Vara við gífurlegri ógn frá Kína Samúel Karl Ólason skrifar 6. júlí 2022 22:01 Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5 og FBI í Lundúnum í dag. AP/Dominic Lipinski Ken McCallum og Christopher Wray, yfirmenn MI5, innanríkisöryggisstofnunar Bretlands og Alríkislögreglu Bandaríkjanna (FBI), vöruðu báðir við því í dag að mikil ógn stafaði af Kommúnistaflokki Kína. Ógnin sneri bæði að hagkerfum Bretlands og Bandaríkjanna og þjóðaröryggi ríkjanna. Þeir sögðu Kína einnig ógna bandamönnum ríkjanna í Evrópu og annars staðar í heiminum og að nauðsynlegt væri að grípa til aðgerða. McCallum lýsti ógninni sem „umbyltandi“ og Wray sagði hana gífurlega umfangsmikla og „ótrúlega“. Wray varaði við því að Kínverjar hefðu meðal annars haft afskipti af stjórnmálum í Vesturlöndum og þar á meðal af nýlegum kosningum. Þeir McCallum og Wray fluttu ræður í höfuðstöðvum MI5 í dag og er það í fyrsta sinn sem forsvarsmenn þessara stofnana gera það, samkvæmt frétt BBC. Leiðtogar úr viðskiptalífinu í Bretlandi og forsvarsmenn háskóla hlustuðu á ræðurnar og sneru þær að miklu leyti að fjármálum. Sjöfalt fleiri rannsóknir Í ávarpi sínu sagði McCallum að umsvif Kínverja í Bretlandi hefðu aukist til muna á undanförnum árum. Frá árinu 2018 hefði fjöldi rannsókna sem vörðuðu Kína sjöfaldast. Hann sagði eina rannsóknina snúa að því að breskum manni hefði verið boðið vel launað starf í Kína. Eftir viðræður um starfið og tvær ferðir til Kína hefði hann verið beðinn um leynilegar og tæknilegar upplýsingar um herþotur. Þær upplýsingar hafi hann átt að færa kínversku fyrirtækið sem væri leppur fyrir her Kína. McCallum nefndi annað mál þar sem bresku verkfræðifyrirtæki var boðinn samningur af kínversku fyrirtæki. Tækni breska fyrirtækisins hafi hins vegar verið stolið og enginn samningur gerður. Að endingu hafi breska fyrirtækið farið í þrot vegna tækniþjófnaðarins. Grófu upp erfðabreytt fræ Wray varaði við því að forsvarsmenn viðskiptalífsins í Vesturlöndum áttuðu sig ekki á ógninni frá Kína. Meðal annars nefndi hann tilfelli þar sem kínverskir útsendarar hefðu grafið upp erfðabreytt fræ í Bandaríkjunum og komist þannig hjá dýrri og tímafrekri rannsóknarvinnu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað yfir umfangsmiklum njósnum Kínverja vestanhafs. Þeir hafa sakað Kínverja um njósnir og þjófnað á ýmiskonar leyndarmálum, hvort sem tengjast vopnum og hernaði eða viðskiptum og tækni. Í ræðu sinni sagði Wray einnig að Kommúnistaflokkurinn hefði byggt upp umfangsmikið kerfi til tölvuárása og stafrænna njósna. Það væri mun umfangsmeira en í nokkru öðru ríki og það notuðu Kínverjar til að „svindla og stela á massívum skala“. Wray ræddi einnig um mögulega innrás Kínverja í Taívan og sagði að ráðamenn í Peking hefðu dregið ákveðinn lærdóm af innrás Rússa í Úkraínu. Meðal annars ynnu Kínverjar nú að því að einangra sig og verja sig gegn mögulegum refsiaðgerðum ef þeir skyldu gera innrás í Taívan. Það kallaði Wray ákveðna vísbendingu um ætlanir Kínverja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað sagt að ekkert muni koma í veg fyrir sameiningu Kína og Taívans og að ef þess þurfi, þá muni þeir gera innrás í eyríkið. Bandaríkin Bretland Kína Taívan Tengdar fréttir Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28 Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
McCallum lýsti ógninni sem „umbyltandi“ og Wray sagði hana gífurlega umfangsmikla og „ótrúlega“. Wray varaði við því að Kínverjar hefðu meðal annars haft afskipti af stjórnmálum í Vesturlöndum og þar á meðal af nýlegum kosningum. Þeir McCallum og Wray fluttu ræður í höfuðstöðvum MI5 í dag og er það í fyrsta sinn sem forsvarsmenn þessara stofnana gera það, samkvæmt frétt BBC. Leiðtogar úr viðskiptalífinu í Bretlandi og forsvarsmenn háskóla hlustuðu á ræðurnar og sneru þær að miklu leyti að fjármálum. Sjöfalt fleiri rannsóknir Í ávarpi sínu sagði McCallum að umsvif Kínverja í Bretlandi hefðu aukist til muna á undanförnum árum. Frá árinu 2018 hefði fjöldi rannsókna sem vörðuðu Kína sjöfaldast. Hann sagði eina rannsóknina snúa að því að breskum manni hefði verið boðið vel launað starf í Kína. Eftir viðræður um starfið og tvær ferðir til Kína hefði hann verið beðinn um leynilegar og tæknilegar upplýsingar um herþotur. Þær upplýsingar hafi hann átt að færa kínversku fyrirtækið sem væri leppur fyrir her Kína. McCallum nefndi annað mál þar sem bresku verkfræðifyrirtæki var boðinn samningur af kínversku fyrirtæki. Tækni breska fyrirtækisins hafi hins vegar verið stolið og enginn samningur gerður. Að endingu hafi breska fyrirtækið farið í þrot vegna tækniþjófnaðarins. Grófu upp erfðabreytt fræ Wray varaði við því að forsvarsmenn viðskiptalífsins í Vesturlöndum áttuðu sig ekki á ógninni frá Kína. Meðal annars nefndi hann tilfelli þar sem kínverskir útsendarar hefðu grafið upp erfðabreytt fræ í Bandaríkjunum og komist þannig hjá dýrri og tímafrekri rannsóknarvinnu. Ráðamenn í Bandaríkjunum hafa lengi kvartað yfir umfangsmiklum njósnum Kínverja vestanhafs. Þeir hafa sakað Kínverja um njósnir og þjófnað á ýmiskonar leyndarmálum, hvort sem tengjast vopnum og hernaði eða viðskiptum og tækni. Í ræðu sinni sagði Wray einnig að Kommúnistaflokkurinn hefði byggt upp umfangsmikið kerfi til tölvuárása og stafrænna njósna. Það væri mun umfangsmeira en í nokkru öðru ríki og það notuðu Kínverjar til að „svindla og stela á massívum skala“. Wray ræddi einnig um mögulega innrás Kínverja í Taívan og sagði að ráðamenn í Peking hefðu dregið ákveðinn lærdóm af innrás Rússa í Úkraínu. Meðal annars ynnu Kínverjar nú að því að einangra sig og verja sig gegn mögulegum refsiaðgerðum ef þeir skyldu gera innrás í Taívan. Það kallaði Wray ákveðna vísbendingu um ætlanir Kínverja, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Ráðamenn í Kína hafa ítrekað sagt að ekkert muni koma í veg fyrir sameiningu Kína og Taívans og að ef þess þurfi, þá muni þeir gera innrás í eyríkið.
Bandaríkin Bretland Kína Taívan Tengdar fréttir Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57 Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28 Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30 Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íbúum Hong Kong bannað að minnast blóðbaðsins 1989 þriðja árið í röð Íbúum Hong Kong var í dag bannað að minnast blóðbaðsins á Torgi hins himneska friðar, sem gerðist á þessum degi árið 1989. Þetta er þriðja árið í röð sem þeim er bannað að minnast ódæðisverkanna en öryggissveitir mátti sjá á hverju götuhorni í borginni í dag í tilefni dagsins. 4. júní 2022 20:57
Taívanir bregðast við flugi kínverskra herflugvéla Taívanir segjast hafa sent orrustuþotur á loft til að stugga við þrjátíu kínverskum herflugvélum sem höfðu farið inn fyrir lofthelgi eyjunnar í gær. 31. maí 2022 07:28
Ofsóknir Kínverja gegn Úígúrum staðfestar Þjóðarbrot Úígúra í Kína hefur kerfisbundið verið ofsótt, pyntað og fangelsað af kínverskum stjórnvöldum um margra ára skeið. Þetta sýna þúsundir skjala sem vestrænir fjölmiðlar hafa gert opinber. Sérfræðingur í málefnum Úígúra segir þetta verstu ofsóknir síðan í Helförinni. 29. maí 2022 14:30
Segir ummælin ekki marka breytta stefnu gagnvart Taívan Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, segist ekki hafa verið að tala um breytta stefnu ríkisins gagnvart Taívan er hann sagði að Bandaríkin myndu koma eyríkinu til aðstoðar ef Kína réðist á það. Ráðamenn í Kína brugðust hinir reiðustu við ummælum Bidens. 24. maí 2022 12:11