Ekið á ungan dreng við gangbraut á leið í skólann Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2022 11:16 Hjálmar Hallgrímsson er lögreglumaður í Grindavík. Vísir/Egill Ungur drengur í Grindavík hlaut opið beinbrot á fæti þegar ekið var á hann þar sem hjólaði á leið í skólann í gærmorgun. Lögreglumaður minnir ökumenn á að hafa augun á veginum nú þegar börn um allt land streymi í skólana. Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“ Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira
Þúsundir barna um allt land streyma í skólana þessa dagana á sama tíma og fullorðna fólkið brunar til vinnu á bílum sínum. Ungur drengur á reiðhjóli varð fyrir bíl í gærmorgun á leið sinni yfir gangbraut á leið í Grunnskóla Grindavíkur. Hann var fluttur á sjúkrahús með opið beinbrot á fæti. Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri segir gífurlega umferð á þessum tíma dags og full ástæða til að hvetja fólk til að fara varlega. Undir þetta tekur Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumaður í Grindavík. „Við fengum þetta slys í gær þar sem ungur piltur hjólaði í hliðina á bíl við gangbraut. Við viljum minna ökumenn á að þetta eru fyrstu spor þeirra í umferðinni. Endilega að fylgjast vel með þeim því þau eru ekki alltaf með athyglina í lagi,“ segir Hjálmar. Hann segir lögregluna með sérstakt eftirlit við skólana þessa dagana. „Við erum með sérstakt skólaeftirlit núna. Börnin eru á leiðinni í skólann og sum í fyrsta sinn, í yngstu bekkjum. Við erum að leggja áherslu á að fólk aki sérstaklega varlega.“ Hann biður ökumenn að hafa augun á veginum og ekki á símanum. „Bæði eru það símarnir og svo er fólk með börn í bílunum sínum. Stundum eru þau að veita þeim athygli og ekki alveg að fylgjast með. Biðjum fólk um að klára að aka og síðan að sinna börnum, farsímum og öðru sem að getur truflað það að það sé með fulla athygli við aksturinn.“ Þá bendir Hjálmar á að dimmara verði á morgnana með degi hverjum og ástæða til að gæta að öryggismálum hjá börnunum. „Bæði hjálmar og endurskinsmerki, og endilega fara með þeim fyrstu ferðirnar svo þau viti hver öruggasta leiðin er í skólann sinn.“
Lögreglumál Umferðaröryggi Börn og uppeldi Samgönguslys Grindavík Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Fleiri fréttir 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Sjá meira