Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 23:16 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent Fleiri fréttir Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Sjá meira
Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19