„Heitasti tími dagsins enn eftir“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 19. júlí 2022 12:13 Breskur maður kælir sig niður á Trafalgar torgi í Lundúnum í morgun. AP/Aaron Chown Hitamet Bretlands var slegið í morgun þegar hitinn mældist 40,2 gráður en síðar í dag er spáð um og yfir 40 stiga hita. Hitamet hafa sömuleiðis verið slegin annars staðar í Evrópu og geisa skógareldar víða. Veðurfræðingur telur ljóst að met muni halda áfram að falla hratt. Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres. Bretland Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Hitamet voru slegin víðs vegar um Evrópu í gær en hitinn fór til að mynda upp í 43 gráður í norðurhluta Spánar og í vesturhluta Frakklands náði hitinn 42 gráðum. Þetta er önnur hitabylgjan í suðvesturhluta Evrópu á innan við mánuði en fjöldi skógarelda geisa sömuleiðis víða í Frakklandi, Portúgal, á Spáni og Grikklandi. Þúsundir manna hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógarelda og hundruð manna hafa látist. Elín Björk Jónasdóttir veðurfræðingur segir spár þó gera ráð fyrir að næstu daga muni draga úr ofsahitanum þar. „Þessi loftmassi er á leiðinni norður eftir og það kólnar á morgun, þá gengur svalara loft inn í þennan loftmassa þegar hann heldur áfram Skandinavíu og það er svalara loft á eftir honum líka sem kemur þá inn yfir Suður-Evrópu,“ segir Elín. Norðar í álfunni er þó áfram mikill hiti en í Bretlandi er rauð hitaviðvörun í gildi. Bráðabirgðartölur benda til að fyrra hitamet sem sett var árið 2019 hafi verið slegið í morgun, þegar hitinn náði 39,1 gráðu í Surrey. Viðbúið er að það met verði aftur slegið í dag en einhverjir spá allt að 42 stiga hita. „Almennt séð þá er nú heitasti tími dagsins enn þá eftir þannig að ég hugsa svona að þessar spár veðurstofunnar í Bretlandi rætist, að það mælist 40 stiga hiti einhvers staðar þarna á Suður Englandi eins og spárnar hafa verið að gera ráð fyrir undanfarna daga,“ segir Elín. Nú um klukkan tólf mældist hitastigið 40,2 gráður í Heathrow og er það í annað sinn sem hitametið er slegið í Bretlandi í dag. For the first time ever, 40 Celsius has provisionally been exceeded in the UKLondon Heathrow reported a temperature of 40.2°C at 12:50 today Temperatures are still climbing in many places, so remember to stay #WeatherAware #heatwave #heatwave2022 pic.twitter.com/GLxcR6gjZX— Met Office (@metoffice) July 19, 2022 Samkvæmt bráðabirgðartölum var nóttin sömuleiðis sú heitasta í sögunni, þar sem hitinn fór aðeins niður í 25,9 gráður, tveimur gráðum meira en fyrra met. Í nágrenni Lundúna hefur breska veðurstofan sömuleiðis gefið út gula viðvörun vegna þrumuveðurs. Hitinn hefur haft gríðarleg áhrif á samgöngur, til að mynda var nánast öllum lestaferðum um Kings Cross stöðina aflýst. Samgönguráðherra Bretlands sagði lestarbrautir ekki þola svona mikinn hita, enda ekki byggðar fyrir slíkt. Sama má segja um vegi og flugbrautir en á Luton flugvelli og flugstöð breska flughersins voru dæmi um að malbikið á flugbrautum hafi bráðnað vegna hitans. Á meginlandi Evrópu hafa viðvaranir verið gefnar út vegna mikils hita í austurhluta Frakklands, Belgíu, Þýskalandi og Hollandi. Hitabylgjan í Evrópu nær ekki til Íslands að þessu sinni en þó er búist við hlýju lofti úr norðvestri í næstu viku. Elín segir að almennt megi búast við því að hitamet haldi áfram að falla hratt í heiminum. „Loftslagsbreytingar hafa þau áhrif að öfgaveður sem kannski gerðist á hundrað ára fresti gerist núna á svona tíu til tuttugu ára fresti og það eykst eftir því sem hlýnar meira og meira. Þannig við megum alveg búast við því að þessi met falli bara á næstu árum, sem voru sett í gær og í dag,“ segir hún. António Guterres, aðalframkvæmdarstjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á loftslagsráðstefnu í Berlín í gær að staðan væri sífellt að versna og að nauðsynlegt væri að bregðast hratt við. „Valið er okkar. Sameiginlegt átak eða sameiginlegt sjálfsmorð. Þetta er í okkar höndum,“ sagði Guterres.
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira