Kanna fýsileika landeldis á Bakka Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 21. nóvember 2025 16:37 Víkingur Gunnarsson, framkvæmdastjóri Bakkavík landeldi ehf. og Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Norðurþings. Samsett Sveitarfélagið Norðurþing og fyrirtækið Bakkavík landeldi undirrituðu í dag viljayfirlýsingu vegna lóðar undir hugsanlega landeldisstöð á iðnaðarsvæðinu á Bakka norðan Húsavíkur. Í viljayfirlýsingunni segir að Bakkavík landeldi telji tækifæri til sjálfbærrar auðlindanýtingar og atvinnusköpunar í Norðurþingi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast kanna ítarlega fýsileika þess að reka landeldisstöð á svæðinu. „Sú vinna felur meðal annars í sér mat á aðgengi að nauðsynlegum auðlindum og innviðum, svo sem jarðhita, ferskvatni, raforku, jarðsjó og hafnaraðstöðu, þróun laga-, skatta- og viðskiptaumhverfis fiskeldisstöðva, mat á starfsleyfisskilyrðum, samgöngum o.fl.,“ er haft eftir Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Bakkavíkur, í fréttatilkynningu. Hann tekur þar fram að um þróunarverkefni sé að ræða og komi til með að taka nokkur ár. Með þessu verði hægt að efla atvinnulíf og búsetu í Norðurþingi og nágrannabyggðum. Fjöldi manns hjá Norðurþingi missti vinnuna nýverið þegar PCC á Bakka hóf rekstrarstöðvun í kjölfar frumniðurstaðna Evrópusambandsins um að ekki yrðu settir verndartollar á kísilmálm. Falli að stefnu sveitarfélagsins Sveitarfélagið telur verkefnið falla vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu þess. „Við vonum að rannsóknir Bakkavíkur landeldi leiði á næstu árum í ljós hagkvæmni þess að reka landeldisstöð á Bakka. Það er ánægjulegt að undirrita í dag viljayfirlýsingu við trausta og áhugasama aðila með reynslu í eldismálum og uppbyggingu eldisfyrirtækja,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra Norðurþings. Í sumar undirritaði Norðurþing einnig viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í október að alls hefðu fimm fjárfestingaraðilar áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi. Sérstakur verkefnastjóri yrði ráðinn, sem íslenska ríkið borgar að mestu leyti fyrir, til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starf verkefnastjórans hefur þegar verið auglýst til umsóknar á heimasíðu Norðurþings. Þar kemur fram að helstu verkefni hans verði meðal annars þróun og samhæfing græns iðngarðs á Bakka, stuðningur við fjárfesta og samhæfing hringrásaverkefna. Norðurþing Landeldi Fiskeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira
Í viljayfirlýsingunni segir að Bakkavík landeldi telji tækifæri til sjálfbærrar auðlindanýtingar og atvinnusköpunar í Norðurþingi. Forsvarsmenn fyrirtækisins hyggjast kanna ítarlega fýsileika þess að reka landeldisstöð á svæðinu. „Sú vinna felur meðal annars í sér mat á aðgengi að nauðsynlegum auðlindum og innviðum, svo sem jarðhita, ferskvatni, raforku, jarðsjó og hafnaraðstöðu, þróun laga-, skatta- og viðskiptaumhverfis fiskeldisstöðva, mat á starfsleyfisskilyrðum, samgöngum o.fl.,“ er haft eftir Víkingi Gunnarssyni, framkvæmdastjóra Bakkavíkur, í fréttatilkynningu. Hann tekur þar fram að um þróunarverkefni sé að ræða og komi til með að taka nokkur ár. Með þessu verði hægt að efla atvinnulíf og búsetu í Norðurþingi og nágrannabyggðum. Fjöldi manns hjá Norðurþingi missti vinnuna nýverið þegar PCC á Bakka hóf rekstrarstöðvun í kjölfar frumniðurstaðna Evrópusambandsins um að ekki yrðu settir verndartollar á kísilmálm. Falli að stefnu sveitarfélagsins Sveitarfélagið telur verkefnið falla vel að nýrri umhverfis- og loftslagsstefnu þess. „Við vonum að rannsóknir Bakkavíkur landeldi leiði á næstu árum í ljós hagkvæmni þess að reka landeldisstöð á Bakka. Það er ánægjulegt að undirrita í dag viljayfirlýsingu við trausta og áhugasama aðila með reynslu í eldismálum og uppbyggingu eldisfyrirtækja,“ er haft eftir Katrínu Sigurjónsdóttur, sveitarstjóra Norðurþings. Í sumar undirritaði Norðurþing einnig viljayfirlýsingu við breskt-norskt félag um uppbyggingu gagnavers á iðnaðarsvæðinu á Bakka. Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra sagði í október að alls hefðu fimm fjárfestingaraðilar áhuga á að fjárfesta í Norðurþingi. Sérstakur verkefnastjóri yrði ráðinn, sem íslenska ríkið borgar að mestu leyti fyrir, til að sjá um stór verkefni á svæðinu. Starf verkefnastjórans hefur þegar verið auglýst til umsóknar á heimasíðu Norðurþings. Þar kemur fram að helstu verkefni hans verði meðal annars þróun og samhæfing græns iðngarðs á Bakka, stuðningur við fjárfesta og samhæfing hringrásaverkefna.
Norðurþing Landeldi Fiskeldi Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Fleiri fréttir Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Sjá meira