Verður barnið þitt jarðfjarkönnuður? Bryony Mathew skrifar 31. ágúst 2022 09:01 Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bretland Bókmenntir Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Grunnskólabörn dagsins í dag munu í framtíðinni vinna við störf sem ekki hafa verið búin til. Framfarir í nanótækni, skammtatölvum, gerð vélmenna og geimferðum munu þýða að ný starfstækifæri verða til sem við getum ekki einu sinni ímyndað okkur. Þó að það sé ómögulegt að spá nákvæmlega fyrir um hvaða störf verða í boði fyrir börnin okkar í framtíðinni, getum við opnað augu þeirra fyrir hugmyndum og sannfært þau að þau geti allt. Einmitt þess vegna hefur breska sendiráðið gefið út barnabókina „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“. Bókin kynnir fyrir börnum 30 mögnuð störf sem líklegt er að verði til á Íslandi eftir 20 ár. Hún skiptist í „Tæknitröllastörf" sem snúast um framtíðar uppgötvanir og tæknitækifæri og "Íseldfjallastörf" sem felast í að hlúa að því sem við eigum og vernda jörðina fyrir komandi kynslóðir. Hvort tveggja er jafn mikilvægt. Bókin mun vonandi veita börnum innblástur og gera þau spennt fyrir framtíðinni. Hún mun sýna þeim tækifærin sem eru framundan. Áður fyrr valdi fólk oftast einn starfsferill en ég trúi að í framtíðinni munum við sjá fólk færa sig meira milli starfsgreina og taka með sér færni og góðar hugmyndir milli ólíkra starfa. Störf framtíðarinnar munu líka fela í sér kröfu um þverfaglegar aðferðir til að leysa sífellt flóknari vandamál. Nanóþjarkaverkfræðingar munu vinna með læknum, arkitektum og verkfræðingum þegar þeir þróa nýjar læknismeðferðir og netöryggisstjórar munu vinna með jarðfjarkönnuðum, sálfræðingum og skammtatölvuforriturum þegar þeir takast á við sífellt flóknari netógnir. Ég tel persónulega að börnin okkar ættu að horfa vítt yfir sviðið þegar þau ákveða hvað þau vilja starfa við. Ef börn skoða bókina og ákveða að þau langi að starfa við tvennt eða jafnvel fernt þá er það frábært! Áður fyrr taldi ungt fólk að það þyrfti að velja einn starfsferil og afskrifaði þannig marga möguleika vegna þess að það taldi sig ekki hafa réttu hæfileikana. Þau héldu til dæmis að þau væru ekki nægjanlega góð í stærðfræði eða náttúrufræði eða ekki nógu skapandi en fólk þróar með sér mismunandi færni með fjölbreyttri reynslu og fólk getur oft lært efni sem því finnst krefjandi með því að nota aðrar námsaðferðir. Hvað þýðir þetta svo allt í reynd? Þetta þýðir að foreldrar og forráðamenn ættu að hvetja börn til að prófa eins marga mismunandi hluti og mögulegt er. Leyfa þeim að prófa margar íþróttir, að forrita og semja tónlist. Leyfa þeim að reyna við listsköpun og vísindi. Hvetja til sköpunargleði og bjóða velkomnar nýjar hugmyndir. Kenna þeim um góðvild og að koma fram við aðra af virðingu. Börn munu þá geta byggt upp sína eigin verkfærakistu af færni og jákvæðni sem mun hjálpa þeim að dafna í störfum framtíðarinnar. Bókin „Tæknitröll og íseldfjöll: frábær störf framtíðarinnar“ verður ekki til sölu heldur dreift í skóla og bókasöfn víða um land, einnig verður bókin aðgengileg á rafrænu formi. Áhugasamir eru hvattir til að fylgjast með facebook-síðu sendiráðsins UKinIceland til þess að nálgast rafrænt eintak. Höfundur er Dr. Bryony Mathew, sendiherra Bretlands á Íslandi og doktor í taugavísindum.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun