Russell Westbrook sagði já við rúmum sex milljörðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 16:01 Russell Westbrook á góðri stundu með LeBron James en þeir spila áfram saman á næsta tímabili svo framarlega sem Lakers nær ekki að skipta Russell til annars félags. APRingo H.W. Chiu Það kemur kannski ekki mörgum á óvart en í gær varð það ljóst að Russell Westbrook ætlar að nýta sér ákvæði í samningi sínum sem færir honum 47,1 milljónir dollara fyrir NBA-tímabilið 2022-23. Westbrook átti ekki gott tímabil og örugglega ekki tímabil í samræmi við þann pening sem hann fékk fyrir að spila. Los Angeles Lakers borgaði honum rúma 44 milljónir dollara á síðasta tímabili og þarf nú að borga honum 47 milljónir næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Samningurinn sem Westbrook skrifaði undir þegar hann var leikmaður Oklahoma City Thunder árið 2017, hefur færst á milli félaga því Thunder skipti honum til Houston Rockets sem skipti honum til Washington Wizards sem loks skipti honum til Los Angeles Lakers. Það er ljóst að þessi risasamningur Westbrook gerir Lakers mun erfiðara fyrir að semja við nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð. Nú er það undir Darvin Ham, nýjum þjálfara Los Angeles Lakers, að ná meiri úr Westbrook sem var með 18,5 stig, 7,4 fráköst og 7,1 stoðsendingu í leik á síðasta tímabili. Ekki svo sem slæmar tölur en það var 29,8 prósent þriggja stiga nýting og 3,8 tapaðir boltar í leik sem fór meira fyrir brjóstið á mönnum. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Lakers vann aðeins 33 leiki á síðustu leiktíð og tapaði 49. Liðið vann hins vegar 11 af 21 leik þegar Westbrook, LeBron James og Anthony Davis voru allir með. Westbrook var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2016-17 og skrifaði í framhaldi undir fimm ára framlengingu á samningu sínum sem skilaði honum 205 milljónum dollara eða meira 27 milljarða í íslenskum krónum. Westbrook er eini leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur náð fleiri en einu tímabili með þrennu að meðaltali í leik en því hefur hann náð á fjórum tímabilum (2016-17, 2017-18, 2018-19 og 2020-21). NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira
Westbrook átti ekki gott tímabil og örugglega ekki tímabil í samræmi við þann pening sem hann fékk fyrir að spila. Los Angeles Lakers borgaði honum rúma 44 milljónir dollara á síðasta tímabili og þarf nú að borga honum 47 milljónir næsta vetur. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Samningurinn sem Westbrook skrifaði undir þegar hann var leikmaður Oklahoma City Thunder árið 2017, hefur færst á milli félaga því Thunder skipti honum til Houston Rockets sem skipti honum til Washington Wizards sem loks skipti honum til Los Angeles Lakers. Það er ljóst að þessi risasamningur Westbrook gerir Lakers mun erfiðara fyrir að semja við nýja leikmenn fyrir komandi leiktíð. Nú er það undir Darvin Ham, nýjum þjálfara Los Angeles Lakers, að ná meiri úr Westbrook sem var með 18,5 stig, 7,4 fráköst og 7,1 stoðsendingu í leik á síðasta tímabili. Ekki svo sem slæmar tölur en það var 29,8 prósent þriggja stiga nýting og 3,8 tapaðir boltar í leik sem fór meira fyrir brjóstið á mönnum. View this post on Instagram A post shared by NBA on ESPN (@nbaonespn) Lakers vann aðeins 33 leiki á síðustu leiktíð og tapaði 49. Liðið vann hins vegar 11 af 21 leik þegar Westbrook, LeBron James og Anthony Davis voru allir með. Westbrook var valinn mikilvægasti leikmaður NBA-deildarinnar tímabilið 2016-17 og skrifaði í framhaldi undir fimm ára framlengingu á samningu sínum sem skilaði honum 205 milljónum dollara eða meira 27 milljarða í íslenskum krónum. Westbrook er eini leikmaðurinn í sögu NBA sem hefur náð fleiri en einu tímabili með þrennu að meðaltali í leik en því hefur hann náð á fjórum tímabilum (2016-17, 2017-18, 2018-19 og 2020-21).
NBA Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Fótbolti Fleiri fréttir Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ Sjá meira