Matarkarfan og landbúnaðurinn Erna Bjarnadóttir skrifar 24. júní 2022 22:19 Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Erna Bjarnadóttir Landbúnaður Mest lesið Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana breytist heimsmyndin hratt. Fyrir nokkrum mánuðum var stríð í miðri Evrópu eitthvað sem talið hefði verið óhugsandi. Í dag þykir jafnvel ekki útilokað að ráðist verði með vopnavaldi á fullvalda ríki sem á aðild að Atlantshafsbandalaginu. Afleiðingar þess gætu orðið geigvænlegar. Það fyrsta sem flestir líta til þegar slík vá steðjar að er hvernig grunnþarfir samfélagsins verða uppfylltar. Hvernig verður aðgengi að mat, lyfjum og læknisþjónustu og orku til samgangna og húshitunar? Í aðstæðum sem þessum gætir hver þjóð að sínum grunnþörfum á grundvelli þjóðaröryggis. Hafa skal það sem sannara reynist Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda gerir hækkanir á matvöruverði að umtalsefni í grein í skoðanadálki á vefnum visir.is þann 24. júní sl. Þar telur hann sig m.a. geta bent á að ég hafi orðið tvísaga um verðþróun erlendis og vísar þar til greinar minnar um þar sem ég gerði hækkað verð fyrir tollkvóta að umtalsefni, sjá https://www.visir.is/g/20222275991d/fe-lag-at-vinnu-rek-enda-og-studningur-vid-land-bunad. Ég hafi hins vegar orðið tvísaga með því að benda síðar á að matvöruverð til neytenda hafi hækkað hraðar í Danmörku en hér á landi undanfarna 12 mánuði. Þetta er í besta falli villandi einföldun á því sem ég sagði. Ég spurði aðeins þeirrar einföldu spurningar í grein minni hvort verð á tollkvótum hefði ekki fremur átt að lækka í því ástandi sem nú ríkir á alþjóðamörkuðum. Hækkað verð fyrir tollkvóta er auðvitað háð fleiri atriðum en innkaupsverði varanna þar með talið eftirspurn á innanlandsmarkaði og gengi íslensku krónunnar sem hefur styrkst um 5,5% frá sl. áramótum. Hver er staðan í Noregi? Hækkandi matvöruverð til neytenda erlendis ræddi ég í grein minni þann 23. júní sl. (sjá: https://www.visir.is/g/20222278928d/mat-vaela-verd-haekkar-hratt) þar sem ég benti á að matvöruverð í Danmörku hefur hækkað mun hraðar en hér á landi. Í grannríkinu Noregi hefur gengið mun betur að halda aftur af verðhækkunum til neytenda. Í Noregi hefur matvöruverð nefnilega „aðeins“ hækkað um 3,1% síðastliðna 12 mánuði á meðan verðbólga nemur 5,7%. Rétt er að rifja upp að Norðmenn reka virka landbúnaðarstefnu, tollar eru lagðir á flestar þær búvörur sem vega þungt í þarlendum landbúnaði og stjórnvöld hafa stigið afdráttarlaust inn með ríkulegum framlögum til landbúnaðar til að tryggja að framleiðendur fái það afurðaverð sem stendur undir framleiðslukostnaði og leggi því ekki af búrekstur í vonandi tímabundinni kreppu. Landbúnaðarstefnan í Noregi virðist því ná að tryggja hag neytenda án þess að rýra kjör bænda eins og einhliða tollalækkanir myndu gera. Lækkun neðra þreps virðisaukaskatts Undanfarin rúm tvö á höfum við tekist á við annars konar kreppu sem olli sársaukafullum tekjusamdrætti í mörgum atvinnugreinum. Stjórnvöld stigu þá myndarlega inn með mótvægisaðgerðum. Aðgerð sem kæmi öllum neytendum nú til góða væri tímabundinn lækkun neðra þreps virðisaukaskatts. Slík aðgerð lækkar verð á öllum matvælum, einnig innfluttum matvælum. Sannleikurinn er nefnilega sá að matur og drykkjarvörur nema nú 15,1% af útgjöldum heimilanna. Útgjöld til kaupa á kjöt- og mjólkurvörum nema hins vegar aðeins 5,6%. Er ekki réttara að sameinast um að benda á leiðir sem koma öllum neytendum til góða, hvort sem þeir eru grænkerar, grænmetisætur, „peskaterian“, nú eða alætur eins og kötturinn í sögunni af Bakkabræðrum sem át allt „…og hann bróður minn líka“.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun