Vaktin: Myndskeið sýnir árásina á verslunarmiðstöðina Hólmfríður Gísladóttir og Árni Sæberg skrifa 29. júní 2022 08:56 Verslunarmiðstöð í Kremenchuk varð fyrir eldflaug í fyrradag. AP Photo/Efrem Lukatsky Sergei Ryabkov, aðstoðarutanríkisráðherra Rússlands, segir aðild Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu skapa óstöðugleika og að í augum stjórnvalda í Rússlandi sé um að ræða neikvæða þróun. Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Nató, segir stækkun bandalagsins þvert á það sem Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefði viljað. Þá sýndi hún að dyr bandalagsins væru opnar. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu fram eftir degi. Helstu vendingar: Leiðtogar Nató-ríkjanna funda nú í Madríd, þaðan sem tíðinda er að vænta í allan dag. Framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins og leiðtogar aðildarríkja Nató segja að ríkin muni á ráðstefnu sinni í Madríd í vikunni skilgreina Rússland sem helstu ógnina við bandalagið. Rússland hefur hingað til verið skilgreint sem „stragedískur samstarfsaðili“. Liz Truss, utanríkisráðherra Breta, sagði í pallborði í morgun að það yrðu stór mistök af hálfu Kínverja ef þeir réðust inn í Taívan. Hún sagði að Bretar og aðrar þjóðir ættu að endurskoða viðskipti sín við ríki sem beittu efnahagslegum yfirburðum sínum með þvingandi hætti. Mario Draghi, forsætisráðherra Ítalíu, vakti reiði í Rússlandi þegar hann sagði að Vladimir Pútín Rússlandsforseti væri ekki velkominn á fund G2-ríkjanna á Indónesíu í nóvember en gæti mögulega tekið þátt um fjarfundarbúnað. Forseti Indónesíu mun heimsækja Moskvu á morgun og funda með Pútín. Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti sagði í viðtali við NBC að hroðaverk Rússa í Bucha líktust atriðum úr stríðsmynd. Hann sagði þögn hafa ríkt á vettvangi og dauðinn hangið í loftinu. „Og þú skilur að raunveruleikinn er meira ógnvekjandi en nokkur bíómynd.“ Á fundi öyggisráðs Sameinuðu þjóðanna sagði fulltrúi Rússlands að ráðið hefði grafið undan trúverðugleika sínum með því að leyfa Selenskí að biðla þar um meiri vopn til handa Úkraínumönnum.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Fleiri fréttir Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Sjá meira