Biden samþykkir herta byssulöggjöf Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 18:05 Lagafrumvarpið sem Biden skrifaði undir í dag markar tímamót hvað löggjöf um vopnasölu varðar. AP/Pablo Martinez Monsivais Joe Biden Bandaríkjaforseti skrifaði í dag undir lagafrumvarp sem takmarkar rétt Bandaríkjamanna til byssukaupa. Frumvarpið felur í sér hertar bakgrunnsathuganir, takmarkar rétt þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilisofbeldi til vopnakaupa og auðveldar ríkjum að fjarlægja byssur af fólki sem er talið hættulegt. Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin. Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Fulltrúar beggja flokka standa að baki lagafrumvarpinu sem þingið gaf lokasamþykki fyrir á föstudag. Í dag skrifaði Biden svo undir frumvarpið sem hann segir vera „sögulegt afrek.“ Frumvarpið herðir bakgrunnsathuganir á yngstu vopnakaupendum, takmarkar réttindi þeirra sem hafa verið dæmdir fyrir heimilsofbeldi til vopnakaupa og gerir fylkjum kleyft að setja inn lög sem auðvelda yfirvöldum að taka byssur af fólki sem er talið hættulegt. Stærstur hluti af kostnaði lagafrumvarpsins, 13 milljörðum Bandaríkjadala, fer í að styrkja átök í geðheilbrigðismálum og styðja við þá skóla sem hafa orðið fyrir skotárásum. Málamiðlun en samt sem áður tímamót Biden segir að þessi málamiðlun sem þingmenn beggja flokka, Demókrata og Repúblíkana, unnu að geri ekki allt sem hann vilji en innihaldi aðgerðir sem hann hefur lengi kallað eftir og munu bjarga lífum. Nýja löggjöfin felur ekki í sér þær hertu reglur sem Demókratar hafa lengi talað fyrir, eins og bann við sölu á árásarvopnum (e. assault-style weapons) eða bakgrunnsathuganir fyrir öll viðskipti á vopnum. Hins vegar er þetta áhrifamesta breyting sem hefur verið gerð á lögum um vopnakaup síðan 1993 þegar þingið lagði bann við árásarvopnum, lög sem eru löngu útrunnin.
Skotvopn Skotárásir í Bandaríkjunum Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Komust að samkomulagi um herta byssulöggjöf Hópur öldungadeildarþingmanna úr báðum flokkum Bandaríkjaþings hafa komist að samkomulagi um drög að nýju frumvarpi varðandi byssueign. Enn á eftir að skrifa frumvarpið en líklegt þykir að stuðningur sé við samkomulagið í öldungadeildinni. 12. júní 2022 15:52
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila