Umfjöllun: FH 0-3 Víkingur | Sjöundi leikur FH í röð án sigurs Sigurður Orri Kristjánsson skrifar 16. júlí 2022 21:52 FH hafði ekki unnið í síðustu sex leikjum Bestu deildarinnar þegar að þeir fengu spræka Víkinga í heimsókn í Kaplakrika í kvöld. Fyrir leikinn sátu FH í níunda sæti deildarinnar með tíu stig en Víkingar voru fyrir leikinn í öðru sæti með 25 stig, sex dstigum frá toppliði Breiðabliks. Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á fyrstu tveimur mínútum leiksins voru bæði liðin búin að fá fín færi. Pablo Punyed skaut yfir úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Eggert Gunnþór Jónsson var nálægt því að koma heimamönnum yfir eftir aukaspyrnu utan af kanti. Á 9. mínútu varð umdeilt atvik. Björn Daníel Sverrison átti þá stórkostlega sending inn á Steven Lennon sem kom boltanum framhjá Ingvari Jónssyni í marki Víkings, Vuk Óskar Dimitrijevic var við það að koma boltanum yfir línuna en fell við og datt inn í markið en inn fór boltinn ekki. Á endursýningum virðist Karl Friðleifur Gunnarsson brjóta á honum sem hefði þýtt víti og rautt spjald en Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi ekki. Bæði liðin sköpuðu sér ágætis möguleika eftir þetta en staðan var jöfn í hálfleik, 0-0. Björn Daníel átti skalla strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks en hann var mjög öflugur í loftinu í dag þó svo að skallarnir hafi ekki endað í netinu. Það var svo Víkingur sem tók forystuna á 53. mínútu. Eftir flottan spilkafla fékk Ari Sigurpálsson boltann úti á hægri vængnum, fékk góðan tíma og smellti boltanum á fjærstöngina þar sem Logi Tómasson var mættur og setti boltann í netið. 0-1 og íslandsmeistararnir komnir á bragðið. Víkingar réðu svo mestu í leiknum út hálfleikinn og á 80. mínútu kom annað markið. Helgi Guðjónsson slapp þá í gegn og átti skot sem fór af Ingvari fyrir markið og í andlitið á Eggerti sem skoraði sjálfsmark. Ansi mikil óheppni og talsvert lýsandi fyrir gengi heimamanna í sumar. Þremur mínútum síðar gerðu Víkingar út um leikinn. Daníel Dejan Djuric átti þá sending á Birni Snæ Ingason sem gerði mjög vel, lék á tvo varnarmenn og skoraði. Fín byrjun hjá Daníel að eiga stoðsendingu í sínum fyrsta leik fyrir Víking. Lokatölur leiksins 0-3 og Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans farnir að anda í hálsmálið hjá Breiðablik. Einungis þrjú stig skilja liðin að en Breiðablik á leik til góða í Keflavík á morgun. FH datt niður í tíunda sætið á markatölu með tapinu. Í síðasta skipti? Að öllum líkindum var þetta síðasti leikur Kristals Mána fyrir Víking í bili en hann er á leið til Rosenborg í Noregi. Kristall átti í sjálfu sér ágætis leik en hefur oft verið betri. Hann var tekinn útaf í stöðunni 0-2 fyrir Daniel Dejan Djuric sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Krossgötur. Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum á löngum köflum jafnvel þó FH hafi átt ágætis kafla við og við. Þetta hefði þó allt breyst ef vítið hefði verið dæmt á níundu mínútu leiksins. Víkingar náðu að teygja vel á heimamönnum sem réðu illa við hlaupagetu sóknar og miðjumanna Víkings. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér. Fótbolti Íslenski boltinn Besta deild karla FH Víkingur Reykjavík
FH hafði ekki unnið í síðustu sex leikjum Bestu deildarinnar þegar að þeir fengu spræka Víkinga í heimsókn í Kaplakrika í kvöld. Fyrir leikinn sátu FH í níunda sæti deildarinnar með tíu stig en Víkingar voru fyrir leikinn í öðru sæti með 25 stig, sex dstigum frá toppliði Breiðabliks. Leikurinn byrjaði fjörlega og strax á fyrstu tveimur mínútum leiksins voru bæði liðin búin að fá fín færi. Pablo Punyed skaut yfir úr aukaspyrnu rétt fyrir utan teig og Eggert Gunnþór Jónsson var nálægt því að koma heimamönnum yfir eftir aukaspyrnu utan af kanti. Á 9. mínútu varð umdeilt atvik. Björn Daníel Sverrison átti þá stórkostlega sending inn á Steven Lennon sem kom boltanum framhjá Ingvari Jónssyni í marki Víkings, Vuk Óskar Dimitrijevic var við það að koma boltanum yfir línuna en fell við og datt inn í markið en inn fór boltinn ekki. Á endursýningum virðist Karl Friðleifur Gunnarsson brjóta á honum sem hefði þýtt víti og rautt spjald en Helgi Mikael dómari leiksins dæmdi ekki. Bæði liðin sköpuðu sér ágætis möguleika eftir þetta en staðan var jöfn í hálfleik, 0-0. Björn Daníel átti skalla strax á fyrstu mínútu síðari hálfleiks en hann var mjög öflugur í loftinu í dag þó svo að skallarnir hafi ekki endað í netinu. Það var svo Víkingur sem tók forystuna á 53. mínútu. Eftir flottan spilkafla fékk Ari Sigurpálsson boltann úti á hægri vængnum, fékk góðan tíma og smellti boltanum á fjærstöngina þar sem Logi Tómasson var mættur og setti boltann í netið. 0-1 og íslandsmeistararnir komnir á bragðið. Víkingar réðu svo mestu í leiknum út hálfleikinn og á 80. mínútu kom annað markið. Helgi Guðjónsson slapp þá í gegn og átti skot sem fór af Ingvari fyrir markið og í andlitið á Eggerti sem skoraði sjálfsmark. Ansi mikil óheppni og talsvert lýsandi fyrir gengi heimamanna í sumar. Þremur mínútum síðar gerðu Víkingar út um leikinn. Daníel Dejan Djuric átti þá sending á Birni Snæ Ingason sem gerði mjög vel, lék á tvo varnarmenn og skoraði. Fín byrjun hjá Daníel að eiga stoðsendingu í sínum fyrsta leik fyrir Víking. Lokatölur leiksins 0-3 og Arnar Gunnlaugsson og lærisveinar hans farnir að anda í hálsmálið hjá Breiðablik. Einungis þrjú stig skilja liðin að en Breiðablik á leik til góða í Keflavík á morgun. FH datt niður í tíunda sætið á markatölu með tapinu. Í síðasta skipti? Að öllum líkindum var þetta síðasti leikur Kristals Mána fyrir Víking í bili en hann er á leið til Rosenborg í Noregi. Kristall átti í sjálfu sér ágætis leik en hefur oft verið betri. Hann var tekinn útaf í stöðunni 0-2 fyrir Daniel Dejan Djuric sem var að spila sinn fyrsta leik fyrir félagið. Krossgötur. Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru töluvert sterkari aðilinn í leiknum á löngum köflum jafnvel þó FH hafi átt ágætis kafla við og við. Þetta hefði þó allt breyst ef vítið hefði verið dæmt á níundu mínútu leiksins. Víkingar náðu að teygja vel á heimamönnum sem réðu illa við hlaupagetu sóknar og miðjumanna Víkings. Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Besta deildin er á Stöð 2 Sport. Smelltu hér til að horfa á leiki og þætti. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 kr. á mánuði og má kaupa hér.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti