Hálfur sigur fjölmiðla í deilu um eldfimar upplýsingar um húsleitina sögulegu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. ágúst 2022 23:16 Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna. AP/Julia Nikhinson Alríkisdómari í Bandaríkjunum hefur skipað Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI, að koma með tillögu að útstrikunum svo opinbera megi eiðsvarna yfirlýsingu sem lögreglan nýtti til að réttlæta húsleit í húsnæði Donald Trump á dögunum. Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Húsleitin, sem braut blað í sögu Bandaríkjanna, var byggð á leitarheimild vegna gruns um meint brot á lögum, þar á meðal njósnalögum Bandaríkjanna. Til að fá heimild til húsleitar þurftu fulltrúar FBI að lýsa fyrir dómara á hverju grunurinn væri reistur. Það var gert með eiðsvarinni yfirlýsingu þar sem röksemdum og sönnunargögnum var lýst. Í frétt New York Times segir að ætla megi að yfirlýsingin innihaldi eldfimar upplýsingar. Alla jafna séu slíkar yfirlýsingar ekki gerðar aðgengilegar almenningi. Fjölmiðlar hafa hins vegar höfðað mál til að fá aðgang að yfirlýsingunni, á þeim grundvelli að almenningur í Bandaríkjunum eigi rétt á að vita á hverju grunur FBI sé reistur í máli fyrrverandi forseta Bandaríkjanna. Alríkisdómari í málinu úrskurðaði hins vegar í dag að yfirvöldum, sem streittust á móti beiðni fjölmiðlanna, hafi ekki tekist að sýna fram á að öll yfirlýsingin ættu ekki erindi við almenning. Því þarf FBI að koma með tillögu að útgáfu af skjalinu sem megi fara fyrir augu almennings. Með öðrum orðum, alríkislögreglan þarf að koma með tillögu að því hvaða upplýsingar hún vilji að strikað sé yfir. Segir dómarinn að hann telji mikilvægt að almenningur fái mestar upplýsingar um málið. Því hallist hann að því að gera hluta skjalsins opinbera. Það sé þó annað mál hvort að útstrikað skal geti nýst til þess að upplýsa almenning. Það sé þó ekki hans að ákveða það. álfurÍ greiningu New York Times kemur fram að svo virðist sem að með þessu sé dómarinn að fara bil beggja, þar sem fjölmiðlar hafi viljað fá allt skjalið, en yfirvöld hafi ekki viljað neinn hluta þess opinberaðan. Yfirvöld hafa eina viku til að senda inn tillögu. Dómarinn mun svo fara yfir tillöguna og ákveða hvort að þær fullnægi.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39 Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Gögnin innihéldu upplýsingar um forseta Frakklands Alls voru tuttugu kassar sem innihéldu meðal annars ljósmyndir, leynileg gögn og bréf, fjarlægð af heimili Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta á mánudaginn. Ekki er ljóst á hverju húsleitarheimild alríkislögreglunnar var byggð en von er á að heimildin verði birt í kvöld. 12. ágúst 2022 20:39
Leitarheimildin byggði á grun um brot á njósnalögum Meðal þeirra leynilegu gagna sem starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna fjarlægðu úr sveitarklúbbi og heimili Donalds Trump, fyrrverandi forseta, í Flórída voru gögn sem höfðu hlotið einhverjar af hæstu leyndarskilgreiningum bandarískra stjórnvalda. 13. ágúst 2022 08:19