Birti myndir af áverkunum sem Bridges veitti henni: „Get ekki þagað lengur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. júlí 2022 11:31 Það stórsá á Mychelle Johnson eftir að maki hennar, körfuboltamaðurinn Miles Bridges, réðist á hana. Eiginkona bandaríska körfuboltamannsins Miles Bridges hefur stigið fram og greint frá ofbeldi sem hann beitti hana. Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte. NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira
Bridges var handtekinn í fyrradag vegna heimilisofbeldis en var látinn laus gegn tryggingu sama dag. Hann á að mæta fyrir rétt 20. júlí. Eiginkona hans, Mychelle Johnson, birti myndir á Instagram af sér blárri og marðri vegna áverka sem Bridges veitti henni. Hún setti auk þess inn langa færslu þar sem hún lýsti ofbeldinu sem hann beitti hana. „Það er glatað að þetta sé komið á þetta stig en ég get ekki þagað lengur. Ég hef leyft honum að leggja heimili mitt í rúst, misþyrma mér á allan mögulegan hátt og hræða líftóruna úr börnunum okkar,“ skrifaði Johnson. „Ég hef ekkert að sanna fyrir heiminum en ég mun ekki leyfa nokkrum manni sem gæti gert eitthvað svona hræðilegt að vera samviskulaus og mála upp ranga mynd af mér. Ég mun ekki leyfa fólkinu í kringum hann að halda áfram að þagga niðri í mér og halda áfram að ljúga til að verja hann.“ Johnson lýsti síðan ofbeldinu sem Bridges beitti hana. Hún sagði vera nef- og handarbrotin, með skaddaða hljóðhimnu, tognuð í hálsi eftir að hann reyndi að kyrkja hana og heilahristing. „Ég þarf ekki samúð en vil bara ekki að þetta hendi einhverja aðra. Ég vil bara að þessi einstaklingur fái hjálp. Börnin mín eiga betra skilið. Það er það sem ég vil. Þetta er sárt, allt er sárt en fyrst og síðast er ég hrædd og í sárum vegna þess að börnin mín upplifðu þetta.“ View this post on Instagram A post shared by Chelley (@thechelleyj) Bridges átti prýðilegt tímabil með Charlotte Hornets síðasta vetur þar sem hann var með 20,2 stig, 7,0 fráköst og 3,8 stoðsendingar að meðaltali í leik. Samningur hans við Charlotte er runninn út og hann ætti möguleika á að fá góðan samning við frammistöðu síðasta tímabils. Atburðir síðustu daga munu þó eflaust fá lið til að hugsa sig tvisvar um áður en þau bjóða honum samning. Los Angeles Clippers valdi Bridges með tólfta valrétti í nýliðavalinu 2018 en skipti honum strax til Charlotte.
NBA Heimilisofbeldi Mest lesið Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Golf Dæmdur úr leik á grátlegan hátt á HM í bakgarði Sport 32 ára lögreglukona átti sögulegan klukkutíma Sport Viktor sá þriðji yngsti í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Körfubolti Íslandmeistari í bráðabirgðabann hjá Lyfjaeftirlitinu Sport Arsenal fór illa Atletico í seinni hálfleik Fótbolti Newcastle burstaði Mourinho, Napoli steinlá og meistararnir skoruðu sjö Fótbolti Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Körfubolti Dagskráin: Meistaradeild Evrópu og Körfuboltakvöld Sport Fleiri fréttir Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Stólarnir skotnir niður á jörðina í Tékklandi Bílstjóri grýttur til dauða eftir körfuboltaleik Nýr Ármenningur „með allan pakkann“ og pabba sem vann NBA Skagamenn bæta fyrrum landsliðsmanni Serbíu í hópinn Kevin Durant semur við Rockets til tveggja ára Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Teitur segir að Keflavík eigi að stefna á titilinn Uppgjörið: Keflavík - Stjarnan 92-71 | Meistararnir teknir til slátrunar Leik lokið: ÍR-Tindastóll 67-113 | Stólarnir í stuði í Skógarselinu Vill að hún fái að þjálfa í NBA Hraðinn hjá Stjörnunni hentar Orra vel „Við þurfum að hafa mjög góðar gætur á bakvörðunum“ Rúnar Ingi: Glaður að ég þurfti ekki að vera í opnunarleiknum á nýja húsinu Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 70-79 | Grindvíkingar með fullt hús Uppgjörið: Valur-Ármann 94-83 | Valsmenn í vandræðum með nýliðana Uppgjörið: ÍA - Njarðvík 119-130 | Svakaleg spenna á Skaganum Uppgjörið: KR - Þór Þ. 95-75 | Fullkomin byrjun KR heldur áfram Mætti ryðgaður til leiks eftir aðgerðina Frákastadrottningin fyrirsæta hjá Victoria's Secret Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 92-70 | Njarðvíkurkonur bruna áfram Westbrook verður einn af kóngunum í NBA í vetur Grátlegt tap hjá Elvari og félögum eftir framlengingu Sjá meira