Úkraínuforseti sigurviss en Putin reynir að afla sér vina Heimir Már Pétursson skrifar 19. júlí 2022 12:07 Vladimir Putin forseti Rússlands ræðir við Ebrahim Raisi forseta Írans sem snýr baki í myndavélina í Teheran í dag. AP/GRIGORY SYSOYEV Putin Rússlandsforseti fundar með leiðtogum Írans og forseta Tyrklands í Teheran í dag í tilraun sinni til að afla sér bandamanna. Zelenskyy forseti Úkraínu segir hersveitir Úkraínu hafa náð að valda Rússum miklum skaða að undanförnu og það væri bara spurning um tíma hvenær fáni landsins blakti í öllum borgum og bæjum Úkraínu. Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins. Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands kom til Teheran í morgun ásamt Vladimir Putin forseta Rússlands til þríhliða viðræðana við æðstu ráðemenn í Íran. Þótt ríkin þrjú eigi marga sameiginlega hagsmuni eru deiluefnin á milli þeirra þó mörg. Tyrkir og Íranir eru til að mynda á öndverðu meiði við Rússa varðandi Sýrland og Líbíu. Tyrkir hafa útvegað Úkraínumönnum dróna þótt þeir hafi ekki tekið þátt í refsiaðgerðum Vesturlanda gegn Rússlandi. Þá hafa Tyrkir reynt að miðla málum milli Rússa og Úkraínumanna til að mynda varðandi möguleika á útflutningi á korni frá Úkraínu. Það er Putin hins vegar mikilvægt að sýna að Rússar eigi enn einhverja vini. En þetta er fyrsta heimsókn Putins til annars ríkis ef frá eru taldar nýlegar heimsóknir hans til Tatjikistan og Turkmenistan, tveggja vinveittra fyrrverandi sovétlýðvelda sem eru hliðholl Rússum. Í daglegu ávarpi sínu til þjóðarinnar í gærkvöldi sagði Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu að hersveitum hans hefði tekist að valda Rússum miklu tjóni og endurheimta töluverð landsvæði af innrásarhernum. „Það reynist innrásarliðinu æ erfiðara að halda stöðu sinni á herteknu svæðunum. Við sækjum fram skref fyrir skref, truflum birgðaflutninga innrásarliðsins og finnum og tökum þá sem hafa gengið til liðs við Rússa úr umferð. Lokaniðurstaðan er augljós. Fáni Úkraínu mun mun blakta í öllum borgum og bæjum landsins. Þetta er bara tímaspursmál,“ sagði forsetinn. Hann ítrekaði mikilvægi þess að allir sem gætu gæfu löndum sínum á herteknum svæðum upplýsingar og andlegan stuðning. Hersveitum Úkraínu hefði tekist að frelsa 1.028 íbúasvæði en Rússar héldu enn um 2.600 herteknum. Allt væri gert til að koma upplýsingum til íbúa þeirra. „Þá er ég með mikilvægar fréttir varðandi Öryggisþjónustu landsins. Úttekt á starfsmönnum hennar stendur yfir. Nú þegar hefur verið ákveðið að leysa tuttugu og átta þeirra í ólíkum deildum frá störfum vegna ófullnægjandi vinnubragða,“ sagði Volodymyr Zelenskyy. Þeirra á meðal eru yfirmaður Öryggisþjónustunnar og ríkissaksóknari landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Íran Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50 Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06 Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30 Mest lesið „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Gaf sig fram vegna hraðbankastuldar Innlent „Þetta er innrás“ Innlent Vanræksla staðfest en niðurfelling málsins líka Innlent Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Erlent Viðkvæm gögn tengd stjórnmálaflokki séu á símanum Innlent Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Erlent Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent Fleiri fréttir Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Góður fundur en fátt fast í hendi Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro Sjá meira
Pútín sækir Raisi heim og fundar með Erdogan Vladimír Pútín Rússlandsforseti heimsækir Íran í dag í opinberri heimsókn sem ætlað er að dýpka tengslin við stjórnvöld í landinu en einnig stendur til að hitta Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands í sömu ferð. 19. júlí 2022 06:50
Handtekinn af herlögreglu eftir að hafa ekki fengið leigubíl Valur Gunnarsson sagnfræðingur var handtekinn af herlögreglu í Odesa fyrir að vera á götum úti eftir að útgöngubann tók gildi í kvöld. Hann var á leið heim á hótel um klukkan 23, þegar útgöngubann tekur gildi, og fékk ekki leigubíl. 18. júlí 2022 23:06
Á sjöunda hundrað undir grun um landráð í Úkraínu Forseti Úkraínu segir rúmlega 650 mál gegn starfsmönnum saksóknara, Öryggisþjónustunnar og annarra stofnana vegna landráðs hafa verið skráð. Forsetinn rak ríkissaksóknara og yfirmann leyniþjónustunnar í gær vegna gruns um samstarf þeirra við rússneska innrásarliðið. Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins funda í dag um hertar refsiaðgerðir gegn Rússum. 18. júlí 2022 13:30