Styðja stjórnvöld starfastuld? Baldur Sigmundsson og Gunnar Valur Sveinsson skrifa 15. ágúst 2022 14:30 Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Vinnumarkaður Mest lesið Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Framkvæmdir við gatnamót Höfðabakka Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Á krossgötum í Atlantshafi Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Börnin fyrst – er framtíðarsýn Vestmannaeyja að fjara út? Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Jólahugvekja trans konu Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Erum við sérstökust í heimi? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í fjárlögum Daði Már Kristófersson skrifar Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun Blessuð jólin, bókhaldið og börnin Kristín Lúðvíksdóttir skrifar Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á síðasta ári samþykkti Alþingi breytingu á lögum um farþegaflutninga sem vöktu von í brjósti innlendra rekstraraðila hópbifreiða um að starfastuldur og félagsleg undirboð erlendra hópbifreiðafyrirtækja heyra sögunni til. Breytingin fólst í að nú er erlendum rekstraraðilum hópbifreiða eingöngu heimilt að stunda farþegaflutninga hér á landi í 10 daga samfleytt innan hvers almanaksmánaðar, svokölluð 10 daga regla. Takmörkunin er í samræmi við ákvæði um gestaflutninga í regluverki ESB um farþegaflutninga. Dönsk stjórnvöld hafa einnig takmarkað gestaflutninga með svipuðum hætti ásamt því að gera þá kröfu að ökumenn erlendra hópbifreiða njóti sömu kjara og danskir kollegar þeirra. Þrátt fyrir lagabreytingu var tekið eftir því seinni part sumars 2021 að erlent ökutæki væri að að stunda starfsemi óáreitt hér á landi. Samtök ferðaþjónustunnar vöktu athygli á þessu við eftirlitsaðila en fengu þau svör að vegna skorts á virku eftirliti og viðurlögum væru afleiðingar engar. Einnig áttu fulltrúar samtakanna samtöl við tollverði sem hafa það hlutverk að fylgjast með innflutningi og akstursskrám þeirra sem eru með leyfi fyrir tímabundna farþegaflutninga. Í ljós kom að þar skorti verkferla til að fylgja hinni nýju löggjöf eftir. Er starfastuldur í lagi? Frá þvi lögin um tímabundna gestaflutninga tóku gildi á síðasta ári hafa Samtök ferðaþjónustunnar átt í stöðugum samskiptum við samgönguráðuneytið ásamt lögreglu- og tollayfirvöldum til að tryggja framkvæmd í samræmi við ákvæði laganna. Í vor skrifuðum við grein undir fyrirsögninni „að störfum væri stolið og stjórnvöld væru ráðþrota“ og töldum við okkur trú um, í bjartsýniskasti, að í kjölfarið myndu stjórnvöld bregðast við. Svo var ekki raunin en þó komu fram skýrar ábendingar frá stjórnvöldum um að ekki væri þörf á skýrara regluverki og að eftirlits- og verkferlar væru til staðar. Það gaf innlendum rekstrarðilum von um að starfastuldur væri endanlega úr sögunni en annað hefur því miður komið á daginn. Undanfarnar vikur hefur sami rekstraraðili hópbifreiðar og var hér án allra leyfa síðasta sumar, verið að aka aftur í trássi við gildandi lög með fullfermi farþega. SAF hafa ítrekað vakið athygli á þessu og sent myndir af ökutækinu ásamt dagsetningum á eftirlitsaðila lögreglunnar sem virðast lítið aðhafast. Aðgerðarleysið má túlka sem svo að stjórnvöld styðji félagsleg undirboð og starfastuld. Stéttarfélögin hafa ekkert gert til að verja þau störf sem hér eru að tapast og innlend fyrirtæki standa ráðþrota gagnvart þeirri sjóræningjastarfsemi sem hér þrífst. Á sama tíma skortir hins vegar ekkert á að eftirliti með innlendri ferðaþjónustustarfemi sé sinnt þar sem eftirlitsaðilar rýna gaumgæfilega í afrit af leyfum og aksturtíma bílstjóra. Brestir í trúverðugleika Vitað er að nokkrir erlendir rekstraraðilar lásu lögin betur en íslensk stjórnvöld hafa gert og hættu allri starfsemi við farþegaflutninga nú í sumar. Erlendir ferðaheildsalar kaupa nú farþegaflutninga af innlendum rekstaraðilum í staðinn. Þessum jákvæðu áhrifum er hins vegar stefnt í hættu með aðgerðaleysi stjórnvalda og skorti á eftirfylgni við lögin. Það gerir það að verkum að nú horfa þessi fyrirtæki á þá ólöglegu starfemi sem hér fær að þrífast og missa trúna á íslensku regluverki og umhverfi. Erlend hópbfreiðafyrirtæki eru ekki eina ólöglega starfsemin sem grefur undan íslenskum vinnumarkaði. Það hefur tíðkast að erlendir ökumenn starfi hér réttindalausir í atvinnuakstri án tilskilinna ökuréttindi til að aka hópbifreiðum eða fólksbílum. Innlendir ökumenn eru hins vegar krafðir um slík ökuréttindi. SAF og félagsmenn samtakanna hafa óskað eftir útskýringum stjórnvalda á þessu ósamræmi og skýringum á því hvað gildir hér á landi en mjög hefur dregist að svara því. Þetta er algerlega óásættanlegt og verður að laga strax. Stjórnvöld þurfa að bretta upp ermar Þrátt fyrir að nú sé meira en ár frá því takmarkanir á gestaflutningum tóku gildi er eftirlit með erlendum ferðaþjónustuaðilum enn í fullkomnu uppnámi. Tollayfirvöld og lögregla virðast ekki ná að stjórna verkefninu. Það grefur undan trú á eftirliti og lagaumhverfi hér á landi og eykur líkurnar á að erlend fyrirtæki reyni að komast upp með sjóræningjastarfsemi fremur en að fara eftir lögum og reglum og ýtir undir aukningu á slíkri starfsemi næstu misserin. Það eru mikil vonbrigði að þessi mál séu enn í lamasessi og ljóst að nú þurfa stjórnvöld, með ráðherra samgöngumála í broddi fylkingar að bretta upp ermar. Þessu þarf að kippa í liðinn áður en fleiri erlend hópbifreiðafyrirtæki og bílstjórar taka að stela hér störfum með tilheyrandi áhrifum á vinnumarkað og skatttekjur. SAF krefjast þess að stjórnvöld stígi fram og skýri verkferla með skráningu og eftirliti gestaflutninga og hvað þau hyggjast gera til að ná stjórn á vandamálinu. Að öðrum kosti verður ekki annað séð en að stjórnvöld láti sér félagsleg undirboð í greininni í léttu rúmi liggja. Baldur Sigmundsson, lögfræðingur SAFGunnar Valur Sveinsson, verkefnastjóri SAF
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Skoðun Gerum betur í borgarstjórn. Endurheimtum traust og bætum þjónustu við borgarbúa á öllum aldri Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar