Bandalagið sem elskar kjarnorkusprengjur Stefán Pálsson skrifar 25. ágúst 2022 08:01 „It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hernaður Stefán Pálsson NATO Mest lesið Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
„It is in the interest of the very survival of humanity that nuclear weapons are never used again, under any circumstances.“ – Þessi stutta setning, sem segir efnislega ekki annað en framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður nokkru sinni aftur beitt í heiminum, lætur ekki mikið yfir sér. Líklega geta flestir Íslendingar tekið undir boðskap hennar. Sérhver sæmilega skynsöm manneskja ætti að vita hversu hættuleg kjarnorkuvopn eru og hvaða hörmungar gætu hlotist af beitingu þeirra. Eða hvað? Raunin er sú að það var þessi setning sem varð til þess að Ísland treysti sér ekki til að standa að yfirlýsingu sem lögð var fram af fjölda ríkja á endurskoðunarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um NPT-sáttmálann um bann við útbreiðslu kjarnorkuvopna. Lesið þetta aftur hægt: Ísland treystir sér ekki til að skrifa undir yfirlýsingu þess efnis að framtíð mannkyns sé ógnað ef kjarnorkuvopnum verður beitt í heiminum! Þessi afstaða kann að virðast enn skringilegri í ljósi þess að árið 2015, fyrir sjö árum síðan, skrifaði Ísland undir samskonar yfirlýsingu. Hvers vegna gat Gunnar Bragi Sveinsson kvittað upp á orð sem Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir telur nú vera hættulegar öfgar? Jú, skýringin er einföld: Nató. Stokkið af listanum Nokkur Nató-lönd voru árið 2015 til í að fordæma kjarnorkuvopn, en þau kusu öll að þessu sinni öll að draga stuðning sinn til baka. Hvað breyttist? Jú, í millitíðinni var Sáttmáli Sameinuðu þjóðanna um bann við kjarnorkuvopnum samþykktur af miklum meirihluta aðildarríkja bandalagsins. Tugir þessara ríkja hafa síðan undirritað sáttmálann og staðfest í þjóðþingum sínum. Velgengni baráttunnar gegn kjarnorkuvopnum er bein ógn við vígbúnaðarstefnu kjarnorkuveldanna. Þess vegna hafa bandarísk stjórnvöld sett gríðarlegan þrýsting á ríki veraldar að sniðganga sáttmálann eða jafnvel draga sig úr honum. Í því skyni er hvers kyns pólitískum og efnahagslegum þrýstingi beitt. Ekkert bendir til þess að Þórdís Kolbrún sé hlynntari kjarnorkuvopnum en Gunnar Bragi. Málið snýst einfaldlega um það að sjálfstæði íslenskrar utanríkisstefnu lýkur um leið og Nató smellir fingrunum. Hornsteinninn í hernaðarstefnu Nató er kjarnorkuvopnabúrið. Nató er bandalag sem hefur ekki fengist til að útiloka beitingu kjarnorkuvopna að fyrra bragði. Við núverandi aðstæður telur Nató sig því ekki geta fallist á neinar yfirlýsingar sem fordæma þessi vopn. Nýverið hafa birst skoðanakannanir sem mæla aukinn stuðning Íslendinga við aðildina að Nató. Sú aukning kemur ekki á óvart miðað við allar þær stríðsæsingar og hernaðardýrkun sem áberandi hafa verið í umræðu síðustu mánaða. En öllum er hollt að minnast að hernaðarbandalagið Nató er ekki hlaðborð þar sem fólk fiskar út það sem því best líkar en skilur hitt eftir. Nató er bandalagið sem elskar sprengjur og bannar íslenskum ráðamönnum að viðurkenna einföldustu staðreyndir á borð við þær að kjarnorkuvopn ógna tilvist mannkyns. Höfundur er ritari Samtaka hernaðarandstæðinga.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun