Myndbirtingin vakti upp margar spurningar meðal netverja sem velta því fyrir sér hvort ástin sé að blossa upp hjá þeim á ný. Irina birti þó ekki aðeins myndir af sér með Bradley heldur einnig með svínum á ströndinni og öðrum sjávardýrum. Mynd af henni í sandinum, sem var búið að teikna hjarta í, rataði einnig á miðilinn.
Eiga í góðu sambandi
Saman eiga þau fimm ára dótturina Leu De Seine Shayk Cooper og hafa í gegnum tíðina sést saman á ýmsum viðburðum og virðist allt leika í lyndi. Irina mætti meðal annars á frumsýningu Nightmare Alley sem Bradley var að leika í og sagði hann í viðtali að stuðningur hennar væri honum kær.
Síðast í júlí bárust fréttir af því að Huma Abedin, sem starfar í stjórnmálum, væri nýja ástin í lífi Bradley. Þar kom fram að þau væru að taka hlutunum rólega eftir að sameiginlega vinkona þeirra, Anna Wintour, kynnti þau í vor.