Unglingar gerðu aðsúg að Gísla eftir upptökuleikinn en Óli Jó grínaðist í honum Sindri Sverrisson skrifar 15. ágúst 2022 11:04 Leikmenn FH voru illir eftir að dæmd var vítaspyrna á þá sem reyndar fór svo forgörðum. Skjáskot Fjöldi þjóðþekktra knattspyrnumanna kemur við sögu í upptöku frá leik KR og FH frá árinu 1991, þar sem dómari leiksins var með hljóðnema. Börn og ungmenni gerðu aðsúg að dómara eftir leik og létu ljót orð falla. Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan. Besta deild karla KR FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira
Nú hefur verið grafin upp úr gullkistu upptaka frá leiknum fræga sem var á milli KR og FH í Frostaskjóli sumarið 1991, í efstu deild karla í fótbolta. Upptakan birtist í þættinum VISA Sport. Þó að leiknum hafi lokið með 0-0 jafntefli var nóg að gera hjá dómaranum Gísla Guðmundssyni sem viðurkenndi eftir leik að hafa verið nokkuð meðvitaður um hljóðnemann í fyrri hálfleik en svo gleymt honum í þeim seinni. Upptökuna má sjá hér að neðan. Gísli lét leikmenn ekkert vaða yfir sig og svaraði þeim fullum hálsi ef þess þurfti. Á meðal leikmanna sem mest kvörtuðu í honum voru fyrirliðarnir, Pétur Pétursson hjá KR og Ólafur Kristjánsson hjá FH. Ólafur kvartaði meðal annars, ásamt Guðmundi Hilmarssyni, þegar dæmd var vítaspyrna á FH og kom þá Hörður Magnússon, liðsfélagi þeirra, aðvífandi og uppskar gult spjald fyrir kjaftbrúk. „Nei, ekki fyrir orðbragð,“ reyndi Ólafur að malda í móinn en Gísli svaraði: „Jú, alveg hiklaust. Hörður, hagaðu þér eins og maður.“ „Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn“ KR-ingar vildu fá aðra vítaspyrnu síðar í leiknum og Pétur vildi sjá rauða spjaldið fara á loft við sama tækifæri. „Eru ekki nýju reglurnar þær að það sé rautt spjald á mann sem er kominn inn fyrir? Ég spyr bara. Það er búið að tilkynna okkur það,“ sagði Pétur. Ólafur Jóhannesson, þáverandi þjálfari FH, fékk gult spjald fyrir mótmæli í leiknum en sló líka á létta strengi þegar Gísli spurði hann hvar börurnar væru, eftir að leikmaður meiddist. „Ég veit það ekki. Ég vinn ekki hérna, ekki nema kannski leikinn,“ sagði Ólafur. Þessi legendary klippa er loksins fundin. Visa Sport hljóðnemi á dómara fyrsta tilraun árið 1991. KR-FH þar sem Pétur Péturs, Óli Jói og Gísli Guðmunds dómari fara á kostum. https://t.co/5oeBh8aMlC Góða skemmtun !— Gunnlaugur Jonsson (@gullijons) August 14, 2022 Atli Eðvaldsson og Rúnar Kristinsson áttu einnig í samskiptum við dómarann, og fleiri stjörnuleikmenn úr íslenskum fótbolta komu við sögu en leikskýrsluna má nálgast hérna. Eftir leik kom upp ljótt atvik þegar börn og ungmenni hópuðust að Gísla dómara þar sem hann gekk í átt til búningsklefa, og úthúðuðu honum. Gunnar Oddsson, leikmaður KR, kom og reyndi að vísa fólki í burtu en Gísla var skiljanlega ekki skemmt þegar hann ræddi við Heimi Karlsson um málið eftir leik: „Hér er verið að drekka áfengi uppi í stúkunni og hér koma unglingar og stökkva hér yfir, og eru að senda mér tóninn sem er svo sem allt í lagi meðan maður verður ekki fyrir meira, því maður er ýmsu vanur. En þetta á náttúrulega ekki að ske,“ sagði Gísli en upptökuna má sjá í heild hér að ofan.
Besta deild karla KR FH Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Íslenski boltinn Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Messi slær enn eitt metið Fótbolti Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Marcus Rashford neitar tilboði frá Sádí-Arabíu Sport „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Sjá meira