Umfjöllun og viðtöl: Leiknir-Keflavík 1-2 | Frans tryggði Keflavík sigur á síðustu stundu Kristín Björk Ingimarsdóttir skrifar 8. ágúst 2022 21:17 Patrik Johannesen stangar boltann í netið á marki Leiknismanna og kemur Keflavík yfir. Vísir/Diego Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti en Leiknismenn áttu ekki áfallalausan fyrri hálfleik. Fyrsta áfallið kom þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar. Þá settist Adam Örn Arnarson í grasið og var strax beðið um skiptingu. Áfram héldu liðin uppteknum hætti en Keflvíkingar voru aðeins líklegri í að skora í þessum fyrri hálfleik. Seinna áfall Leiknismann kom á 36. mínútu þegar að Árni Elvar Árnason settist í grasið og líklega afleiðingar eftir tæklingu frá Frans Elvarsyni stuttu áður. Eina mark fyrri hálfleiksins kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Það var Ígnacio Heras sem þeyttist upp völlinn og nær að koma boltanum inn í teig rétt hjá endamörkum. Boltinn endar á höfðinu á Patrik Johannesen sem skallar boltann inn. Keflvíkingar leiddu því með einu marki, 1-0, þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Patrik Johannesen að skora mark Keflvíkinga í fyrri hálfleikVísir: Diego Bæði lið börðust af krafti í upphafi seinni hálfleiks. Á 60. mínútu var Dagur Austmann á ferðinni fyrir Leiknismenn, sendir boltann á Zean Peetz Dalügge, sem skorar í sínum fyrsta leik fyrir Leikni, staðan 1-1. Það var svo Frans Elvarsson sem tryggði Keflvíkingum sigurinn á lokaandartökum leiksins. Gyrðir Hrafn Guðbransson færði Frans markið á silfurfati en hann lagði boltann á miðvallarleikmanninn sem þrumaði boltanum í netið. Lokatölur 2-1 fyrir Keflavík. Keflavíkur hefur nú 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Leiknir er hins vegar í 11. og næstneðsta sæti með 10 stig, einu stigi á eftir FH. Afhverju vann Keflavík? Þeir voru með herslumunninn þegar kom að því að setja boltann í netið. Þeir voru mikið að keyra upp í skyndisóknir og áttu til að mynda skot í stöng í fyrri hálfleik. Það virtist sem uppbótatíminn hafi kveikt í þeim þar sem að bæði mörkin komu í uppbótatíma. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Leiknismönnum kom Zean Peetz Dalügge gríðarlega öflugur inn í fyrsta leikinn og skoraði mark. Hjá Keflavík var Patrik Johannesen gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik og skoraði mark. Sindri Snær var allt í öllu hjá Keflvíkingum. Hvað gekk illa? Leiknismönnum gekk illa að stöðva skyndisóknir Keflvíkinga. Það er heldur ekki auðvelt að missa tvo leikmenn útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik en þeim tókst vel að leysa úr því í seinni hálfleik en það dugði ekki í dag. Hvað gerist næst? Mánudaginn 15. ágúst kl 18:00 fá Keflvíkingar KR í heimsókn. Leiknir sækir Fram heim einnig á mánudaginn kl 19:15. Sigurður Heiðar Höskuldsson: „Mér fannst Keflvíkingarnir grimmari og graðari en við í dag“ Sigurður Höskuldsson, þjálfari LeiknisVísir: Diego „Mér fannst Keflvíkingarnir sterkari í fyrri hálfleik. Mér fannst við seinir í seinni bolta og kannski lið með lítið sjálfstraust sem þorir ekki alveg að halda nógu vel í boltann. Mér fannst Keflvíkingarnir grimmari og graðari en við í dag,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, svekktur eftir tapið í dag. „Þetta var sóknarleikurinn að því leitinu til að við áttum erfitt með að spila upp völlinn. Svo þegar við vorum að fara í langa bolta og koma í seinni bolta, vorum við undir í því í fyrri hálfleik. Mér fannst það lagast í seinni og meira power í okkur en vorum ennþá í smá basli að rúlla boltanum á milli og það er ekki Leiknisliðið sem ég þekki. Við þurfum að bæta okkur í því hið snarasta. Keflvíkingarnir voru flottir og mikil orka í þeim, ég hefði viljað sjá aðeins meiri orku og þor í okkar leik. Kannski smá sjálfstraustleysi og menn ekki á sýnum besta degi. Heilt yfir var þetta hörkuleikur og svekkjandi að þetta hafi endað eins og þetta endaði.“ Adam Örn Arnarson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Leikni en hann kom á láni frá Breiðablik. Adam byrjaði leikinn en þurfti að fara útaf eftir aðeins sjö mínútur vegna meiðsla. „Hann var tæpur fyrir leik og við héldum að það væri ekki mikið en við missum hann útaf og svo Árna líka. Tvær riðlanir í fyrri hálfleik sem er svekkjandi og þá eigum við bara eitt stopp eftir í seinni hálfleik. Þetta var týpiskt fyrir okkur á þessum tímapunkti.“ Sigurður vill að strákarnir gíri sig betur fyrir næsta leik og þori að hafa boltann. „Aðeins að gíra sig örlítið betur, hafa meira þor og að vilja hafa boltann og þora að spila á milli sín. Fá aðeins meira hjarta í það að vilja vera sá sem að gerir hlutina fyrir okkur. Mér finnst eins og við séum að reyna senda á næsta mann til að láta hann gera hlutina í staðinn fyrir að menn stígi aðeins upp og vera sá sem að tekur af skarið.“ Zean Peetz Dalügge: „Ég er mjög ánægður að ég er kominn hingað“ Zean Peetz Dalügge í baráttunni við Sindra SnæVísir: Diego „Mér líður mjög vel með markið en úrslitin voru ekki það sem við vildum. Tvö stór mistök hjá okkur sem voru ekki góð. En frammistaða mín var góð,“ sagði Zean Peetz Dalügge, leikmaður Leiknis, eftir tap á móti Keflavík í dag. Zean Peetz Dalügge er nítján ára leikmaður sem kom á láni frá Lyngby og var að spila sinn fyrsta leik fyrir Leikni. Zean hefur verið að ná sér upp úr erfiðum meiðslum en það sást ekki í dag þar sem hann mætti virkilega sprækur til leiks. „Það er alltaf gaman að skora þegar þú ert frammi þannig ég er mjög glaður.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og sagði við Zean að deildin hérna væri gott skref til að fá spiltíma og auka sjálfstraustið aftur eftir meiðslin. „Freyr sagði að það væri gott fyrir mig að fá mínútur. Þannig vonandi get ég skorað fyrir Leikni og vonandi eykur það sjálfstraustið mitt aftur. Hann sagði að deildin væri góð og að Leiknir væri mjög góður klúbbur. Ég er mjög ánægður að ég er kominn hingað.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti. 8. ágúst 2022 13:01 „Við erum öflugir í lok leikja“ „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. 8. ágúst 2022 22:06
Keflavík sótti þrjú stig þegar liðið mætti Leikni Reykjavík í 16. umferð Bestu deildar karla í fótbolta á Domusnova-vellinum í Breiðholti í kvöld. Sigurmark Keflavíkur kom eftir klaufagang í vörn Leiknis í uppbótartíma leiksins. Bæði liðin byrjuðu leikinn af krafti en Leiknismenn áttu ekki áfallalausan fyrri hálfleik. Fyrsta áfallið kom þegar aðeins sjö mínútur voru liðnar. Þá settist Adam Örn Arnarson í grasið og var strax beðið um skiptingu. Áfram héldu liðin uppteknum hætti en Keflvíkingar voru aðeins líklegri í að skora í þessum fyrri hálfleik. Seinna áfall Leiknismann kom á 36. mínútu þegar að Árni Elvar Árnason settist í grasið og líklega afleiðingar eftir tæklingu frá Frans Elvarsyni stuttu áður. Eina mark fyrri hálfleiksins kom á þriðju mínútu í uppbótartíma. Það var Ígnacio Heras sem þeyttist upp völlinn og nær að koma boltanum inn í teig rétt hjá endamörkum. Boltinn endar á höfðinu á Patrik Johannesen sem skallar boltann inn. Keflvíkingar leiddu því með einu marki, 1-0, þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks. Patrik Johannesen að skora mark Keflvíkinga í fyrri hálfleikVísir: Diego Bæði lið börðust af krafti í upphafi seinni hálfleiks. Á 60. mínútu var Dagur Austmann á ferðinni fyrir Leiknismenn, sendir boltann á Zean Peetz Dalügge, sem skorar í sínum fyrsta leik fyrir Leikni, staðan 1-1. Það var svo Frans Elvarsson sem tryggði Keflvíkingum sigurinn á lokaandartökum leiksins. Gyrðir Hrafn Guðbransson færði Frans markið á silfurfati en hann lagði boltann á miðvallarleikmanninn sem þrumaði boltanum í netið. Lokatölur 2-1 fyrir Keflavík. Keflavíkur hefur nú 21 stig í sjöunda sæti deildarinnar en Leiknir er hins vegar í 11. og næstneðsta sæti með 10 stig, einu stigi á eftir FH. Afhverju vann Keflavík? Þeir voru með herslumunninn þegar kom að því að setja boltann í netið. Þeir voru mikið að keyra upp í skyndisóknir og áttu til að mynda skot í stöng í fyrri hálfleik. Það virtist sem uppbótatíminn hafi kveikt í þeim þar sem að bæði mörkin komu í uppbótatíma. Hverjir stóðu upp úr? Hjá Leiknismönnum kom Zean Peetz Dalügge gríðarlega öflugur inn í fyrsta leikinn og skoraði mark. Hjá Keflavík var Patrik Johannesen gríðarlega öflugur í fyrri hálfleik og skoraði mark. Sindri Snær var allt í öllu hjá Keflvíkingum. Hvað gekk illa? Leiknismönnum gekk illa að stöðva skyndisóknir Keflvíkinga. Það er heldur ekki auðvelt að missa tvo leikmenn útaf vegna meiðsla í fyrri hálfleik en þeim tókst vel að leysa úr því í seinni hálfleik en það dugði ekki í dag. Hvað gerist næst? Mánudaginn 15. ágúst kl 18:00 fá Keflvíkingar KR í heimsókn. Leiknir sækir Fram heim einnig á mánudaginn kl 19:15. Sigurður Heiðar Höskuldsson: „Mér fannst Keflvíkingarnir grimmari og graðari en við í dag“ Sigurður Höskuldsson, þjálfari LeiknisVísir: Diego „Mér fannst Keflvíkingarnir sterkari í fyrri hálfleik. Mér fannst við seinir í seinni bolta og kannski lið með lítið sjálfstraust sem þorir ekki alveg að halda nógu vel í boltann. Mér fannst Keflvíkingarnir grimmari og graðari en við í dag,“ sagði Sigurður Heiðar Höskuldsson, þjálfari Leiknis, svekktur eftir tapið í dag. „Þetta var sóknarleikurinn að því leitinu til að við áttum erfitt með að spila upp völlinn. Svo þegar við vorum að fara í langa bolta og koma í seinni bolta, vorum við undir í því í fyrri hálfleik. Mér fannst það lagast í seinni og meira power í okkur en vorum ennþá í smá basli að rúlla boltanum á milli og það er ekki Leiknisliðið sem ég þekki. Við þurfum að bæta okkur í því hið snarasta. Keflvíkingarnir voru flottir og mikil orka í þeim, ég hefði viljað sjá aðeins meiri orku og þor í okkar leik. Kannski smá sjálfstraustleysi og menn ekki á sýnum besta degi. Heilt yfir var þetta hörkuleikur og svekkjandi að þetta hafi endað eins og þetta endaði.“ Adam Örn Arnarson var að spila sinn fyrsta leik fyrir Leikni en hann kom á láni frá Breiðablik. Adam byrjaði leikinn en þurfti að fara útaf eftir aðeins sjö mínútur vegna meiðsla. „Hann var tæpur fyrir leik og við héldum að það væri ekki mikið en við missum hann útaf og svo Árna líka. Tvær riðlanir í fyrri hálfleik sem er svekkjandi og þá eigum við bara eitt stopp eftir í seinni hálfleik. Þetta var týpiskt fyrir okkur á þessum tímapunkti.“ Sigurður vill að strákarnir gíri sig betur fyrir næsta leik og þori að hafa boltann. „Aðeins að gíra sig örlítið betur, hafa meira þor og að vilja hafa boltann og þora að spila á milli sín. Fá aðeins meira hjarta í það að vilja vera sá sem að gerir hlutina fyrir okkur. Mér finnst eins og við séum að reyna senda á næsta mann til að láta hann gera hlutina í staðinn fyrir að menn stígi aðeins upp og vera sá sem að tekur af skarið.“ Zean Peetz Dalügge: „Ég er mjög ánægður að ég er kominn hingað“ Zean Peetz Dalügge í baráttunni við Sindra SnæVísir: Diego „Mér líður mjög vel með markið en úrslitin voru ekki það sem við vildum. Tvö stór mistök hjá okkur sem voru ekki góð. En frammistaða mín var góð,“ sagði Zean Peetz Dalügge, leikmaður Leiknis, eftir tap á móti Keflavík í dag. Zean Peetz Dalügge er nítján ára leikmaður sem kom á láni frá Lyngby og var að spila sinn fyrsta leik fyrir Leikni. Zean hefur verið að ná sér upp úr erfiðum meiðslum en það sást ekki í dag þar sem hann mætti virkilega sprækur til leiks. „Það er alltaf gaman að skora þegar þú ert frammi þannig ég er mjög glaður.“ Freyr Alexandersson er þjálfari Lyngby og sagði við Zean að deildin hérna væri gott skref til að fá spiltíma og auka sjálfstraustið aftur eftir meiðslin. „Freyr sagði að það væri gott fyrir mig að fá mínútur. Þannig vonandi get ég skorað fyrir Leikni og vonandi eykur það sjálfstraustið mitt aftur. Hann sagði að deildin væri góð og að Leiknir væri mjög góður klúbbur. Ég er mjög ánægður að ég er kominn hingað.“ Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Fótbolti Íslenski boltinn Leiknir Reykjavík Keflavík ÍF Besta deild karla Tengdar fréttir Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti. 8. ágúst 2022 13:01 „Við erum öflugir í lok leikja“ „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. 8. ágúst 2022 22:06
Leiknir getur sent FH í fallsæti með sigri á Keflavík Leiknir Reykjavík tekur á móti Keflavík í Bestu deild karla í fótbolta í kvöld. Fari svo að heimamenn landi sigri þá fara þeir upp fyrir FH í töflunni og senda Hafnfirðinga þar með í fallsæti. 8. ágúst 2022 13:01
„Við erum öflugir í lok leikja“ „Mér líður rosa vel. Þetta eru bestu sigrarnir, að vinna með einu marki í restina. Ég held að þetta sé níunda markið sem við skorum í sumar á síðasta korterinu þannig við erum öflugir í lok leikja,“ sagði Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari Keflvíkinga, sáttur eftir 2-1 sigur á Leikni í kvöld. 8. ágúst 2022 22:06
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti