Svikahrappar haft milljónir af íslenskum íþróttafélögum Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 08:01 Netsvikahrappar reyna að fá gjaldkera íslenskra íþróttafélaga til að senda sér pening. Getty Eftir að hafa haft hægt um sig á tímum kórónuveirufaraldursins virðast netsvikarar núna farnir að herja að nýju á íþróttafélög í landinu sem í einhverjum tilvikum hafa tapað milljónum króna við að láta blekkjast. Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“ Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sjá meira
Þetta segir Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi Ungmennafélags Íslands, í samtali við Vísi. UMFÍ varaði við netsvikahröppum í tölvupósti sem sendur var á 450 aðildarfélög um helgina. Glæpamennirnir þykjast vera formenn eða framkvæmdastjórarar hjá íþróttafélögunum og biðja gjaldkera um að millifæra ákveðnar upphæðir á erlenda reikninga, til að mynda vegna kaupa á íþróttafötum. „Gjaldkerar hafa alveg lent í klónum á þessum svikahröppum og í einhverjum tilvikum borgað nokkrar milljónir króna. Yfirleitt er þó um nokkur hundruð þúsund að ræða,“ segir Jón Aðalsteinn. Hann nefnir nýlegt dæmi um svikatölvupóst sem sjá má hér að neðan, þar sem talað er um greiðslu vegna íþróttabúnaðar frá Þýskalandi. Dæmi um tölvupóst sem sendur var á íslenskt íþróttafélag í von um að hafa af því peninga.Skjáskot Svikapósturinn var sendur á rangan aðila „Þetta hljómar alveg rökrétt enda eru íþróttafélögin að panta muni eða hluti hingað og þangað. Svo er margt fólk að gegna gjaldkerastörfum sem sjálfboðaliðar og hefur takmarkaðan tíma eða tök á að sannreyna hvaðan póstarnir koma. Stundum er því borgað án þess að hugsa sig um. Það sem að bjargaði málum í þessu tilviki var að gjaldkerinn sem pósturinn var sendur á var ekki með prókúru. Formaður þessa félags hefði þannig átt að vita að sá sem fékk póstinn hefði ekki leyfi til að millifæra, svo að svikapósturinn fór á rangan aðila. Gjaldkerinn þurfti að senda málið áfram og þannig komst það upp,“ segir Jón Aðalsteinn. Brýna fyrir gjaldkerum að hringja eftir staðfestingu Hann segir ekki um nýtt vandamál að ræða heldur hafi svona svikapóstar einnig borist til íþróttafélaga fyrir nokkrum árum. „Þetta lá alveg niðri á meðan á Covid stóð en núna er að koma aftur upp bylgja.“ Jón Aðalsteinn segir nauðsynlegt að þeir sem hafi prókúru yfir reikningum íþróttafélaga taki upp símann og hringi til að fá staðfestingu þegar óskað sé eftir millifærslum. „Við höfum brýnt fyrir öllum að láta vita af því ef eitthvað svona kemur upp, og að þegar gjaldkeri fær póst þá hringi hann í sendanda til að fá staðfestingu á að hann hafi sent póstinn, áður en millifærsla er framkvæmd.“
Fótbolti Handbolti Körfubolti Netglæpir Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Tyrkir pökkuðu Giannis og Grikkjum saman á leið í úrslit Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Segist græða jafn mikið á einum Steraleikum og þrettán heimsmeistaramótum Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, Íslendingaslagur, enski og margt fleira Sjá meira