Fundur G7 ríkjanna: Selenskí vill stöðva átökin fyrir veturinn Ólafur Björn Sverrisson skrifar 27. júní 2022 16:22 Frá G7 fundinum. AP Vólódímír Selenskí, Úkraínuforseti biðlar til leiðtoga G7 ríkjanna að stöðva átökin í Úkraínu áður en vetur skellur á. Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson. Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira
Leiðtogafundur G7 ríkjanna hófst í gær í Krün í Þýskalandi. Þar hittust leiðtogar Kanada, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Japans og Bretlands og var stríðið í Úkraínu eðlilega efst á baugi. Heita Úkraínu stuðning svo lengi sem stríðið varir Ríkin sendu í dag frá sér yfirlýsingu þar sem þau heita því að standa með Úkraínu eins lengi og þörf krefur og veita Úkraínumönnum áfram efnahagslegan og hernaðarlegan stuðning, meðal annars. Í yfirlýsingunni eru Rússar fordæmdir fyrir að ýja að notkun kjarnorkuvopna og Úkraínumenn sagðir þurfa að ákveða sjálfir skilmála mögulegs friðarsamkomulags, án utanaðkomandi þrýstings. Olaf Scholz ávarpar blaðamenn í fallegri náttúru í Krün við rætur alpanna í Þýskalandi. Þá lýsa leiðtogarnir yfir áhyggjum vegna yfirlýsinga Rússa um mögulega uppsetningu eldflauga í Hvíta-Rússlandi sem geta borið kjarnorkuvopn. Þeir segja G7-ríkin reiðubúin til að eiga milligöngu um samninga milli Úkraínu og áhugasamra ríkja um langtíma öryggistryggingar til handa fyrrnefnda. Leiðtogarnir kalla einnig eftir því að úkraínskum ríkisborgurum sem hafa verið fluttir til Rússlands verði skilað aftur til sinna heima og segja að stríðsglæpamönnum verði engin grið gefin. Þeir segja Rússa bera gríðarmikla ábyrgð á matvælaóöryggi sem heimurinn stendur frammi fyrir og heita samræmdum aðgerðum til að berjast gegn því. Bandamenn standa sameinaðir Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, varar við þreytu gagnvart aðgerðum bandamanna gegn Rússum en segir leiðtoga G7-ríkjanna, sem nú funda í Þýskalandi, standa sameinaða. Johnson sagði við BBC fyrir fundinn að ríki heims hefðu áhyggjur af áframhaldandi hernaðaraðgerðum Rússa í Úkraínu og áhrifum þeirra á matvæla- og orkuverð. Boris Johnson á fundi G7 ríkjanna. Bandamenn stæðu hins vegar enn sameinaðir í afstöðu sinni og ástæðan væri einföld: Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefði engin úrræði til að semja um endalok átakanna og við þær aðstæður myndu bandamenn halda áfram að styðja við Úkráinumenn, með því að aðstoða þá efnahagslega og við að koma kornbirgðum úr landi. „Og að sjálfsögðu verðum við að hjálpa þeim að verja sig. Og það er það sem við munum gera áfram,“ sagði Johnson.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Þýskaland Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Sjá meira