Íslenska verkalýðshreyfingin. Sýn Sólveigar og raunveruleikinn Ástþór Jón Ragnheiðarson skrifar 16. ágúst 2022 16:01 Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein ASÍ Stéttarfélög Kjaramál Vinnumarkaður Ástþór Jón Ragnheiðarson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Í morgun birtist grein frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar í Kjarnanum. Þar rekur hún sína sýn á það hvernig Alþýðusambandið hefur starfað undanfarin ár. Um margt áhugaverð grein og ég ætla ekki að taka afstöðu til eða tjá mig um allt í henni, nema það sem snýr að efnahags- og skattanefnd ASÍ, en ég hef setið í þeirri nefnd síðan 2018 og sit enn. Ég sat í henni á sama tíma og Sólveig og var oftar en ekki hjartanlega sammála henni, eiginlega bara í flestu. En það voru ekki allir sammála, eðlilega. Þarna koma fulltrúar mismunandi starfsgreina og stéttarfélaga og eru eðlilega með mismunandi sýn á hlutina. Ég var og er hjartanlega sammála Sólveigu um „tillögu um leiðréttingu á þeirri óeðlilegu tilfærslu skatt-byrði sem hafði átt sér stað á undangengnum árum“. Aftur á móti heldur Sólveig því seinna meir fram í greininni að „nefndin hafi verið tekin í nokkurskonar gíslingu“, og hvers vegna heldur hún því fram? Jú vegna þess að nefndarmenn, sér í lagi fulltrúar sjómanna og iðnaðarmanna voru ekki sammála tillögunni. Mér fannst sjónarmið sjómanna og iðnaðarmanna vera fáránleg, að vera ekki tilbúin að hrófla aðeins við kjörum hátekjufólks sem var með um og yfir milljón til að bæta hag þeirra launalægstu, en það fékk ekki hljómgrunn, vegna þess að fulltrúar iðnaðarmanna og sjómanna voru ekki sammála, þeir voru að vinna fyrir þann hóp, í þess umboði sem þeir sátu fyrir í nefndinni, rétt eins og Sólveig var að gera fyrir sitt fólk. Menn voru ósammála og fóru fyrir hagsmunum mismunandi starfsgreina. Nefndin var ekki tekin í gíslingu þó svo að skoðanir Sólveigar, míns og annarra hafi ekki náð í gegn. Lýðræði og samvinna virkar þannig að stundum fær maður ekki allt sem maður vill. Svo man ég ekki betur en að efnahags- og skattanefnd hafi skilað af sér ágætis tillögu þegar upp var staðið? Vildi ég sjá lengra gengið? Auðvitað, en það er ekki alltaf hægt að gleypa allt í einum bita. Að lokum er ómaklega vegið að starfsmönnum ASÍ í þessari grein. Þú ert kannski ekki sammála hagfræðingum ASÍ, ég er það ekki alltaf, en þeir eru bara að koma með gögn, tölur og staðreyndir fyrir okkur sem við eigum svo að taka ákvörðun út frá. Þó þú viljir ekki hlusta á þá, þá vilja aðrir gera það og það er ekki þeim að kenna að þú sért ekki sammála, þeirra vinna er að taka saman gögn, tölur og staðreyndir, hvort sem þér þóknist sannleikurinn eða ekki. Ég var og er sammála Sólveigu Önnu í hennar störfum innan efnahags- og skattanefndar, en það þýðir ekki að allir þurfa að vera sammála og fjarri því að „nefndin hafi verið tekin í gíslingu“ eða að starfsmenn ASÍ hafi ekki unnið faglega í sínum störfum. Höfundur er varaformaður ASÍ-UNG og nefndarmaður í efnahags- og skattanefnd ASÍ.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun