Lufthansa aflýsir nær öllum flugferðum frá Frankfurt og München Magnús Jochum Pálsson skrifar 26. júlí 2022 11:38 Talið er að rúmlega 130 þúsund farþegar muni finna fyrir aflýsingum meira en þúsund flugferða frá Frankfurt og München í dag og á morgun. AP/Michael Probst Lufthansa mun þurfa að aflýsa næstum öllum flugferðum sínum frá Frankfurt og München á miðvikudag vegna verkfalls þýskra flugvallarstarfsmanna. Flugfélagið ætlar að aflýsa 1.023 flugferðum sem þýðir að rúmlega hundrað þúsund ferðalangar munu verða fyrir áhrifum. Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun. Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Flugfélagið segist þurfa að aflýsa 678 flugferðum frá Frankfurt og 345 flugferðum frá München. Meirihluti aflýsinganna verður á miðvikudag en tæplega fimmtíu flugferðum verður aflýst í dag. Jafnframt segir flugfélagið að 92 þúsund farþegar verði fyrir áhrifum aflýsinganna frá Frankfurt og 42 þúsund frá München. Þá kemur fram í tilkynningu flugfélagsins að haft verði samband við þá farþega sem verði fyrir áhrifum aflýsinganna og að flugfélagið muni reyna að endurbóka viðkomandi farþega á nýjar flugferðir þar sem það er hægt. Um leið varar flugfélagið við „mjög takmörkuðu“ plássi. Flugfélagið greinir frá því að verkfallið gæti einnig leitt til „einstakra aflýsinganna eða frestana flugferða“ á fimmtudag og föstudag. Verkföllin bæti gráu á svart ástand flugvalla Verkalýðsfélagið Verdi, sem er næststærsta verkalýðsfélag Þýskalands, tilkynnti á mánudag að það hygðist beita eins dags verkfalli til að setja þrýsting á Lufthansa í samningaviðræðum við um tuttugu þúsund starfsmenn flugfélagsins sem vinna á jörðu niðri. Verkalýðsfélagið hefur kallað eftir 9,5 prósent launahækkun og segir síðasta samningsboð Lufthansa langt frá því að vera ásættanlegt. Lufthansa sér fram á að þurfa að aflýsa meira en þúsund flugferðum frá Frankfurt og München í dag og á morgun.AP/Matthias Schrader Verkfallið mun vara frá morgni miðvikudags til morguns fimmtudags og bætir gráu ofan á svart ástand þýskra flugvalla sem hafa þolað langar biðraðir og frestanir vegna starfsmannaskorts og ferðalagaþyrstra ferðalanga eftir Covid-faraldur. Ástandið hefur verið slæmt um alla Evrópu þar sem flugvellir hafa átt í erfiðleikum með að endurráða starfsfólk sem var sagt upp í Covid-faraldrinum. Til að bregðast við ástandinu hafa flugvellir á borð við Heathrow og Schipol gripið til þess ráðs að setja hámark á fjölda daglegra flugfarþega. Þess má geta að í dag er áætlað flug með Lufthansa frá Frankfurt til Íslands sem á að lenda klukkan 13:50 á Keflavíkurflugvelli. Samkvæmt vef Keflavíkurflugvallar er sú flugferð enn á áætlun.
Fréttir af flugi Þýskaland Tengdar fréttir Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22 Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03 Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34 Mest lesið Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Innlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Sjá meira
Ófremdarástandið gæti varað fram á haust Ófremdarástandið sem ríkir á flugvöllum víða í Evrópu gæti varað fram á haust að sögn forstjóra þýska flugfélagsins Lufthansa því erfitt hefur reynst að manna stöður eftir faraldurinn. Ritstjóri Túrista segir að það sé ekki skynsamlegt að bóka tengiflug í sumar því viðbúið sé að miklar breytingar verði á flugáætlunum. 6. júlí 2022 15:22
Heathrow-flugvöllur setur takmörk á fjölda farþega Heathrow-flugvöllur hefur sett hámark á þann fjölda farþega sem flýgur frá vellinum næstu þrjá mánuði. Af því tilefni hafa stjórnendur flugvallarins sagt flugfélögum að hætta að selja sumarmiða. Fari fjöldi daglegra farþega fram úr 100 þúsund gæti þurft að aflýsa einhverjum flugum. 12. júlí 2022 17:03
Mannekla veldur ófremdarástandi um allan heim Fréttir berast nú víða að af biðröðum og seinkunum á erlendum flugvöllum. Margir Íslendingar eru farnir að hafa áhyggjur af því að ástandið muni bitni á ferðalögum þeirra. Upplýsingafulltrúar flugfélaganna Play og Icelandair segja mikla aukningu hafa orðið á „tösku-seinkunum“ og að ástandsins gæti um allan heim. 23. júní 2022 16:34
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“