Steinkast stútar sumrinu Hendrik Berndsen skrifar 30. júní 2022 07:01 Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Bílaleigur Umferðaröryggi Vegagerð Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Slitlagsviðgerðir á vegum landsins eru framkvæmdar með þeim hætti að harpaðri möl er dreift yfir olíu sem ökumenn og umferð eru látin vinna við að þjappa og veldur þannig gríðarlegu tjóni á ökutækjum sökum steinkasts. Slíkt verklag þekkist ekki á þjóðvegum í vestrænum heimi. Rúðusprungur og rúðubrot eru langviðamestu og dýrustu tjónin sem steinkast veldur, og hafa orðið enn kostnaðarsamari í seinni tíð þar sem öryggistækni bifreiða liggur að stórum hluta í framrúðunni. Þá hefur það komið á daginn að slitlagsviðgerðir eru mjög illa merktar, sem eykur hraða í gegnum verksvæðin og margfaldar hættuna á tjóni sökum steinkasts. Yfir 60% erlendra ferðamanna leigja bíl á Íslandi og eru þeir settir í þá stöðu að kljást við aðstæður vegna slitlagsviðgerða á þjóðvegum landsins, sem eru þeim mjög framandi. Um 20.000 bílaleigubílar og 2.000 hópbifreiðar eru í akstri á vegakerfinu á degi hverjum yfir háanatímann þegar slitlagsviðgerðir eru í hámarki. Það skapar aukna hættu á útafakstri og bílveltum með tilheyrandi meiðslum samhliða öðrum skemmdum, en ljóst er að sprenging hefur orðið í framrúðutjónum vegna steinkasts eftir að Vegagerðin jók blettaviðgerðir með slitlagi fyrir nokkrum árum. Þá tapast tekjur vegna bíla sem eru stopp með sprungnar eða brotnar rúður. Krónur sparast en þúsundum er kastað Fjárhæð framrúðutjóna á Íslandi hleypur á milljörðum árlega en samkvæmt mati tveggja bílaleiga er áætlað að tjónin nemi rúmum fjórum milljörðum árlega, þar af er tjón bílaleiga um 2,5 milljarðar. Fyrir utan framrúðutjón verður einnig stór hluti af framenda ökutækja fyrir tjóni með tilheyrandi kostnaði vegna ljósa- og lakkviðgerða. Því er mikið í húfi til að bjarga óþarfa gjaldeyriskostnaði og fjárhagstjóni fyrirtækja og einstaklinga fyrir utan það andlega álag sem skapast við hvert atvik. Með því verkferli sem nú tíðkast við slitlagsviðgerðir eru stjórnvöld og Vegagerð að spara krónur en kasta þúsundum með tilheyrandi hættu fyrir vegfarendur. Til samanburðar má nefna að malbik er mun betra efni og því líklegt að viðhaldsframkvæmdir á malbiki séu mun öruggari en viðhaldsframkvæmdir slitlags. Þá er malbik nauðsynlegt á þeim vegum sem umferðarálag er mikið. Stórum hluta þess fjármagns sem eytt er vegna tjóna af völdum slitlagsviðgerða væri hægt að verja í að malbika ansi marga kílómetra á fjölförnum vegum Steinkast stútar sumri Það er ljóst að steinkast stútar sumri margra, ekki síst þeirra sem ráða yfir umfangsmiklum bílaflota eins og bílaleiga og hópbifreiðafyrirtækja. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF hafa átt í viðræðum við Vegagerðina um nokkurt skeið um að breyta verkferlum við slitlagsviðgerðir en því miður hefur lítið orðið ágengt og aðeins kornastærð malar hefur verið breytt. Þannig hafa samtökin einnig bent á að völtun og sópun gæti bjargað heilmiklu auk aukinna merkinga sem boða lækkaðan hraða en þessum þáttum er enn ábótavant. Samtök ferðaþjónustunnar og bílaleigunefnd SAF fara fram á það við stjórnvöld að gera breytingar á verkferlum við slitlagsviðgerðir t.d. að nota ljósastýringu þegar ný klæðning er lögð og efla merkingar. Samtökin telja að banna ætti alfarið blettaviðgerðir með slitlagi þar sem umferð er sett í vinnu við að þjappa mölina. Frekar ætti að setja skilyrði um völtun og sópun og hægja á umferð fram hjá svæðinu á meðan viðhald á sér stað. Þannig er m.a. stuðlað að færri slysum, færri framrúðutjónum og auknu öryggi í umferðinni sem á endanum leiðir til aukinnar hagkvæmni. Höfundur er formaður bílaleigunefndar Samtaka ferðaþjónustunnar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun