Töluvert dregið úr hraunflæði frá því í gær Ritstjórn Vísis skrifar 4. ágúst 2022 06:42 Ljósmyndarinn Ragnar Axelsson stökk beint upp í flugvél þegar hann heyrði af upphafi eldgossins í gær. Hann náði mörgum stórfenglegum ljósmyndum á borð við þessa. Vísir/rax Eldgosið í Meradölum hélt uppteknum hætti í nótt og breyttist lítið að sögn náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofunni. Þá er norðvestanátt í kortunum og því ætti dreifing gass frá eldstöðinni að haldast óbreytt. Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos hófst í Meradölum á Reykjanesi á öðrum tímanum í gær í framhaldi af mikilli skjálftavirkni á svæðinu undanfarna daga. Nú hefur mikið dregið úr skjálftavirkni og búist er við að svo verði áfram. Samkvæmt sérfræðingum er gosið í vestanverðum Meradölum um 1,5 km norður af Stóra-Hrút. Jarðeldurinn virðist koma upp um norðuraustur-suðvestur sprungu á þeim stað. Við fyrstu skoðun á vefmyndavélum virðist kvika hafa komið upp á yfirborð klukkan 13:18 í gær. Hér sést hvar nýja eldstöðin liggur. Við norðurenda hraunsins úr síðasta gosi. Núverandi gönguleið er um 17 kílómetrar fram og til baka og krefur vegfarendur um að klöngrast meðfram fyrri hraunbreiðu.vísir Fyrstu flugmælingar sýndu að meðalhraunflæði gossins fyrstu klukkutímana var 32 rúmmetrar á sekúndu en þetta er fjórum til fimm sinnum meira en í byrjun gossins í fyrra. Gert er ráð fyrir því að hraunflæðið verði mælt einu sinni á dag, allavega fyrstu daga gossins. Því er von á uppfærðum tölum um hraunflæði í dag. Í dag hafði töluvert dregið úr hraunflæðinu frá því í gær og mældist meðalrennsli frá klukkan 17 fram til 11 í morgun 18 rúmmetrar á sekúndu. Þetta sýna niðurstöður annarrar flugmælingar sem sérfræðingar frá Landmælingum Íslands, Náttúrufræðistofnun og Jarðvísindastofnun framkvæmdu fyrir hádegi í dag. Á sama tíma hafði sprungan styst úr 300 metrum í um það bil 100 metra. Vísir var í beinni útsendingu frá eldgosinu í kvöld og má horfa á hluta hennar í spilaranum. Fylgst verður með gangi mála í allan dag í vaktinni hér að neðan:
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fleiri fréttir Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Sjá meira