„Búin að vera skrýtin stemning“ Sindri Sverrisson skrifar 20. júlí 2022 08:01 Ólafur Jóhannesson vann tvo Íslandsmeistaratitla og tvo bikarmeistaratitla síðast þegar hann starfaði á Hlíðarenda. vísir/Hulda Margrét Þorkell Máni Pétursson segir Valsmenn hafa valið besta kostinn í stöðunni með því að ráða Ólaf Jóhannesson sem þjálfara karlaliðs félagsins í fótbolta, eftir að ákveðið var að Heimir Guðjónsson myndi hætta. „Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Besta deild karla Valur Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira
„Ég get nú ekki sagt að ég hafi verið hissa að þeir hafi látið Heimi fara, miðað við gengið. Þetta er heitt sæti og Valsmenn krefjast þess að fá einhvern árangur. Hann kom ekki, svo þetta kom mér ekkert sérstaklega á óvart,“ sagði Máni, sérfræðingur Stúkunnar á Stöð 2 Sport, í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson sem sjá má hér að neðan. Klippa: Máni um þjálfaraskipti Valsmanna Ólafur er nú mættur aftur á Hlíðarenda eftir að hafa þjálfað liðið á undan Heimi í fimm ár, eða þar til að samningur hans rann út haustið 2019. Ólafur stýrði síðast FH en var rekinn þaðan fyrir mánuði síðan. Líkt og FH hefur Valur valdið miklum vonbrigðum í sumar en liðið er í 5. sæti Bestu deildarinnar með 20 stig, fjórtán stigum á eftir toppliði Breiðabliks. Segir vandamálin hafa byrjað fyrir löngu „Vandamál Valsliðsins byrjuðu fyrir löngu. Það voru mistök, þó að þeir muni seint viðurkenna það, að láta Ólaf Jóhannesson yfir höfuð fara þarna fyrst. Hann var ekki búinn að tapa neinum leikmannahóp og hafði sett þann leikmannhóp saman. Að sama skapi er Heimir mjög óheppinn að koma inn í leikmannahóp sem var ekki óánægður með þjálfarann heldur aðallega óánægður með sitt eigið gengi og hvernig þeir höfðu spilað tímabilið á undan, og vissu að þeir gátu gert betur. Menn voru ósáttir við að Óli fór og ég held að það hafi verið smáerfiðleikar, og Valsmenn ákváðu að skipta út kannski sínum helstu þjónum, sem mér fannst vera mjög furðulegt að mörgu leyti. Það er búið að gera mörg mistök þarna á leiðinni og það er skrýtinn andi yfir Hlíðarendasvæðinu, sem er skrýtið því þar er vanalega mjög góður andi og þetta er hin besta félagsmiðstöð og alltaf gott og skemmtilegt að koma þarna. Þetta er búin að vera skrýtin stemning, það er ekki hægt að segja neitt annað,“ sagði Máni. Stendur mörgum þjálfurum mun framar í vissum þáttum En telur hann að ráðningin á Ólafi hafi verið besti kosturinn? „Já, ég held að þetta sé besti kosturinn fyrir Valsmenn í stöðunni núna. Óli Jó kemur inn og á eftir að segja nokkra brandara og hafa þetta svolítið gaman. Valsmenn eru örugglega að horfa í það núna. Óli var mjög vel liðinn af stuðningsmönnum Vals og þeir höfðu gaman af fótboltanum sem hann var að spila. Ég gef stjórn Vals það að þetta er gott „move“ hjá þeim,“ sagði Máni sem efast þó um að um framtíðarlausn sé að ræða hjá Val: „Ég held að þetta sé plástur á sárið að einhverju leyti en ekki framtíðarlausn. En Óli Jó er mjög góður í mörgum hlutum sem marga þjálfara, sem eru rosalega mikið inni í fræðunum, taktíkinni og Ipödunum sínum, skortir. Hann er rosalega mannlegur þjálfari. Hann er snillingur í að mótivera sín lið og í þeim þáttum er hann langt umfram marga aðra í fótbolta á Íslandi. Þetta snýst mikið um mannleg samskipti og Óli Jó er góður í þeim,“ sagði Máni en viðtalið við hann í heild má sjá hér að ofan. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deild karla Valur Mest lesið Arnar Pétursson dæmdur úr leik á Íslandsmótinu og er mjög ósáttur Sport Sveindís og félagar sendar í frí á meðan HM karla fer fram Fótbolti Systurnar hugsi vegna virkni stelpnanna á TikTok Fótbolti Skýrsla Arons: Afleit byrjun sem verður nú að svara fyrir Fótbolti „Ég var bara með niðurgang“ Fótbolti Skórnir hennar seldust upp á mínútu Körfubolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti Einkunnir íslensku stelpnanna: Cecilía best en liðið betra manni færri Fótbolti Sveindís: Hefði kannski átt að gera meira til að koma mér inn í leikinn Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? Sjáðu tvennur Eiðs og Nikolaj, aukaspyrnu Kjartans og öll hin mörkin Uppgjörið: Víkingur - Afturelding 2-1 | Víkingar sluppu með skrekkinn Uppgjörið: KR - FH 3-2 | Eiður Gauti hetja KR-inga Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-2 | Sigur í fyrsta leik Lárusar Orra Uppgjörið: Fram - ÍBV 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Hverju breytir Lárus Orri hjá Skagaliðinu? Þrenna á föstudagskvöldi og háskólagráða á laugardegi Fyrsti sigur Fylkismanna í fimmtíu daga Sjáðu markaveislu Valsmanna og varamannaþrennu Kristófers bjarga Blikum Hetja Blika í kvöld lá í viku inn á spítala í janúar með blóðsýkingu Svarar ekki Óskari Hrafni: „Ég tala bara úti á velli, ekki eftir á“ ÍR-ingar gefa ekkert eftir og tóku toppsætið aftur af Njarðvík Uppgjörið: Stjarnan-Breiðablik 1-4 | Kristófer með þrennu á móti uppeldisfélaginu Uppgjörið: KA-Valur 2-5 | Valsmenn með annan stórsigurinn í röð Önnur góð Reykjavíkurferð hjá Þórsurum Obbekjær hentaði Blikum ekki og fer aftur til Færeyja Gæti orðið dýrastur í sögu KR Stjarnan staðfestir komu Caulker Þóra um hártogið í Bestu: „Þetta er bara botnhegðun“ Komin með hundrað meistaraflokksleiki fyrir nítján ára afmælið sitt John Andrews um uppsögnina: „Kom mér mjög á óvart“ KR-ingar í Melabúðinni um stöðu liðsins: „Verða að gyrða sig í brók“ Höskuldur fékk tveggja leikja bann eftir ofsalega framkomu Sjá meira