LeBron með sonunum á forsíðu SI: Ætlar að spila með þeim báðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 14:01 LeBron James ásamt sonum sínum á forsíðu Sports Illustrated. sports illustrated Tuttugu árum eftir að hann prýddi forsíðu Sports Illustrated í fyrsta sinn er LeBron James á forsíðu íþróttatímaritsins fræga í nýjasta hefti þess. Með honum á forsíðunni eru synir hans, Bronny og Bryce. Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira