Hópárás á ungan mann á Menningarnótt Jakob Bjarnar skrifar 22. ágúst 2022 11:35 Svo virðist sem óbreyttur borgari sem átti leið hjá hafi skorist í leikinn og komið í veg fyrir að frekara líkamstjón yrði. Sex manna hópur réðst á ungan mann í miðborginni og lét höggin dynja á höfði hans. Myndband af árásinni er nú í dreifingu á samfélagsmiðlum og má sjá það hér neðar. Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir. Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira
Samkvæmt heimildum Vísis er líðan mannsins eftir atvikum, kinnbein hans er brotið og þarf hann að undirgangast aðgerð en hann þurfti að bíða í átta klukkustundir á bráðamóttöku eftir myndatöku. Til stendur að kæra atvikið en fórnarlambið bíður þess enn að komast að í viðtal hjá lögreglu til að gera það. Viðmælendur Vísis tala um algert ófremdarástand og að nú sé svo komið að fólk sem lendi í árásum í miðborginni þakki fyrir að vera ekki stungið. Einn viðmælandi Vísis vegna þessa máls sagði að ef þetta er menningin okkar, hvernig er þá ómenningin? Tildrög árásarinnar, sem var eftir því sem fréttastofa kemst næst með öllu tilefnislaus, eru þau að tveir félagar voru á gangi við Austurvöll í miðborginni. Tóku þeir þá eftir því að sex manna hópur, fjórir menn um og undir tvítugu og tvær ungar konur, eltu þá. Hópurinn veittist að öðrum þeirra og þegar hinn reyndi að skakka leikinn sneri hópurinn sér að honum og gekk í skrokk á honum á flötinni fyrir framan Alþingishúsið. Þó þannig að viðkomandi er ekki með einn marblett á líkamanum, heldur beindu árásarmennirnir eingöngu höggum sínum og spörkum að höfði þess sem fyrir árásinni varð. Margeir Sveinsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, segir það stefna í þá átt að yfir land og þjóð gangi nú einhvers konar ofbeldisbylgja. Hnífsstunguárás var sömuleiðis í miðbænum um helgina og segist Margeir ekki hafa tölu á fjölda stunguárása sem af er ári. „Áður fyrr gátum við sagt, ja það eru búnar að vera tvær, þrjár, fjórar, fimm á þessu tímabili en það er bara ómögulegt að segja, þetta er orðið svo mikið af þessu,“ segir Margeir.
Reykjavík Lögreglumál Næturlíf Menningarnótt Mest lesið Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Innlent Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Sjá meira