Will Smith biðst aftur afsökunar á kinnhestinum Magnús Jochum Pálsson skrifar 29. júlí 2022 15:04 Á Óskarsverðlaunahátíðinni í mars síðastliðnum sló Will Smith Chris Rock utan undir eftir að sá síðarnefndi gerði grín að hárlosi Jödu Pinkett-Smith. Getty/Neilson Barnard Will Smith birti myndband á Instagram-síðu sinni fyrr í dag þar sem hann biður Chris Rock afsökunar fyrir að hafa gefði honum kinnhest á síðustu Óskarsverðlaunahátíð. Smith fer um víðan völl í myndbandinu og bregst við ýmsum spurningum fólks sem vöknuðu í kjölfar atviksins þar sem Will Smith óð upp á svið, sló Chris Rock utan undir og úthúðaði honum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Myndbandið hefst á því að Smith spyr „Af hverju baðstu Chris ekki afsökunar í þakkarræðunni?“ sem hann svarar sjálfur með því að segja að hann hafi verið í algjörri móðu á þessum tímapunkti. Hann segist hafa haft samband við Chris Rock sem hafi ekki enn viljað ræða við Smith um málið. Því næst biður hann Rock afsökunar og segir hegðun sína hafa verið óásættanlega og hann sé reiðubúinn til að ræða málin hvenær sem Rock vilji. Biður fjölskyldu Rock og sína eigin fjölskyldu afsökunar Smith biður einnig fleira fólk afsökunar í myndbandinu. Hann biður móður Chris Rock og fjölskyldu hans afsökunar og bætir við að hann hafi upprunalega ekki gert sér grein fyrir því hvað hann særði marga með gjörðum sínum. Smith segist jafnframt hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hugsa sinn gang og hann sjái algjörlega að sér. Í myndbandinu þvertekur Smith jafnframt fyrir að Jada Pinkett-Smith, eiginkona hans, hafi beðið hann um að bregðast við orðum Rock. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta skiptið sem Smith biðst afsökunar á kinnhestinum á Instagram, skömmu eftir atvikið birti Smith afsökunarbeiðni í textaformi á miðlinum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Smith fer um víðan völl í myndbandinu og bregst við ýmsum spurningum fólks sem vöknuðu í kjölfar atviksins þar sem Will Smith óð upp á svið, sló Chris Rock utan undir og úthúðaði honum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith) Myndbandið hefst á því að Smith spyr „Af hverju baðstu Chris ekki afsökunar í þakkarræðunni?“ sem hann svarar sjálfur með því að segja að hann hafi verið í algjörri móðu á þessum tímapunkti. Hann segist hafa haft samband við Chris Rock sem hafi ekki enn viljað ræða við Smith um málið. Því næst biður hann Rock afsökunar og segir hegðun sína hafa verið óásættanlega og hann sé reiðubúinn til að ræða málin hvenær sem Rock vilji. Biður fjölskyldu Rock og sína eigin fjölskyldu afsökunar Smith biður einnig fleira fólk afsökunar í myndbandinu. Hann biður móður Chris Rock og fjölskyldu hans afsökunar og bætir við að hann hafi upprunalega ekki gert sér grein fyrir því hvað hann særði marga með gjörðum sínum. Smith segist jafnframt hafa eytt undanförnum þremur mánuðum í að hugsa sinn gang og hann sjái algjörlega að sér. Í myndbandinu þvertekur Smith jafnframt fyrir að Jada Pinkett-Smith, eiginkona hans, hafi beðið hann um að bregðast við orðum Rock. Þess má geta að þetta er ekki fyrsta skiptið sem Smith biðst afsökunar á kinnhestinum á Instagram, skömmu eftir atvikið birti Smith afsökunarbeiðni í textaformi á miðlinum. View this post on Instagram A post shared by Will Smith (@willsmith)
Hollywood Will Smith löðrungar Chris Rock Óskarsverðlaunin Bandaríkin Tengdar fréttir Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42 Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42 Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28 Mest lesið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Lífið Fleiri fréttir Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Sjá meira
Smith biður Chris Rock afsökunar á kinnhestinum Leikarinn Will Smith hefur beðist afsökunar á að hafa slegið starfsbróður sinn, Chris Rock, á sviðinu á Óskarsverðlaunahátíðinni í nótt. Hann sló Rock eftir að sá síðarnefndi, sem var að kynna verðlaunaflokk á hátíðinni, grínaðist með hárgreiðslu Jada Pinkett Smith, eiginkonu Will, en hún er með sjúkdóm sem veldur hárlosi. 28. mars 2022 23:42
Will Smith sló Chris Rock í beinni útsendingu Will Smith rauk upp á svið og sló Chris Rock í beinni útsendingu á Óskarnum eftir að hann kom með brandara um konuna hans Jada Pinkett Smith. Rock virtist vera í áfalli í kjölfarið. 28. mars 2022 02:42
Will Smith valinn besti leikari í aðalhlutverki stuttu eftir atvikið Will Smith hefur átt ansi viðburðarríkt kvöld á Óskarnum en hann var nú að vinna til verðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki fyrir King Richard. Þetta eru hans fyrstu Óskarsverðlaun. 28. mars 2022 03:28