Ekkert bendi til þess að mávar séu árásargjarnari nú en áður Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 11. ágúst 2022 12:30 Gunnar Þór Hallgrímsson, dósent í dýrafræði. Vísir Engin breyting er á hegðun máva og ekkert sem bendir til þess að þeir séu árásargjarnari nú en áður. Fuglafræðingur segir að ef bæjarfélög vilji hafa græn svæði í byggð verði þeir að lifa með mávnum. Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“ Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Í kvöldfréttum í gær var fjallað um ágang máva, en íbúar Garðabæjar segja máva trufla svefnfrið, ráðast á fólk og ganga á aðra fuglastofna. Bæjarstjóri Garðabæjar sagði að bærinn ætli markvisst í aðgerðir til þess að halda mávastofninum í skefjum, með því að stinga á egg á þeim svæðum þar sem bænum er það heimilt. Gunnar Þór Hallgrímsson, fuglafræðingur við Háskóla Íslands segir að greinarmun verði að gera á því hvort tilgangur sé að færa varpstaði eða fækka í stofni sílamáva. Hugmyndir um að fækka í stofninum séu mjög flóknar og siðferðilega á gráu svæði. „Mávarnir færa sig mjög mikið á milli svæða og ef aðstæður eru í lagi þá koma þeir inn til varps þó þú fjarlægir fugla úr varpinu, það koma bara nýir fuglar inn í staðinn. En ef hugmyndin er að færa varpsvæðið til, koma þeim í burtu frá ákveðnu svæði, þá er sú aðferð að stinga á egg ekki mjög vænleg til árangurs, það sem raunverulega ýtir mávum frá varpsvæði er mikil truflun.“ Mestu skipti að gera varpsvæðin óaðlaðandi til varps. Til dæmis með því að umbreyta náttúrulegum svæðum mávunum í óhag eða með beinum truflunum. Mörg opin og náttúruleg svæði innan Höguðborgarsvæðisins eru ákjósanleg sem varpsvæði fyrir sílamáva og vilji fólk hafa þessi náttúrulegu svæði í byggð verði það að lifa með mávnum. „Það sem hægt er að hugsa sér er það að ef menn vilja hafa náttúruleg svæði þá þurfa þeir að lifa með dýrum sem eru hluti af náttúrunni. Það er það sem þarf að byrja að skoða og sjá hvort um raunverulega árekstra er að ræða. Það er að mínu mati óheilbrigt viðhorf að gefa sér að hægt sé að stjórna því hvaða lífverur deila umhverfi með okkur. Það er þó munur á því og afgerandi árekstrum. Í mörgum tilvikum þurfum við að læra að lifa með þeim lífverum sem eru í kringum okkur. Mávurinn er hluti af borgarlífríkinu.“ Í kvöldfréttinni í gær kom einnig fram að mávurinn gangi á aðrar fuglategundir á svæðinu. Gunnar segir engin gögn sýna fram á að mávurinn útrými öðrum stofnum í byggð. „Þeir eru tækifærissinnar og éta egg og unga annarra fugla. Það er mikilvægt að halda því til haga að lang stærsti hluti sílamáva lifir á fiski. Hann lifir á sjónum fyrst og fremst.“ Ég get ekki útskýrt það nákvæmlega, en mávar eru búnir að vera að haga sér eitthvað undarlega, allavega síðan ég kom til landsins. Hefur einhver tekið eftir því líka og/eða veit af hverju? #fuglatwitter— Kristjana Jónsdóttir (@Kristjanaej) August 9, 2022 Ágengi máva er ekki eingöngu bundið við Garðabæ og hefur nokkuð borið á því á Twitter að fólk kvarti undan því að þeir séu orðnir árásargjarnari. Gunnar segir ekkert til í því. Árásargirni máva sé eingöngu tengd varpstað þar sem fuglarnir verja egg og unga. „Vörpin og varpárangurinn er misjafn milli ára og núna í ár virðist varp hafa heppnast vel eða ágætlega til vel hjá sílamávum en að öðru leyti þá er engin breyting á hegðum mávanna.“
Fuglar Dýr Garðabær Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Erlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira