„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. júlí 2022 12:13 Breskur maður kælir sig niður á Trafalgar torgi í Lundúnum í morgun. AP/Aaron Chown Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira
Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum Innlent Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Sjá meira