„Sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás“ Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 15. ágúst 2022 12:00 Hnífaárásin átti sér stað á Ingólfstorgi. Vísir/Vilhelm Unglingspilturinn sem var stunginn í bakið með eggvopni á Ingólfstorgi í Reykjavík á laugardaginn hefur verið útskrifaður af spítala. Móðir hans segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn. Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Drengurinn sem er sextán ára var staddur á Ingólfstorgi síðasta laugardagskvöld ásamt vinum sínum þegar þrír unglingspiltar hrópuðu að þeim ókvæðisorðum að sögn móður drengsins sem vill ekki láta nafn síns getið vegna stöðu málsins. Hann og vinir hans hafi svarað en þá hafi unglingspiltarnir ráðist á þá af tilefnislausu. Tilefnislaus hnífaárás Hún segir að sonur hennar hafi fengið hnífsstungu í bakið í árásinni. Hann hafi flúið af vettvangi og svo lagst í jörðina. Þar hafi hann komist að því að hann hafði verið stunginn í bakið. Vegfarendur hafi kallað á sjúkrabíl enda hafi blætt talsvert úr sárinu sem hafi svo verið saumað saman á gjörgæslu þar sem hann þurfti blóðgjöf vegna blóðmissis. Hefði getað endað verr Hún segir að líðan sonar hennar sé góð miðað við aðstæður. Hann hafi verið mjög heppinn og var útskrifaður af Barnaspítala Hringsins í gær. Stungan hafi verið nálægt nýrum, mænu og taugum og því ljóst að verr hefði getað farið. Í fyrsta skipti í miðbænum að kvöldi til Móðir drengsins segir að þetta hafi verið í fyrsta skipti sem sonur hennar fór ásamt vinum sínum, án forráðamanna niður í bæ að helgi til. Þetta sé mikið áfall en drengurinn beri sig furðu vel. Árásin verði kærð. Hún segir sorglegt að ungmenni geti ekki farið í bæinn án þess að lenda í lífshættulegri árás. Einhverjir komið við sögu hjá lögreglu áður Í gær kom fram að þremur unglingspiltum sem voru handteknir vegna málsins, hafi verið sleppt eftir yfirheyrslu lögreglu en rannsókn er í fullum gangi. Drengirnir eru allir undir eða rétt yfir lögaldri. Einhverjir þeirra hafa áður komið við sögu hjá lögreglu samkvæmt upplýsingum þaðan. Aukinn vopnaburður Lögreglan hefur áhyggjur af auknum vopnaburði í miðbænum en tvöfalt fleiri útköll hafa verið hjá sérsveit vegna slíkra mála fyrstu sex mánuði ársins en árið 2017. Þá er langalgengast að eggvopn séu notuð í slíkum málum eða í um sex af hverjum tíu tilvikum. Sérfræðingur hjá greiningardeild Ríkislögreglustjóra biðlaði til fólks í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að bera alls ekki á sér vopn.
Ofbeldi gegn börnum Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29 Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57 Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Þremur sleppt eftir yfirheyrslur vegna hnífstungu Þremur unglingspiltum sem voru handteknir í gær vegna hnífsstungu við Ingólfstorg í fyrrinótt hefur öllum verið sleppt að lokinni skýrslutöku. Einn þeirra er grunaður um að hafa stungið dreng undir lögaldri í bakið í fyrrinótt. 14. ágúst 2022 12:29
Sá sem var stunginn er sextán ára gamall Íslendingur Þrír unglingspiltar eru í haldi lögreglu eftir að hafa stungið þann fjórða í bakið í miðbæ Reykjavíkur í gær. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var um alvarlega árás að ræða og var blæðingin veruleg. Fórnarlambið, sextán ára gamall Íslendingur, fór á gjörgæslu og svo á Barnaspítala Hringsins í nótt, en hefur verið útskrifaður. 13. ágúst 2022 15:57