Íslensk útgáfa af umdeildri auglýsingu farin í loftið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 12:20 Enska útgáfa auglýsingarinnar að ofan og sú íslenska að neðan. „It's like milk but made for humans“. Þessa áletrun mátti sjá á strætóskýlum bæjarins framan af viku en um er að ræða auglýsingu fyrir haframjólk Oatly. Það sætti harðri gagnrýni að auglýsingin væri á ensku en nú er íslensk útgáfa komin í dreifingu. Oatly eru sænskar haframjólkurvörur sem framleiddar eru úr norrænum höfrum. Mjólkin hefur verið auglýst með fyrrnefndum orðum í enskumælandi löndum. Auglýsing á ensku á strætóskýlum hér á landi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, vakti athygli á auglýsingunni á strætóskýli í Skerjafirðinum. Hún var ekki lengi að leggja til íslenska útgáfu fyrir auglýsinguna. „Eins og mjólk - en gerð fyrir fólk,“ sagði Björk í færslu á Facebook sem vakti mikla athygli. Þá benti hún á að samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum væri hreinlega ólöglegt að hafa auglýsinguna á ensku. „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku,“ segir í sjöttu grein laganna. Eiríkur skrifaði bréf Karen Kjartansdóttir almannatengill stökk á vagninn með Björk. „Hvaða fásinna er það að klastra öll strætóskilti út með enska slagorðinu sem er svo miklu slappara en íslenska þýðingin, sem hreinlega blasir við,“ sagði Karen. „Vandræðalegt að sjá hve mörg fyrirtæki berja sér á brjóst fyrir samfélagslega ábyrgð á sama tíma og þau nenna ekki að þýða einföldustu skilaboð sem ætluð eru samfélaginu sem þau starfa í.“ Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur tók svo skrefið og sendi tölvupóst á Innnes sem er innflytjandi vörunnar. „Góðan dag. Athygli mín hefur verið vakin á auglýsingu frá ykkur sem nú má víða sjá á strætóskýlum. Á henni er textinn "It's like milk but made for humans". Af því tilefni vil ég vekja athygli á að í 6. grein laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, segir: „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku.“ Ég vænti þess að auglýsingunum verði breytt þannig að þær samræmist íslenskum lögum.“ Auglýsing bönnuð í Svíþjóð Hvort það var bréf Eiríks, fyrri gagnrýni eða alltaf markmiðið þá eru auglýsingar á íslensku komnar í dreifingu. Á íslensku hljómar auglýsingin núna: „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í markaðsstjóra Innness vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Innnes þegar þau berast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auglýsingar frá Oatly valda fjaðrafoki. Auglýsing Oatly sem sýnd var í hálfleik í Ofurskálinn (e. Super Bowl) í fyrra vakti mikla athygli. Þar settist forstjórinn Tony Petersson við hljómborðið og söng. Um var að ræða auglýsingu frá 2014 sem var bönnuð í Svíþjóð. Raunar hefur Oatly endurtekið lent upp á kant við yfirvöld vegna auglýsinga sinna fyrir vafasamar fullyrðingar og samanburð við mjólk. BBC hefur fjallað um þau mál og fleiri miðlar. Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira
Oatly eru sænskar haframjólkurvörur sem framleiddar eru úr norrænum höfrum. Mjólkin hefur verið auglýst með fyrrnefndum orðum í enskumælandi löndum. Auglýsing á ensku á strætóskýlum hér á landi hefur valdið töluverðu fjaðrafoki. Björk Eiðsdóttir, ritstjóri helgarblaðs Fréttablaðsins, vakti athygli á auglýsingunni á strætóskýli í Skerjafirðinum. Hún var ekki lengi að leggja til íslenska útgáfu fyrir auglýsinguna. „Eins og mjólk - en gerð fyrir fólk,“ sagði Björk í færslu á Facebook sem vakti mikla athygli. Þá benti hún á að samkvæmt lögum um eftirlit með viðskiptaháttum væri hreinlega ólöglegt að hafa auglýsinguna á ensku. „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku,“ segir í sjöttu grein laganna. Eiríkur skrifaði bréf Karen Kjartansdóttir almannatengill stökk á vagninn með Björk. „Hvaða fásinna er það að klastra öll strætóskilti út með enska slagorðinu sem er svo miklu slappara en íslenska þýðingin, sem hreinlega blasir við,“ sagði Karen. „Vandræðalegt að sjá hve mörg fyrirtæki berja sér á brjóst fyrir samfélagslega ábyrgð á sama tíma og þau nenna ekki að þýða einföldustu skilaboð sem ætluð eru samfélaginu sem þau starfa í.“ Eiríkur Rögnvaldsson málfræðingur tók svo skrefið og sendi tölvupóst á Innnes sem er innflytjandi vörunnar. „Góðan dag. Athygli mín hefur verið vakin á auglýsingu frá ykkur sem nú má víða sjá á strætóskýlum. Á henni er textinn "It's like milk but made for humans". Af því tilefni vil ég vekja athygli á að í 6. grein laga nr. 57/2005, um eftirlit með viðskiptaháttum og markaðssetningu, segir: „Auglýsingar sem höfða eiga til íslenskra neytenda skulu vera á íslensku.“ Ég vænti þess að auglýsingunum verði breytt þannig að þær samræmist íslenskum lögum.“ Auglýsing bönnuð í Svíþjóð Hvort það var bréf Eiríks, fyrri gagnrýni eða alltaf markmiðið þá eru auglýsingar á íslensku komnar í dreifingu. Á íslensku hljómar auglýsingin núna: „Eins og mjólk en gerð fyrir fólk.“ Fréttastofa hefur reynt að ná í markaðsstjóra Innness vegna málsins. Fréttin verður uppfærð með viðbrögðum Innnes þegar þau berast. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem auglýsingar frá Oatly valda fjaðrafoki. Auglýsing Oatly sem sýnd var í hálfleik í Ofurskálinn (e. Super Bowl) í fyrra vakti mikla athygli. Þar settist forstjórinn Tony Petersson við hljómborðið og söng. Um var að ræða auglýsingu frá 2014 sem var bönnuð í Svíþjóð. Raunar hefur Oatly endurtekið lent upp á kant við yfirvöld vegna auglýsinga sinna fyrir vafasamar fullyrðingar og samanburð við mjólk. BBC hefur fjallað um þau mál og fleiri miðlar.
Auglýsinga- og markaðsmál Íslenska á tækniöld Mest lesið Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Norskir komast í Víking gylltan Auðveldara verði að breyta atvinnuhúsnæði í íbúðir E. coli í frönskum osti Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Stytta skammarkrókinn til muna Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Vonbrigði í málum neytenda en ástæða til bjartsýni Bankarnir lögðu neytendur í Vaxtamálinu „Þjóðarsport“ að hækka vöruverð í janúar Matvöruverð tekur stökk upp á við Nammið rýkur áfram upp í verði Í samkeppni við Noona með Sinna Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Indó ríður á vaðið Neytendastofa hjólar í hlaupara Sjá meira