilhelm Fyrsti sparisjóðurinn í hálfa öld Hugmyndin að bankanum kviknaði hjá Hauki og Tryggva Birni Davíðssyni viðskiptafélaga hans fyrir fjórum árum. Nú hafa þeir sótt talsverða fjárfestingu og starfsfólkið telur á annan tug. „Þetta er töluvert meira mál en við héldum í upphafi. En þetta hefur verið skemmtilegt, því þetta hefur ekkert verið gert áður, eða það eru 50 ár síðan þetta var gert síðan. Það sem við höfum líka lært er hvað það er til mikið af færu fólki sem hefur gengið til liðs við okkur. Og hvað þörfin og áhuginn fyrir þessu er mikill úti í samfélaginu,“ segir Haukur. Jæja, búinn að millifæra allan peninginn minn á indó reikninginn minn og byrjaður að nota kortið! pic.twitter.com/7bAbw5bPSO— Hlynur Hallgríms (@hlynur) August 28, 2022 Samfélagsbankinn Indó er strangt til tekið ekki orðinn banki, en hann er orðinn sparisjóður – nánar tiltekið fyrsti sparisjóðurinn sem er stofnaður á Íslandi frá 1972. Síðan ætlar bankinn að fikra sig áfram í átt að því að veita lán. Að lokum á þetta að vera það sem hefur verið kallað „áskorendabanki” þ.e. banki sem skorar á hina bankana og er með minni yfirbyggingu; eins og Haukur segir engar risahöfuðstöðvar, heldur skrifstofurými fyrir ofan bræðurna Ormsson sem dugar vel. Indó á einnig að vera samfélagsbanki, þar sem framlög til samfélagsmála eru meira hlutfall af hagnaði en hjá öðrum bönkum. Seðlabanki Íslands veitti indó leyfi til að starfa sem sparisjóður í febrúar en sparisjóðurinn tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust. Á meðal stærri fjárfesta er Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi UENO, sem síðar var selt til Twitter. Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ísland í dag Tengdar fréttir Stofnendur indó vilja bæta bankakjör heimila um tíu milljarða Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur indó, fengu að heyra fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna ómögulegt væri að stofna nýjan banka. Fjórum árum síðar er sparisjóðurinn kominn með starfsleyfi, aðgang að greiðslukerfi bankanna og stefnir að því að bjóða alla velkomna í viðskipti á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa einsett sér að umbylta verðlagningu á bankamarkaðinum og telja að aukin samkeppni geti skilað heimilum landsins allt að 10 milljarða króna ábata. 18. júní 2022 10:01 „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum. 16. febrúar 2022 16:23 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Venjulegur einstaklingur myndi spara svona í kringum 30.000 á ári í færslugjöld og árgjöld. Og þessir hærri vextir sem við erum að borga ef fólk er hjá okkur er það tekjuaukning um 40.000 á ári,“ segir Haukur Skúlason, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Indó. Við þetta bætist að Indó tekur út gengisálagningu þegar verslað er hjá erlendum netverslunum, þannig að allt í allt segir Haukur að einstaklingur geti fengið til baka allt að 72.000 krónur á ári. Hér að ofan má sjá viðtal við Hauk sem sýnt var í Íslandi í dag í gær. Þar var einnig fjallað um ýmislegt annað ofarlega á baugi í íslensku samfélagi, en viðtalið við Hauk hefst á mínútu fjögur. „Ég er vongóður um að þetta verði banki eða sparisjóður sem fólk vill eiga viðskipti við. Ef það þýðir að við verðum stærst þá er það fínt, en við viljum fyrst og fremst bara gera okkar viðskiptavini ánægða,“ segir Haukur Skúlason, meðstofnandi og framkvæmdastjóra samfélagsbankans Indó.Vísir/Vilhelm Fyrsti sparisjóðurinn í hálfa öld Hugmyndin að bankanum kviknaði hjá Hauki og Tryggva Birni Davíðssyni viðskiptafélaga hans fyrir fjórum árum. Nú hafa þeir sótt talsverða fjárfestingu og starfsfólkið telur á annan tug. „Þetta er töluvert meira mál en við héldum í upphafi. En þetta hefur verið skemmtilegt, því þetta hefur ekkert verið gert áður, eða það eru 50 ár síðan þetta var gert síðan. Það sem við höfum líka lært er hvað það er til mikið af færu fólki sem hefur gengið til liðs við okkur. Og hvað þörfin og áhuginn fyrir þessu er mikill úti í samfélaginu,“ segir Haukur. Jæja, búinn að millifæra allan peninginn minn á indó reikninginn minn og byrjaður að nota kortið! pic.twitter.com/7bAbw5bPSO— Hlynur Hallgríms (@hlynur) August 28, 2022 Samfélagsbankinn Indó er strangt til tekið ekki orðinn banki, en hann er orðinn sparisjóður – nánar tiltekið fyrsti sparisjóðurinn sem er stofnaður á Íslandi frá 1972. Síðan ætlar bankinn að fikra sig áfram í átt að því að veita lán. Að lokum á þetta að vera það sem hefur verið kallað „áskorendabanki” þ.e. banki sem skorar á hina bankana og er með minni yfirbyggingu; eins og Haukur segir engar risahöfuðstöðvar, heldur skrifstofurými fyrir ofan bræðurna Ormsson sem dugar vel. Indó á einnig að vera samfélagsbanki, þar sem framlög til samfélagsmála eru meira hlutfall af hagnaði en hjá öðrum bönkum. Seðlabanki Íslands veitti indó leyfi til að starfa sem sparisjóður í febrúar en sparisjóðurinn tryggði sér tæplega 600 milljóna króna fjármögnun síðastliðið haust. Á meðal stærri fjárfesta er Haraldur Ingi Þorleifsson, stofnandi UENO, sem síðar var selt til Twitter.
Íslenskir bankar Fjármál heimilisins Ísland í dag Tengdar fréttir Stofnendur indó vilja bæta bankakjör heimila um tíu milljarða Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur indó, fengu að heyra fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna ómögulegt væri að stofna nýjan banka. Fjórum árum síðar er sparisjóðurinn kominn með starfsleyfi, aðgang að greiðslukerfi bankanna og stefnir að því að bjóða alla velkomna í viðskipti á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa einsett sér að umbylta verðlagningu á bankamarkaðinum og telja að aukin samkeppni geti skilað heimilum landsins allt að 10 milljarða króna ábata. 18. júní 2022 10:01 „Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00 Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum. 16. febrúar 2022 16:23 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Stofnendur indó vilja bæta bankakjör heimila um tíu milljarða Haukur Skúlason og Tryggvi Björn Davíðsson, stofnendur indó, fengu að heyra fjölmargar ástæður fyrir því hvers vegna ómögulegt væri að stofna nýjan banka. Fjórum árum síðar er sparisjóðurinn kominn með starfsleyfi, aðgang að greiðslukerfi bankanna og stefnir að því að bjóða alla velkomna í viðskipti á seinni hluta þessa árs. Þeir hafa einsett sér að umbylta verðlagningu á bankamarkaðinum og telja að aukin samkeppni geti skilað heimilum landsins allt að 10 milljarða króna ábata. 18. júní 2022 10:01
„Ég var einmana í gegnum allt þetta ferli“ Haraldur Þorleifsson, stofnandi hönnunarstofunnar Ueno, samþykkti kauptilboðið frá Twitter, lægsta tilboðið sem honum barst, vegna þess að hann sá fram á að geta haft jákvæð áhrif á umræðuna sem verður sífellt skautaðri. Í viðtali við Innherja segir hann að stærsta vandamál nútímans sé það hvernig molnað hefur undan samfélagssáttmálanum á undanförnum árum og að ekki sé gengið nógu langt í því að beita skattkerfinu til að útrýma fátækt. 11. júní 2022 10:00
Haraldur í Ueno og Eldhrímnir á meðal stærstu hluthafa indó Haraldur Þorleifsson, stofnandi Ueno, og fjárfestingafélagið Eldhrímnir eru á meðal stærstu hluthafa áskorendabankans og sparisjóðsins indó sem hefur nýlega fengið starfsleyfi hjá Seðlabanka Íslands. Þetta kemur fram á hluthafalista indó sem Innherji hefur undir höndum. 16. febrúar 2022 16:23