Mcdonald's hækkar verð á ostborgara í fyrsta sinn í fjórtán ár Eiður Þór Árnason skrifar 27. júlí 2022 15:06 Matvælaverð hækkar nú í Bretlandi líkt og víða annars staðar. Getty/nrqemi Skyndibitakeðjan McDonald's hefur hækkað verð á ostborgurum sínum í Bretlandi og Írlandi í fyrsta sinn í meira en fjórtán ár til að bregðast við kostnaðarhækkunum. Verðbólga mælist nú 9,4 prósent í Bretlandi og hefur ekki verið meiri í yfir 40 ár. Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir. Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Verð fjölda vara hefur nú hækkað um 10 til 20 penní og er verðið á venjulegum ostborgara komið úr 99 penníum í 1,19 pund. Í tölvupósti til viðskiptavina segir Alistair Macrow, forstjóri McDonald's í Bretlandi og Írlandi, að stjórnendur hafi staðið frammi fyrir erfiðum valkostum. „Við vitum að verðhækkanir eru aldrei góðar fréttir, en við höfum lágmarkað þessar hækkanir og tafið þær eins lengi og mögulegt var.“ Bætti hann við að verð á vissum vörum myndi haldast óbreytt. Hækkar minna en sem nemur verðbólgu Fram kemur í frétt breska ríkisútvarpsins BBC að verð á matseðli verði áfram misjafnt milli veitingastaða keðjunnar þar sem sumir þeirra séu reknir af sjálfstæðum sérleyfishöfum sem velji verð sitt út frá ráðleggingum McDonald‘s. Auk ostborgarans hefur verð meðal annars verið hækkað á morgunverðarmáltíðum, stórum kaffidrykkjum og kjúklinganöggum. Ef verð ostborgarans hefði hækkað í takt verðbólgu í Bretlandi myndi hann kosta 1,42 pund en kostar nú 1,19 pund líkt og áður segir. McDonald‘s rekur yfir 36 þúsund veitingastaði í yfir 100 löndum. Í gær lýstu stjórnendur því yfir að til greina kæmi að fjölga tilboðsmáltíðum á matseðlum. Hækkun framfærslukostnaðar, einkum í Evrópu, hafi leitt til þess að sumir tekjulágir viðskiptavinir hafi fært sig í að kaupa ódýrari vörur og færri stórar máltíðir.
Bretland Veitingastaðir Verðlag Mest lesið „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Segir ofboðslegan undirliggjandi þrýsting á fasteignamarkaði Viðskipti innlent Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Viðskipti erlent Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Neytendur Frá Gamma til Arctica og nú Seðlabankans Viðskipti innlent Vara við eggjum í kleinuhringjum Neytendur Reikna með að skila hagnaði á næsta ári Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Í vinnutengdri ástarsorg Atvinnulíf Að líða ömurlega í andrúmslofti jákvæðrar sálfræði Atvinnulíf Fleiri fréttir Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira