Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 08:19 Karl Bretaprins (t.h.) með spúsu sinni, Camillu Parker Bowles. Vísir/EPA Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins. Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain. Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain.
Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Erlent Fleiri fréttir Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Sjá meira