Stærsta stund ferilsins í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. júní 2022 13:16 Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech. Alvotech Alvotech, líftæknifyrirtæki Róberts Wessmann, verður skráð á markað í Bandaríkjunum í dag. Fyrirtækið verður það fyrsta íslenska sem skráð er á markað í Bandaríkjunum og á Íslandi - og þá er þetta í fyrsta sinn í rúm tuttugu ár sem íslenskt fyrirtæki er skráð í bandarísku kauphöllina. Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech. Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira
Hlutabréfin í Alvotech verða skráð undir auðkenninu ALVO. Í skráningarferlinu aflaði Alvotech nýs hlutafjár að verðmæti tæplega 23 milljarða króna gegn útgáfu almennra hluta á genginu 10 Bandaríkjadalir, eða um 1300 íslenskra króna. Alvotech verður við skráningu eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum - en þetta er enn fremur í annað sinn sem íslenskt fyrirtæki er þar skráð. Það fyrsta var Decode, sem skráð var í kringum aldamótin en fór af bandarískum markaði 2010. Bréf í Alvotech verða jafnframt tekin til viðskipta í íslensku kauphöllinni frá og með 23. júní næstkomandi, en það yrði í fyrsta sinn sem bréf í íslensku fyrirtæki eru skráð samtímis til viðskipta í á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum og á Íslandi. Í tilefni skráningarinnar mun Róbert Wessmann, stjórnarformaður og stofnandi Alvotech, opna markaði í kauphöllinni í New York í dag með því að hringja hinni víðfrægu bjöllu sem þar er. Beina útsendingu af bjölluhringingunni, sem hefst um 13:20 að íslenskum tíma, má nálgast hér og í spilaranum hér að ofan. „Ferillinn er búinn að vera... það hafa verið mörg fyrirtæki og þetta hefur gengið yfir það heila gríðarlega vel. En þetta er alveg langstærsta stundin af þeim öllum, held ég,“ segir Róbert. En aðstæður á mörkuðum, vestanhafs og hér heima, eru litaðar óvissu. Hlutabréf í frjálsu falli, verðbólga sögulega há og helstu seðlabankar iðnríkja hækka vexti. Róbert er þó bjartsýnn á viðtökur fjárfesta. „Félagið er komið með fyrsta lyfið á markað og við sjáum fyrir okkur að svona á komandi misserum verði reksturinn af félaginu mjög góður. Þannig að á endanum skiptir auðvitað mestu máli hvernig gengur og hvernig reksturinn gengur, þannig að við erum bjartsýn. Þó að ég sé sammála því að markaðsaðstæður gætu verið betri. En fyrirtækið er að gera gríðarlega góða hluti,“ segir Róbert Wessmann, stjórnarformaður Alvotech.
Lyf Íslendingar erlendis Líftækni Bandaríkin Alvotech Mest lesið Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Sjá meira