Kyrie Irving verður áfram hjá Brooklyn Nets en Wall fer til Clippers Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 07:30 Kyrie Irving og Kevin Durant spila áfram saman hjá Brooklyn Nets á næsta NBA-tímabili. Getty/Maddie Malhotr Kyrie Irving var ekki tilbúinn að skilja tæpa fjóra milljarða íslenskra króna eftir á borðinu og ætlar að nýta sinn rétt og taka lokaárið í samningi sínum við Brooklyn Nets. Bandarískir miðlar fengu það staðfest í nótt. Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna. NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Eftir miklar vangaveltur um framtíð Irving í bandarískum fjölmiðlum að undanförnu er nú orðið ljóst að hann fer ekki neitt. Annar launahár bakvörður ætlar hins vegar til Los Angeles borgar. Kyrie fékk ekki langtímasamning hjá Brooklyn og hafði sett fram lista með liðum sem hann hafði áhugi á að fara í skiptum til. Ekkert liðanna sýndi honum áhuga nema Lakers. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Nets hafði aftur á móti engan áhuga á þeim leikmönnum sem Lakers gat boðið í skiptum fyrir Kyrie og hefði hann þurft að skilja eftir þrjátíu milljónir dollara á borðinu vildi hann spila aftur við hlið LeBron James. Kyrie ætlar hins vegar að taka þær 36,5 milljónir dollara sem var í boði frá Nets og verður því við hlið Kevin Durant á tímabilinu 2022-23. Hann verður síðan laus allra mála næsta sumar. Irving var með 27,4 stig og 5,8 stoðsendingar í leik á síðustu leiktíð en spilaði aðeins 29 leiki. Hann missti af mörgum leikjum vegna bólusetningaskyldu í New York. Kyrie hafði tapað stórum upphæðum á því að neita láta bólusetja sig á nýloknu tímabili en um leið hefur mikil fjarvera hans undanfarin ár séð til þess að Nets var ekki tilbúið að bjóða honum langtímasamning í sumar. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) John Wall átti að fá 47,4 milljónir dollara frá Houston Rockets fyrir lokaárið af samningi sínum en hann spilaði ekkert með liðinu á síðustu leiktíð. Houston keypti hann út úr samningnum með því að spara sér að borga honum 6,5 milljónir dollara. Wall verður því frjáls allra mála en fær væntanlega þessar 6,5 milljónir frá því liði sem hann semur við. Nú er orðið ljóst að þetta lið verður lið Los Angeles Clippers. Wall spilar því við hlið þeirra Kawhi Leonard og Paul George næsta vetur.Leonard missti af öllu síðasta tímabili vegna meiðsla. Wall er með 19,1 stig og 9,1 stoðsendingu að meðaltali á ferlinum en hann hefur lítið spilað undanfarin ár vegna bæði meiðsla og annarra ástæðna.
NBA Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Sunnlendingar sóttu síðasta farseðilinn eftir mikla spennu Pavel hjálpar Grindvíkingum Stólarnir fyrstir í undanúrslit Martin öflugur í öruggum sigri Grátlegt tap Jóns Axels Fá nýjan Kana í harða baráttu Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Frábær sigur Tryggva og félaga Stólarnir léku sér að eldinum en fylgja Grindavík í undanúrslit Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 97-75| Álftnesingar sigldu fram úr í lokin Njarðvík kveður Kanann og leitar að nýjum Kom á óvart að Hilmar væri á lausu: „Settum upp liðið í kringum hann“ „Skita“ olli því að leikmaður Tindastóls varð eins og Tom Hanks í The Terminal Hilmar Smári snýr aftur til Stjörnunnar NBA félag með mínútuþögn til minningar um „ólýsanlegan harmleik“ Jóhann í leyfi frá þjálfun Grindavíkurliðsins Steinar: Virðingarleysi sem smitast „Erum búnir að sjá þetta milljón sinnum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 102-105 | Gestirnir héldu út Uppgjörið: ÍA - Grindavík 91-94 | Toppliðið heldur áfram eftir háspennu „Þessi frammistaða breytir ekki getunni í liðinu“ Þórir: Það eru bara allir að berjast Hilmar Smári kvaddur í Litáen Uppgjörið: KR- Ármann 102-93 | KR náði í sigur í kaflaskiptum leik Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 84-59 | ÍR-ingar byrja árið vel Uppgjörið: Haukar - Keflavík 94-73 | Meistararnir upp að hlið Keflvíkinga Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Haukar 103-78 | Keflavík stakk af í seinni hálfleik og tryggði sér sæti í undanúrslitum