LeBron með sonunum á forsíðu SI: Ætlar að spila með þeim báðum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 31. ágúst 2022 14:01 LeBron James ásamt sonum sínum á forsíðu Sports Illustrated. sports illustrated Tuttugu árum eftir að hann prýddi forsíðu Sports Illustrated í fyrsta sinn er LeBron James á forsíðu íþróttatímaritsins fræga í nýjasta hefti þess. Með honum á forsíðunni eru synir hans, Bronny og Bryce. Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira
Frægt var þegar LeBron, þá aðeins sautján ára, var á forsíðu Sports Illustrated 2002 undir yfirskriftinni „Hinn útvaldi“. Hann hefur svo sannarlega staðið undir þeim gríðarlega miklu væntingum sem gerðar voru til hans og er enn í hópi bestu leikmanna NBA-deildarinnar, þrátt fyrir að hann verði 38 ára í lok árs. WHOA!!!! Just kids from Akron!!!! The Chosen One x The Chosen Sons #JamesGang #TheLegecyContinues Jeffery A. Salter @SInow https://t.co/m7YE9nHthw pic.twitter.com/ShWIvGWO86— LeBron James (@KingJames) August 30, 2022 LeBron er hvergi nærri hættur og hefur framlengt samning sinn við Los Angeles Lakers. Í viðtalinu við Sports Illustrated segist hann ætla að spila fram á fimmtugsaldurinn og með sonum sínum. LeBron hefur áður sagst ætla að spila með Bronny, sem verður átján ára í byrjun október, og hann vonast einnig til að geta spilað með Bryce sem er fimmtán ára. „Mér finnst ég geta spilað lengur. Þetta snýst um líkamlegt ástand og það sem er kannski mikilvægara, andlegu hliðina. Ef hugurinn er skarpur og ferskur eru mér engin takmörk sett. En við sjáum til,“ sagði LeBron við Sports Illustrated. Á forsíðunni er hann í hlýrabol með mynd af forsíðunni frægu frá 2002 og yfirskriftin, „The Chosen Sons“, vísar í yfirskriftina á gömlu forsíðunni, „The Chosen One“. 2002 2022The Chosen One x The Chosen Sons https://t.co/WE2aP1d1j3 pic.twitter.com/Ns9BQcEnha— Sports Illustrated (@SInow) August 30, 2022 Bronny og Bryce eru báðir í Sierra Canyon menntaskólanum í Kaliforníu. Þeir eru báðir undir smásjá stórra háskóla í Bandaríkjunum. LeBron var næststigahæstur leikmaður NBA á síðasta tímabili með 30,3 stig að meðaltali í leik. Auk þess tók hann 8,2 fráköst og gaf 6,2 stoðsendingar að meðaltali í leik. Gengi Lakers var þó ekki gott og liðið komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Leik lokið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Íslenski boltinn Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Enski boltinn Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fleiri fréttir Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Sjá meira