Samúðarkveðjur til íbúa Bláskógabyggðar Sigríður Jónsdóttir skrifar 29. ágúst 2022 09:31 Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Deilur um hjólhýsabyggð við Laugarvatn Bláskógabyggð Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Í fyrradag heimsótti ég þjáningarbræður mína í hjólhýsabyggðinni á Laugarvatni. Ég og þetta fólk erum nefnilega þolendur sveitarstjórnar Bláskógabyggðar. Ofbeldið sem ég hef mátt þola af hendi sveitarfélagsins er ekki málefni þessarar greinar, en samt sem áður ástæðan fyrir því hvað mér misbýður herfilega þegar ég verð vitni að aðförunum gegn fólkinu á hjólhýsasvæðinu. Aðferðirnar þekki ég, útúrsnúningana og ósannindin, algeran skort á heiðarlegum og lýðræðislegum vinnubrögðum, fullkomna blindu á lög og siðferði. Og sem íbúi í sveitarfélaginu skammast ég mín. Ég skammast mín þegar svona er farið með nafn Bláskógabyggðar. Ég skammast mín fyrir að tilheyra Bláskógabyggð meðan þessu fer fram og geta ekkert gert til að stöðva óhæfuverkin. Ég veit að fleirum er eins innan brjósts. Við erum ekki öll hjartalaus og heilalaus í þessu byggðarlagi þó að allur þorri sveitarstjórnar virðist vissulega vera það. Eftir miðjan ágúst sendi Ásta Stefánsdóttir sveitarstjóri bréf til allmargra íbúa hjólhýsasvæðisins og hótaði þeim útburði ef þeir rýmdu ekki lóðir sínar innan hálfs mánaðar. Planið hjá sveitarstjórn er að allt svæðið verði hroðið fyrir áramót og í útvarpsfréttum þann 20. ágúst var það haft eftir Ástu sveitarstjóra að þá verði farið í vinnu með íbúum Laugarvatns og Laugardals um hvað eigi að gera við svæðið. Það fauk nú dálítið í mig þegar ég heyrði þetta. Íbúar Laugarvatns hafa ítrekað reynt að fá að tjá sig við sveitarstjórn um framtíð þessa svæðis en hafa ávallt verið hunsaðir. Þeir skiluðu undirskriftum til oddvita vorið 2021 og mótmæltu lokun hjólhýsasvæðisins. Þetta hefur ekki einu sinni fengið að fréttast. Í samfélaginu okkar gengur maður undir manns hönd við að þagga niður alla umræðu um málefni hjólhýsasvæðisins, enda þolir það enga skoðun og er hrein hneisa. Á sveitarstjórnarfundi þann 3. ágúst síðast liðinn var lögð fram tillaga um að íbúum verði gefið tækifæri með rafrænni íbúakosningu til að koma beint að ákvarðanatöku varðandi framtíð svæðisins, hvort þar verði skipulagt hjólhýsasvæði til frambúðar. Sú tillaga var felld með sex atkvæðum gegn einu. Og svo segir sveitarstjórinn þetta: Að samráð verði haft við íbúa. Hvað ætlar Ásta Stefánsdóttir að gera ef við viljum hafa gömlu hjólhýsabyggðina áfram við Laugarvatn, þá sem nú er verið að eyðileggja? Endurlífgun á þeim sem er þegar dauður hefur aldrei virkað. Bláskógabyggð er að drepa svæðið og murka lífið úr fólki með aðgerðum sínum. Ég sendi íbúum hjólhýsasvæðisins mínar innilegustu samúðarkveður og einnig þeim sveitungum mínum sem finna til og sjá hvað þarna er í raun og veru á seyði. Höfundur er íbúi í Bláskógabyggð og sjálfstæður rannsakandi óheilinda og illsku.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar