Leiðtogar þriggja valdstjórnarríkja stinga saman nefjum Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 19:20 Vladimir Putin kom í sína fyrstu heimsókn til ríkis utan gömlu Sovétríkjanna í dag frá því áður en hann réðst inn í Úkraínu hinn 24. febrúar. Honum er í mun að efla samstarf við ríki gegn Bandaríkjunum og Evrópu. AP/Konstantin Zavragin Leiðtogar Rússlands, Írans og Tyrklands, þriggja landa í hópi óvinsælustu ríkja heims, funduðu í Teheran í Íran í dag. Þeir ræddu meðal annars mögulegan útflutning á milljónum tonna af korni frá Úkraínu. Forseti Úkraínu segir hersveitir hans sækja hægt og örugglega fram gegn Rússum og hafa unnið til baka töluvert landsvæði frá þeim. Þríhliða fundir forseta Rússlands, Tyrklands og Írans í Teheran í dag er einhvers konar ráðstefna hinna vinalausu. Putin Rússlandsforseti og Erdogan forseti Tyrklands funduðu hvor í sínu lagi með forseta og æðsta klerki Írans en þeir áttu einnig tvíhliða fund sín í milli. Rússneska ríkisolíufélagið Gazprom undirritaði þróunarsamning upp á 5,4 milljarða íslenskra króna við íranska ríkisolíufélagið í dag. Putin er í mun að sýna að Rússar eigi vinveittar þjóðir eftir innrásina í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Þríeykið ræddi meðal annars málefni Sýrlands og Líbíu en Íranir og Tyrkir eru á öndverðum meiði við Rússa í þeim efnum. Það var eins og einræðisherrann Vladimir Putin væri að hitta afa sinn og frænda þegar hann heilsaði upp á Ayatollah Ali Khamenei æðsta klerk Írans og Ebrahim Raisi forseta Írans í Teheran í dag. Breið brosin segja þó ekki alla söguna því leiðtogarnir eru á öndverðum meiði um margt, eins og afstöðuna til stríðsins í Sýrlandi.AP/skrifstofa æðsta klerks Írans Stríðið í Úkraínu var einnig rætt og möguleikar á útflutningi á 22 milljónum tonna af korni þaðan. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutninginn sem valdið getur hungursneyð í mörgum þróunarríkjum. Í dag börðust hins vegar bændur og slökkvilið í Mykolaiv héraði við elda á kornökrum eftir stórskotaliðs- og eldflaugaárásir Rússa. Úkraínumenn segja þá reyna að brenna kornakra skipulega og þá er sannað að Rússar hafa einnig stolið þúsundum tonna af úkraínsku korni. Erdogan Tyrklandsforseti hefur undanfarnar vikur reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að tryggja kornútflutning en samkomulag hefur enn ekki tekist. Þótt Tyrkland teljist enn vera lýðræðisríki hefur Recep Tayyip Erdogan forseti stjórnað landinu eins og einræðisherra undanfarin ár. Það fór vel á með honum og Ebrahim Raisi forseta íslamska ríkisins Íran í dag.AP/Vahid Salemi Talið er að um 50 þúsund Rússar hafi fallið eða særst í stríðinu og sögur ganga um lélegan baráttuanda og jafnvel liðhlaup í rússneska hernum. Úkraínuforseti segir hersveitir sínar sækja hægt og örugglega fram en fullkomnir eldflaugapallar frá Bandaríkjunum hafa skilað Úkraínumönnum miklum árangri undanfarið. Úkraínuforseti er sigurviss og segir hersveitir sínar sækja fram gegn Rússum skref fyrir skref á herteknu svæðunum.Getty/ Igor Golovniov „Her Úkraínu hefur tekist að að vinna til baka töluvert landsvæði af innrásarliðinu. Rússum reynist æ erfiðara að viðhalda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins, berum kennsl á svikara og upprætum þá,“ sagði Zelenskyy. Það væri bara tímaspursmál hvenær fáni Úkraínu blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Innrás Rússa í Úkraínu Íran Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15. júlí 2022 19:24 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira
Þríhliða fundir forseta Rússlands, Tyrklands og Írans í Teheran í dag er einhvers konar ráðstefna hinna vinalausu. Putin Rússlandsforseti og Erdogan forseti Tyrklands funduðu hvor í sínu lagi með forseta og æðsta klerki Írans en þeir áttu einnig tvíhliða fund sín í milli. Rússneska ríkisolíufélagið Gazprom undirritaði þróunarsamning upp á 5,4 milljarða íslenskra króna við íranska ríkisolíufélagið í dag. Putin er í mun að sýna að Rússar eigi vinveittar þjóðir eftir innrásina í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Þríeykið ræddi meðal annars málefni Sýrlands og Líbíu en Íranir og Tyrkir eru á öndverðum meiði við Rússa í þeim efnum. Það var eins og einræðisherrann Vladimir Putin væri að hitta afa sinn og frænda þegar hann heilsaði upp á Ayatollah Ali Khamenei æðsta klerk Írans og Ebrahim Raisi forseta Írans í Teheran í dag. Breið brosin segja þó ekki alla söguna því leiðtogarnir eru á öndverðum meiði um margt, eins og afstöðuna til stríðsins í Sýrlandi.AP/skrifstofa æðsta klerks Írans Stríðið í Úkraínu var einnig rætt og möguleikar á útflutningi á 22 milljónum tonna af korni þaðan. Rússar hafa komið í veg fyrir útflutninginn sem valdið getur hungursneyð í mörgum þróunarríkjum. Í dag börðust hins vegar bændur og slökkvilið í Mykolaiv héraði við elda á kornökrum eftir stórskotaliðs- og eldflaugaárásir Rússa. Úkraínumenn segja þá reyna að brenna kornakra skipulega og þá er sannað að Rússar hafa einnig stolið þúsundum tonna af úkraínsku korni. Erdogan Tyrklandsforseti hefur undanfarnar vikur reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að tryggja kornútflutning en samkomulag hefur enn ekki tekist. Þótt Tyrkland teljist enn vera lýðræðisríki hefur Recep Tayyip Erdogan forseti stjórnað landinu eins og einræðisherra undanfarin ár. Það fór vel á með honum og Ebrahim Raisi forseta íslamska ríkisins Íran í dag.AP/Vahid Salemi Talið er að um 50 þúsund Rússar hafi fallið eða særst í stríðinu og sögur ganga um lélegan baráttuanda og jafnvel liðhlaup í rússneska hernum. Úkraínuforseti segir hersveitir sínar sækja hægt og örugglega fram en fullkomnir eldflaugapallar frá Bandaríkjunum hafa skilað Úkraínumönnum miklum árangri undanfarið. Úkraínuforseti er sigurviss og segir hersveitir sínar sækja fram gegn Rússum skref fyrir skref á herteknu svæðunum.Getty/ Igor Golovniov „Her Úkraínu hefur tekist að að vinna til baka töluvert landsvæði af innrásarliðinu. Rússum reynist æ erfiðara að viðhalda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins, berum kennsl á svikara og upprætum þá,“ sagði Zelenskyy. Það væri bara tímaspursmál hvenær fáni Úkraínu blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Íran Tyrkland Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07 Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42 Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39 Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15. júlí 2022 19:24 Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Merz segir viðræður hafnar við Sósíaldemókrata Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Sjá meira
Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. 19. júlí 2022 12:07
Brustu í grát þegar hin fjögurra ára Liza var borin til grafar Yfir hundrað syrgjendur komu saman í dag við jarðarför hinnar fjögurra ára Lizu sem lést í flugskeytaárás Rússa á úkraínsku borgina Vinnytsia á fimmtudag. 17. júlí 2022 23:42
Ríkissaksóknara Úkraínu og yfirmanni SBU sagt upp Ríkissaksóknara Úkraínu, Iryna Venediktova, og yfirmanni leyniþjónustu Úkraínu, Ivan Bakanov, hefur verið sagt upp af Volódímír Selenskí Úkraínuforseta. 17. júlí 2022 19:39
Úkraínska þjóðin syrgir hina fjögurra ára Lísu sem Rússar myrtu í gær Hin fjögurra ára gamla Lísa hefur verið nafngreind sem ein af þeim sem féll í eldflaugaárás frá rússneskum kafbáti á borgina Vinnytsia í Úkraínu í gær. Forseti Úkraínu krefst þess að Rússland verði formlega skilgreint sem hryðjuverkaríki. Við vörum við myndefni í þessari frétt. 15. júlí 2022 19:24