Átök Rússlands og vesturveldanna ná út í geim Eiður Þór Árnason skrifar 26. júlí 2022 16:08 Alþjóðlega geimstöðin sést hér fyrir ofan Persaflóa. NASA Rússar hyggjast slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina árið 2024 og byggja upp sína eigin geimstöð. Yuri Borisov, nýr yfirmaður rússnesku geimferðastofnunarinnar Roskosmos, segir Rússar ætla að efna allar skuldbindingar sínar fram að því en þeir hafa átt í samstarfi við Bandaríkin og fleiri ríki um rekstur Alþjóðlegu geimstöðvarinnar frá árinu 1998. Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa. Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Breska ríkisútvarpið BBC greinir frá þessu en samskipti Rússlands og Vesturlanda hafa versnað til muna eftir að Rússar hófu innrás sína í Úkraínu. Fram að þessu virtust átökin hafa haft lítil áhrif á samstarf ríkjanna í geimnum en nú er breyting þar á. Fyrir innrásina höfðu Rússar áður hótað því að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni í kjölfar efnahagslegra refsiaðgerða vesturvelda. Fimm geimvísindastofnanir standa að baki Alþjóðlegu geimstöðinni sem hefur verið á sporbraut um jörðu frá árinu 1998 og nýtt til að framkvæma þúsundir vísindatilrauna. Auk NASA og Roskosmos taka geimferðastofnanir Evrópu, Japans og Kanada þátt í verkefninu. NASA ekki enn borist formleg tilkynning Samkomulag liggur fyrir um áframhaldandi starfsemi geimstöðvarinnar fram til ársins 2024 og hafa Bandaríkin kallað eftir því að allir samstarfsaðilarnir samþykki að framlengja samkomulagið um sex ár. Borisov tók við stjórn Roskosmos eftir að Vladimir Putin Rússlandsforseti rak forvera hans Dmitrí Rogozin fyrr í júlí en sá hafði hótað því að Rússar ætluðu að slíta sig frá samstarfinu. Að sögn BBC tilkynnti Borisov ákvörðunina á fundi sínum með Putin og bætti við að uppsetning nýrrar rússneskrar geimstöðvar yrði forgangsverkefni stofnunarinnar. Frá fundi Yuri Borisov og Vladimir Putin í Kreml í dag. Epa/MIKHAIL KLIMENTYEV Fulltrúi NASA segir í samtali við fréttaveituna Reuters að geimferðastofnunin hafi ekki enn verið formlega tilkynnt um þessa stefnubreytingu Rússa. Rússar hafa reglulega talað um að draga sig úr Alþjóðlegu geimstöðinni og hefja eigið geimstöðvarverkefni en lengi var óljóst hversu mikil alvara lægi þar að baki. Jonathan Amos, fréttamaður BBC, segir ljóst að slíkt verkefni yrði kostnaðarsamt fyrir rússnesk stjórnvöld og kallaði á meiri fjármuni en þau hafi veitt til geimferðaáætlunar fram til þessa.
Alþjóðlega geimstöðin Rússland Geimurinn Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04 Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00 Mest lesið Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ Erlent Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Innlent Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Innlent Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Fleiri fréttir „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Sjá meira
Pútín rak umdeildan yfirmann Roscosmos Vladimír Pútín, forseti Rússlands, rak í morgun Dmitrí Rogozin, yfirmann Geimvísindastofnunar Rússlands (Roscosmos). Yuri Borisov, fyrrverandi aðstoðarforsætisráðherra, hefur verið skipaður í embættið í stað Rogozins. 15. júlí 2022 14:04
Segir Rússa ætla að yfirgefa geimstöðina Dmitrí Rogozin, yfirmaður Roscosmos, geimvísindastofnunnar Rússlands, lýsti því yfir um helgina að Rússar ætli að slíta sig frá samstarfinu um Alþjóðlegu geimstöðina. Hann sagði ákvörðun hafa verið tekna og það væri vegna refsiaðgerða gegn Rússlandi vegna innrásarinnar í Úkraínu. 3. maí 2022 07:00