Staða forstöðumanns var auglýst í vor en áður hafði Eggert Benedikt Guðmundsson gegnt starfinu. Hann lét af störfum í desember.
Í tilkynningu frá Íslandsstofu segir að Nótt sé með meistaragráðu í markaðsfræðum frá Strathclyde Háskóla í Skotlandi, en hefur einnig lokið tveimur CIM diplómum frá Cambridge Marketing College og Háskólanum í Reykjavík ásamt leiðsöguprófi um Ísland.
Þar segir enn fremur að Nótt hafi umfangsmikla reynslu af sölu- og markaðsmálum, vöruþróun, rekstri og stjórnun. Hún hefur unnið hjá Samskipum, Marel og Icelandair, auk þess sem að hún var formaður Stjórnvísis og á meðal stofnenda félagsins Konur í sjávarútvegi.
Grænvangur er samstarfsvettvangur atvinnulífs og stjórnvalda um loftslagsmál og grænar lausnir og hefur verið starfræktur í tæp þrjú ár. Hlutverk Grænvangs er að bæta árangur Íslands í loftslagsmálum og miðla fjölbreyttu framlagi landsins á því sviði, stuðla að framgangi grænna lausna og efla samvinnu stjórnvalda og atvinnulífs varðandi aðgerðir í loftslagsmálum í samræmi við markmið stjórnvalda..